Saturday, May 31, 2008

af gloedum Jemenforum

Godan daginn
Her koma fyrstu frettir af Jemenforum.
I morgun var farid i heimsokn i YERO midstodina og thar hittu nokkrir styrktarmenn bornin sin. Gudmundur og Gudbjorg hittu Arzaq, Ingvar Ahmed og Kolbrun hitti Reem sina.
Myndin sem her birtist er hins vegar af Reem sem Valdis Bjort styrkir og gat ekki komid thegar fyrri hopurinn var her a dogunum.
Thad urdu natturlega fagnadarfundir og svo skodudu menn midstodina og keyptu heil okjor af fallegum munum sem krakkarnir hafa gert svo og konurnar i fullordinsfraedslunni.
Bodid upp a kaffi og kokur og allir voru himinlifandi ad sja hvad thetta er storgod og merkileg skolastofnun.

Allir fengu svo smagjafir og sidan var keyrt a UNIVERSAL thar sem mer var sagt ad ferdaskrifstofan vaeri svo anaegd med ad fa annan hop ad vid munum flytja a Sheba hotelid seinni hluta ferdarinnar.

Vid skodudum tjodhattasafn, bordudum supu og unadslegt jemenskt braud a palestinuveitingahusinu og svo upp i gomlu borg thar sem menn roltu um i saeluvimu og keyptu bysna margt smalegt inn a milli.
Nu erum vid sem sagt her a Sheraton og forum a fiskistad i kvold og a morgun i dagsferd til Manakha og Hajjara.
Matthildur var med flensu thegar lagt var af stad ad heiman og hefur verid slopp svo eg fekk laekni handa henni i morgun og hun var drifin i rontgenmyndatoku og blodrannsokn. Thau hjon Agust og hun voru mjog anaegd med tjonustuna sem thau fengu og Sigurdur Thorvaldsson var naerri svo vid bara vonum ad einhver utkoma komi nuna a eftir og hun fai lyf vid haefi.

I gaer stod til ad fara a rolt i gomlu borg eins og jafnan fyrsta daginn. Tha skall a rigning svo vid flydum inn i tetjald og satum thar lengi og drukkum te og dadumst ad rigningunni. Odum svo i okkla ad Bab al Jemen og mikid hlogu menn og skemmtu ser og finnst gamla borgin myndraenni en ord fa lyst.

Ferdin hingad gekk edlilega thar til i Amman. Tha fengum vid frettirnar af jardskjalftanum heima og setti ugg ad morgum enda eru i hopnum hjon sem bua a Selfossi og einn felaginn byr i Hveragerdi.
En allir hughreystu og hjalpudu eftir megni og vid heldum afram til Sanaa og komum hingad um nottina eins og til stod. Sem betur fer fengu allir fregnir af sinum og tho ljost se ad sumir her i ferdinni hafa ordid fyrir miklu fjarhagslegu tjoni tha er allt theirra folk heilt a hufi.
Vi[ komuna reyndist Helga Tulinius ekki hafa fengid toskuna sina en hun tekur tvi hraustlega og eftir ad vid komumst i lyfjabud i gaer og fundum lyfin hennar er allt i besta lagi og vonandi taskan skili ser a morgun eda hinn.

Thetta er einstaklega godur og skemmtilegur hopur og allir hlakka til naestu daga.
Bidjum fyrir kvedjur heim og thaetti vaent um ad fa kvedjur fra ykkur.

Wednesday, May 28, 2008

Munið að skoða síðuna meðan við erum í ferðinni

Sæl öll
Bara minna ykkur á að fara inn á síðuna meðan við erum í Jemen/Jórdaníuferðinni. Sendi engar tilkynningar um þá pistla en vonast engu að síður til að menn skoði síðuna samviskusamlega.
Við förum í heimsókn í YERO miðstöðina þann 31.maí n.k.

Bendi á að vilji menn fá gjafa- eða minningarkort hafi þeir samband við Eddu Ragnarsdóttur edda.ragnarsdottir@reykjavik.is

Tveir Sýrlandsfarar hafa ekki sent mér vegabréfsupplýsingar.

Tuesday, May 27, 2008

Fatimusjóður reynist vel til áheita


Fatima í Þúla. Heimsækjum hana í ferðinni

Síðustu daga hefur Fatimusjóðurinn (1151 15 551212 og kt 1402403979) reynst vel til áheita. Ein hjón og nokkrir einstaklingar úr ferðunum hafa staðfest þetta og hér með er greinilega komin ný og ekki svo vitlaus fjáröflunarleið. Þið hafið þetta kannski bak við eyrað.

Skilaboð frá Royal Jordanian til Jemenfarþega nk fimmtudag. Það er seinkun á fluginu frá Amman til Sanaa um 45 mínútur. Mér var uppálagt að láta hópinn vita og geri það hér með. Þá gefst bara enn betra tækifæri til að gera þau innkaup í flughöfninni sem talað var um á ferðagagnaogmiðaafhendingarfundinum.

Það hafa streymt til mín kort og smálegt handa krökkunum. Takk fyrir það. Reyni að koma því til skila. Einnig hafa allnokkrir lagt inn í sjóðinn og er það hið gleðilegasta.

Nú koma senn mánaðamót ef menn skyldu ekki hafa áttað sig á því. Ég bið þá sem ætla að borga að leggja inn á réttan ferðareikning. Sjá á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.

Ég nenni ekki að argaþrasast í rukkunum endalaust. Menn borgi fyrir 5.júní og ef ekki þá skipti ég mér ekki meira af því(sjá reglur vegna ferða á sérlink). Hef strikað tvo út úr Líbíuferðum vegna þess þeir standa ekki í skilum og hafa ekki gefið neina skýringu. Það er bara svoleiðis.

Var hin kátasta að sjá viðtal við okkar ágæta VIMA félaga Mörð Árnason í 24 stundum þar sem hann fer góðum orðum um ferðina til Írans.
Það væri gaman að búa til aðra Íranáætlun eins og raunar hefur verið minnst á. Við sjáum til með það.

Nú er það Jemen og hópurinn er hress og jákvæður í hvívetna. Eins og allir hópar. Annað hvort væri nú. Maður má vera ansi slappur í sálinni ef þessi ferð fer ekki inn í hjartað.

Monday, May 26, 2008

Bréf frá Nouriu um krakkana okkar

Yemeni Education & Relief منظمة التعليم والإغاثة اليمنية البريطانية
Organisation (YERO شارع المدرسة الفنية
ALFANNEYA Street مبنى رقم 2 2
HOUSE NO22 HADDA صنعاء - الجمهورية اليمنية
Sana’a ص.ب:4785
Republic Of Yemen تلفون: 473377
Tel:473377 البريد الإلكتروني:
Email: nornagi@yahoo.com
nornagi@yahoo.com


24th May 2008

Dear sponsors

We thank you for your continuous support for the children to continue their studies and we would like to inform you that this week was the last week for the children to attend the center. They are going now through their examinations at their government schools.

However, the center will still be open for those who need help in any school subjects that they may feel they are not competent with.

As usual, we would be looking forward for the summer activities; the outgoings, the distribution of gifts to all children and the results of their exams. We hope all of them will do well in their exams and be promoted to higher grades. We will also distribute school uniforms, bags, shoes and school supplies at the end of our summer activates which will be at the end of August .

Although the children will be on holiday, but the computer students (IT) and sewing classes will be open as usual. (Twice a week). We thank you again for all your kindness and we will report to you about our summer activities and the school results in the new school year coming which in September 2008.

Bless you all.
With Kind Regards

Nouria Nagi
Director

Barst þetta bréf frá Nouriu um helgina. Hópurinn sem fer til Jemen n.k. fimmtudag mun engu að síður fara í miðstöðina og vonandi hitta sín börn og etv. einhver fleiri og trúlega konurnar á sauma og fullorðinsfræðslunámskeiðinu.
Flestir hafa nú fengið kort frá sínum börnum, aðrir fá kortin þegar ég kem úr seinni ferðinni eins og áður hefur verið sagt frá.

Bið þá sem ætla að koma til mín kortum eða einhverju smálegu til krakkanna að gera það í dag(setja bara inn um póstkassa ef ég er ekki við) eða leggja inn á reikninginginn 1151 15 551212 kt. 1402403979.

Ég hef ekki enn fengið vegabréfsupplýsingar um alla Sýrlandsfara. Ekki hafa allir heldur lokið við að greiða inn á Líbíuferðir skv. plani. Ekki orð um það meir.

Friday, May 23, 2008

Seinni ferð til Líbíu- látið vita. Annars er mér ekki beint hlátur í hug

á þessum fallega föstudegi.

Það er jafnan slæðingur af fólki sem lætur ekki vita ef það getur ekki einhverra hluta vegna greitt á réttum tíma. Það er ekkert grín fyrir mig og veldur endalausum reddingum og vandræðum.

Reikningsnúmerið ættu allir að þekkja, það er auk þess á síðunni og ég ítreka það sýknt og heilagt 1151 15 551346 og kt. 441004-2220.

Sem betur fer er mikill meirihluti sem stendur skilvíslega við að borga en það þarf ekki marga vanskilamenn til að allt fari á hliðina hjá mér. Þakka þeim sem greiða skv. greiðsluplani.

Ef fólk vill fara í þessar ferðir er lágmark að það sinni því að borga á tilsettum tíma. Ég hef ekki efni á því að leggja út fyrir þá sem millifæra eftir smag og behag.

Í dag mun ég senda til British Airways lista yfir þá 24 sem hafa staðfest að þeir fari í Líbíuferðina fyrri.
Listi yfir þá var birtur fyrir helgi og ég treysti því að fólk hafi kynnt sér hann.

Í seinni ferð eru skráðir þessir og ef einhver kemst ekki í hana þarf ég að vita það FYRIR þriðjudag því þá þarf sá listi að fara út og British Airways er ekki sveigjanlegasta flugfélagið og endurgreiðir ekki krónu af þessum peningum sem ég greiði nú.

Það er kominn nýr hlekkur á síðuna sem heitir reglur v/þátttöku. Þær verða kynntar á ÖLLUM fundum héðan í frá en þið ættuð að líta á þær.

1.-2 Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson
3.-4 Inga Ingimundardóttir/Gunnþór Kristánsson
5.-6 Herdís Kristjánsdóttir/Birna Sveinsdóttir
7. Guðrún S. Guðjónsdóttir
8. Eva Júlíusdóttir
9.10 Sara Sigurðardóttir/Valborg Sigurðardóttir
11. Edda Ragnarsdóttir
12. Erla Magnúsdóttir
13. Þuríður Árnadóttir
14. Guðmundur Pétursson
15. Högni Eyjólfsson
16. Ásdís Benediktsdóttir
17. Helga Þórarinsdóttir
18. Dagbjört Snæbjörnsdóttir
19. Hrafnhildur Baldursdóttir ?
20. JK
Möguleiki er á því að bæta tveimur við í þessa seinni ferð en þarf að vita það í síðsta lagi á þriðjudag.

Mér leiðist að vera stöðugt að nöldra í fullorðnu fólki sem hefur tekið sína ákvörðun og mun hikstalaust taka þá út sem ekki standa í skilum. Að sjálfsögðu getur alltaf komið fyrir að fólk eigi í einhverjum tímabundnum erfiðleikum en þá er líka kurteislegra að láta mig vita svo ég geti reiknað með því.

Hef sent bréf til allra Sýrlands/Jórdaníufara í septemberferð og beðið þá að senda mér vegabréfsupplýsingar. Þær þarf ég að senda út áður en ég fer til Jemen/Jórdaníu í næstu viku. Þær eru nú að skila sér og hvet fólk til að gjöra svo vel og koma þeim til mín hið skjótasta.

Bið Jemen/Jórdaníufara einnig að skilja eftir slóð síðunnar svo fólk geti fylgst með ferð okkar.

Wednesday, May 21, 2008

Kátína hjá Íranförum- fyrirspurnir um verðhækkun ofl

Góðan daginn

Íranhópurinn hittist sl. mánudagskvöld og átti góða stund saman. Þar voru sýndar myndir í föstu og fljótandi og m.a. sýndi Högni vídeomynd sem hann hafði gert um ferðina. Svo borðuðu menn góðan fisk og skröfuðu og fannst gaman að endurlifa ferðina í gegnum fínar myndir.

Jemen/Jórdaníufarar hittast n.k. föstudag að sækja sína miða og ferðagögn. Þar bið ég alla að mæta stundvíslega skv. bréfi sem ég hef sent til allra í ferðinni. Nokkrir hafa lagt inn í Fatímusjóðinn og ég mun því geta fært Nouriu og krökkunum okkar smáglaðning og trúlega borgað amk hálfs árs kennaralaun.

Á föstudag sendi ég út Líbíulistann og þá verður samtímis dregið af VISA kortinu (þ.e. mínu Visakorti sem ég nota vegna ferðalaganna eingöngu)fjórðungur fargjaldsins, bæði í fyrri og seinni ferð.Þessir peningar fást ekki endurgreiddir af British Airways.
Því mun ég á föstudaginn setja inn seinni listann.Ég hef ekki fengið svar frá Ingu Hersteinsd en Ólafur S. er með í leiknum og gott mál er það. Enn eru einir þrír sem hafa ekki greitt maígreiðslu v/Líbíu, er ekki hress með það. Ítreka að menn borgi á tilskildum tíma.

Hef fengið fyrirspurnir um hækkun á ferðunum og þeim get ég ekki svarað að svo stöddu en hún verður nokkur, annað er óhjákvæmilegt. Það bættist þá væntanlega við síðustu greiðslu, bæði fyrir Sýrland í sept og Líbíu í okt/nóv. Reyni að hafa það allt temmilegt en óhugsandi annað vegna þessara miklu breytinga á gengi og nú rukka allar erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög í evrum svo það er engin miskunn.

Svo er augljós eftirspurn í ferðirnar 2009 svo ég skrifa niður í þær, skuldbindingalaust og engin staðfestingargjöld fyrr en í september eða svo.
Minni því á Óman í febrúar, Sýrland/Líbanon í mars og páskar í Íran í apríl. Jemen yrði svo væntanlega í maí og Úzbekistan/Kyrgistan í byrjun júní. Ef guð lofar.
Hvet menn til að láta vita um áhuga.

Vinsamlegast sendið slóðina áfram.
Ekki meira að sinni. Látið frá ykkur heyra.

Sunday, May 18, 2008

Áríðandtil Líbíufara í fyrri ferð


Libyskur túaregi á reiðskjóta sínum

Ég verð að biðja ykkur að bregða skjótt við. British Airways vill fá nafnalista Líbíufara í fyrri ferðinni 9.okt og ég set því nöfn þeirra hér.
Séu engar athugasemdir komnar fyrir n.k. fimmtudag sendi ég þennan lista út.
Skal tekið fram að ég hef ekki heyrt frá Ingu Hersteinsd. sem skrifaði sig á fundinum og þarf að vita um hana í hvelli því ferðin má ekki fjölmennari vera.

1.-2 Jóna Einarsd./Jón H. Hálfdanarson
3.-4 Inga Jónsd/Þorgils Baldursson
5.-6. Sjöfn Óskarsd/Árni Gunnarsson
7.-8 Helga Harðard/ Sturla Jónsson
9.-10 Hulda Waddel/Örn Valsson
11.-12 Margrét Friðbergsd/ Bergþór Halldórsson
13.14 Sigríður Guðmundsd/Hermann Hermannsson
15.16 María Heiðdal/Þór Magnússon
17.18 Hrönn Egilsdóttir/ Guðrún M. Ólafsdóttir
19.20. Helga Kristjánsdóttir/Eygló Yngvadóttir
21. Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir
22. Vera Illugadóttir
23. Ólafur S. Guðmundsson (þarf endilega að heyra frá honum)
24. Inga Hersteinsdóttir ?
25. J.k

Listi þátttakenda í seinni ferð verður settur inn fljótlega því þar þarf svar að liggja fyrir áður en ég fer í Jemen/Jórdaníu 29.maí n.k.

Þið þurfið EKKI að láta vita nema þetta henti ykkur ekki en hef eftir því sem ég best veit farið að því allnákvæmlega hvað fólk vill. Ítreka að ég verð að senda listann út fyrir föstudag. Bið Ingu Hersteinsd og Ólaf S. Guðm. lengstra orða að hafa samband.

Saturday, May 17, 2008

Kort til stuðningsmanna send eftir helgi - Íranfarar muni myndakvöld mánudag


Krakkar í Sanaa að leik

Eftir helgina sendi ég til flestra stuðningsmanna Jemenkrakkanna okkar kort sem þau gerðu með aðstoð kennara sinna. Ýmsar ástæður eru þess valdandi að ég fæ svo seinni skammtinn þegar við förum til Jemen þann 29.maí n.k. og skulu menn því ekki örvænta þótt myndir komi ekki.
Annríki var mikið einkum að æfa dagskrána sem krakkarnir sýndu fyrir okkur við komuna og því urðu nokkur sein fyrir. En allir ættu að fá sín kort með skilum.
Rétt að geta þess að árgjald með barni hækkar fyrir næsta skólaár og verður nánar sagt frá því þegar nær dregur að inna greiðslu af hendi, þ.e. sirka í ágúst.

Minni Íranfarana á myndakvöldið á mánudagskvöld. Verður gaman að sjá sem flesta þar. Þetta var svo einstaklega ágætur hópur.

Þá læt ég Jemenfara í seinni ferð líklega vita á mánudag hvenær miðaafhending fer fram svo og ýmislegt smálegt. Þar verða allir að mæta og sækja sína hluti og ef einhver forföll eru, senda einhvern fyrir sig.

Stjórnarkonur í VIMA hittast í dag, sunnudag og verður þá m.a. rætt fyrirkomulag á rukkun félagsgjalda. Það er ekkert vit í því að varla þriðjungur greiði og stangast á við samkomulag sem margsinnis hefur verið sagt frá.

Nokkrir Líbíufarar eiga eftir að borga maígreiðslu. Vinsamlega vinda bug að því.
Ég hef fengið fyrirspurnir um hvað haustferðir muni hækka, get ekki svarað því að svo komnu máli, fer eftir því hvort gengið hreyfist niður á bóginn aftur.

Thursday, May 15, 2008

Nokkrir hafa ekki greitt fyrir maí - ath það vinsamlegast



Hér er myndin sem gædinn okkar, Pezhman í Íransferðinni í mars sl. tók af hinum fríða og föngulega hóp við Nekropolis. Hef einnig sent hana til flestra Íranfara svo menn geti prentað hana út en svo er vitanlega hægt að prenta hana af síðunni. Ítreka enn myndakvöldið 19.maí n.k. Nokkrir hafa tilkynnt forföll en allur þorri þessa góða hóps mun mæta.

Hef farið yfir bankann minn og sé að menn hafa staðið sig mjög skilvíslega í greiðslu og takk fyrir það. Þar á ég við Sýrlands/Jórdaníuhóp í september og Líbíuhópana tvo í okt.nóv. Nokkrir hafa þó ekki staðið í skilum og bið menn kippa því í lag snöfurlega. Ég sé ekki betur en báðar ferðirnar hækki vegna gengisbreytinga. Reyni að hafa hækkun eins hófsama og unnt er en ég sé ekki annað en ég sé tilneydd að gera þetta og ég efast ekki um að menn sýni því skilning. Meira um það síðar.

Nokkrar fyrirspurnir biðu um 2009 ferðir þegar ég kannaði póstinn. Það er ekki tímabært að borga inn á þær.

Wednesday, May 14, 2008

Jemen/Jórdaníufólkið kom í gærkvöldi-áríðandi orðsending, sjá neðst

Sælan daginn

Á flugvellinum í Jórdaníu í gær hittum við aftur fjórmenningana, Margrét, Brynjólf, Evu Júl og Guðrúnu Sesselju sem urðu eftir í Jemen og héldu til suðurs. Flug til London með Royal Jordanian hið prýðilegasta.
Hópurinn kom heim undir miðnætti í gærkvöldi. Allt í sóma

Síðasta kvöldið í Amman bauð Stefanía Khalifeh, ferðafélagi í Jemen, og ræðismaður okkur heim á sitt fallega heimili og við áttum þar ánægjulega stund. Ég þakkaði fyrir boðið og Sigrún Eygló sagði einnig nokkur falleg orð til mín.

Dvölin í Amman var hin ágætasta. Eftir að skrifað var frá Dauða hafi var farið upp á Nebófjall og til Madaba og síðar morgunstund til Jerash ofl.

Nú ætla ég að taka því rólega í dag en fljótlega læt ég ferðamenn í seinni Jemenferð vita um hvenær við hittumst vegna miða og ferðagagna.
Þá stendur fyrir dyrum myndakvöld Íranfara þann 19. maí og hefur Dóminik undirbúið það af röggsemi.

Ferðafélagarnir voru ánægjulegir og jákvæðir og taka sér nú væntanlega nokkurn tíma til að melta þau ýmsu áhrif sem við urðum fyrir í báðum löndum. Heimsóknin til krakkanna, fjallabæir og hnífadansar og klettahöll, matarveisla hjá Fatimu, förin til Wadi Hawdramaut og Manhattan eyðimerkurinnar og síðast en ekki síst gamla borgin í Sanaa svo nokkuð sé nefnt af því sem við gerðum í Jemen. Þá held ég að Petra verði öllum eftirminnileg, Dauðahafið, rómverska borgin Jerash og vitjun upp á Nebófjall.
Dagarnir voru notaðir vel, en einnig frjáls tími og hans nutu menn út í æsar því þegar menn eru á rólinu einir og sjálfir lifist ýmislegt sem færi ella framhjá manni


Við skipuleggjum svo myndakvöld eftir að ég kem úr seinni ferðinni.

Nú hafa 103 farið til Jemen. Af þeim fullyrði ég að 101 hafi verið ánægður og flestir meira en það. Hlutfall sem una má ljómandi vel við.
Ég kvaddi flesta ferðafélagana á flugvellinum í gær og bið að heilsa þeim sem ég náði ekki að kveðja.

VEGNA SKYNDILEGRA VEIKINDAFORFALLA ERU LAUS 2 SÆTI I SEINNI JEMENFERÐ. VInsamlegast bendið vinum á þetta.

Saturday, May 10, 2008

Jemen-Jordaniuhafid fljota i Dauda hafinu

Godan daginn
Margt drifid a daga okkar sidan eg komst til ad skrifa sidasta pistil.
I augnablikinu fljota Islendingarnir flestir eins og korktappar i Dauda hafinu og eda bada sig i sundlaugum her a Marriott nu eda bara letihlunkast i gordum hotelsins.
Komum hingad i sidla gaerdags eftir ad hafa ekid fagra leid fra Petru og skodad m.a a leidina hina idilfogru styttu af konu Lots sem vard ad saltstolpa thegar hun leit um oxl a flottanum fra Sodoma.
I gaer vorum vid fram eftir degi i Petra og tharf varla ad lysa hversu hrifnir menn eru af thessari serstoku og nanast olysanlegu borg sem atti sitt blomaskeid a timum Nabatea og hefur nu verid kjorid eitt af sjo nutimaundrum veraldar. Vid thad hefur ferdamannastraumur til hennar lika aukist storkostlega, i stad 50 thusund ferdamanna 2004(thegar fyrsti hopur okkar var her i heimsokn) upp i 2 milljonir nu.

Menn voru mjog duglegir ad ganga en nokkrir fengu ser reidskjota til abaka og thaer Borgarfjardarstulkur foru lett med ad leggja asnana a skeid.

Sidustu dagar i Jemen hinir hugnanlegustu eins og geta ma naerri, farid a tjodminjasafn og svo var godur frjals timi sidustu tvo dagana og allir skodudu sig um tvers og kruss.
Nouria kom og hitti okkur Gullu til skrafs og radagerda sidasta daginn og var thad hinn gagnlegasti fundur og hun bad fyrir kaerar kvedjur.
Svo skommu eftir ad vid meginhopurinn altso for fra Jordaniu heldu fjogur i 4ra daga ferd til Aden og Taiz thar sem thau hafa komid nokkrum sinnum fyrr til Jordaniu, thau Margret og Brynjolfur, Gudrun S og Eva Jul. Var kvadst med blidu og vonandi gengur allt vel hja theim enda fengu thau Mohamed gaed med ser.
Upp ur hadeginu liggur leid til Amman og thar gistum vid naestu naetur a Jerusalem hoteli.
Allir bidja kaerlega ad heilsa sinu folki og lata afar vel af ser.

Eg hef ekki getad tjekkad bankareikning en vona bara ad allir hafi borgad skilvislega thad sem atti ad borga.
Bless i bili

Tuesday, May 6, 2008

Tha er ad segja af Fatimu og fleira

I gaer var haldid i heimsokn til Thula thar sem hun Fatima okkar byr. Auk thess er baerinn fraegur fyrir einstakan arkitektur og mikla sogu a timum adur og fyrr.
Fatima fagnadi okkur vel og leiddi okkur til hadegisverdar heima hja ser, prud og gladleg i fasi og ollum fannst hun einkar thekkileg stulka. Strakarnir sem eru med budir lika i thorpinu eru ordnir vanir thessum heimsoknum islenskra til Fatimu og halda ser ad mestu a mottunni en audvitad vilja their ad einhver geri kaup vid tha.

Vid satum a golfinu i hreinum husakynnum og bordudum ljuffengan mat, hropudum ferfalt hurra fyrir Fatimu og foreldrum hennar fyrir hofdinglegt bod og attum goda stund vid spjall og skraf.
Fatima segir ad sidustu tvo ar hafi verid nokkud lifleg en nu hafi dregid ur komum turista vegna fretta af oeirdum. Thaer eru adallega fyrir nordan og ekki naerri neinum theim slodum sem vid forum.

Thula hefur lika nokkra serstodu tvi thar er litid um gattneyslu vegna ataks sem samtok stodu fyrir og synir ad thad ma draga ur thessu ef vilji er fyrir hendi.
Margir gerdu svo kaup i budinni hennar Fatimu en fannst hun selja dyrt og gefa litinn afslatt. Mer fannst thad bara agaett, gott ad konur i Jemen sem eru svo einstaklega gefnar fyrir ad draga sig i hle standi a sinu.

Tha var Fatima kvodd og allir adrir med virktum og vid rulludum ut ad storkostlegu klettahollinni i Wadi Dhar. Flestir klifu upp og their sem nenntu tvi ekki drukku te a medan.
I gaerkvoldi a jordanskan stad sem er sa fyrsti her i landi sem er med allt lifraent og kom eigandinn og sagdi okkur stoltur fra thessu.

I morgun skodudum vid Tjodminjasafnid og sidan upp i gomlu borg a Nylistasafnid og ymsir fengu ser listaverk thar. Sidari hluta dags for vaenn hopur i skodunarferd ad eg best veit um bainn en eg thurfti ad fara a fund en Thorsteinn og Olafia hofdu frumkvaedi ad thessu.
A eftir bordum vid a veitingastad inni i gomlu borg og a morgun er oldungis frjals dagur og vaenti eg ad menn lifi tha makindalifi her vid sundlaugina eda sinni theim adkallandi viskiptum sem eftir eru.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

Sunday, May 4, 2008

Upp i fjallabaei og flott danssyning

Saelt veri folkid
Vorum ad koma ur dagsferd upp i tha einstoku fjallabai Hajjara og Manaakha. Leidin vefur sig upp fjallshlidind tugi kilometra og i fjarska virdast thorpin eins og vordur a fjallatindum.
I Manakha bordudum vid ekta jemenskan mat, salta sem er mjog serjemenskur rettur, eggjakoku, alls konar baunamat, kjukling og annad godmeti og vid satum natturlega a golfinu eins og hattur er herlendra. Sidan var tonlistar og Baaradansasyningin sem er serstakur hnifadans og litill strakur song med svo hatt og snjallt ad unun var a a d hlyda. Sidan var okkur bodid i dansinn og sveifludu islenskar konur ser af fagurri fimi og eins og thaer hefdu aldrei gert annad en stiga hnifadansa

A eftir aetlum vid a Shibani fiskistad.

Dvolin i Sejjun var afar ljuf, folk var mjog svo imponerad af Sjibam eda Manhattan eydimerkurinnar og Gudrun verkfraedingur Olafsdottir hristi hofudid og skildi ekki hvernig matti reisa thessi hahysi fyrir morg hundrud arum. Sumir gengu upp a haedina fyrir ofan thar sem er enn betra utsyni yfir baeinn.

Sidasta daginn var farid til Tarim a merkilegt handritasafn og eitt stykki tjodhattasafn.
Ferd gekk vel hingad en thegar til Sanaa kom hafi komid rigning klukkutima adur og allar gotur fullar svo bilarnir syntu i vatninu. Ekki laust vid ad okkur fyndist nokkud svalt, 26 stig- eftir ad hafa verid i rumlega 40 stigum i Hawdramaut.I gaerkvoldi hylltum vid svo afmaelisbarnid Margreti Hermanns Audardottur med song og hurrahropum, ferdaskrifstofan faerdi henni gjof og thad gerdi lika Mohammed gaed og hotelid baud upp a glaesilegar hnallthorur.
I dag er bliduvedur og var einstaklega hressandi i fjallaloftinu. Hiti liklega um 25 stig eda svo.

A morgun forum vid til Thula og hittum vinkonu okkar, litlu kaupstulkuna Fatimu og hun hefur bodid hopnum i hadegisverd. Ad svo bunu til Wadi Dhar thar sem klettaholl sidasta truarhofdingjans og valdamanns fyrir byltinguna er.

Thad gengur allt eins og i sogu og vid verdum ekki vor vid annad en fagnadarlaeti hja innfaeddum. Blessud takid med fyrirvara frettum tvi thad sem hefur gerst sidustu daga hefur verid fyrir nordan i Saada og thar er oftast okyrrt - menn hafa bara ekki tekid eftir tvi thegar theirra folk er a svaedinu, en orafjarri 7-9-13 fra allri okyrrd. Saada er heldur ekki spennandi svo eg fer aldrei thangad med hopa

Allir bidja fyrir bestu kvedjur og okkur langar ad thid skrifid inn a abendingadalkinn.
Margret og Brynjolfur, Ragnhildur, Gulla, Thora og eg thokkum oll fyrir kvedjur svo og ef einhverjar hafa baest vid.

Thursday, May 1, 2008

Makindalif i Hawta Palace

Sael veridi
Jemenfarar komu i gaer sidla til Sejjun eftir akstur um merkur og sanda og ofan i dalina. Flugid til Mukalla gekk ad oskum og thar bidu sex jeppar okkar og brunad af stad Fegurdin er afskaplega fjolbreytt a thessari leid, farid um slettlendi til ad byrja med thar sem ser ad gosid hefur fyrir morg thusund arum og grodurlaust er med ollu. Sem fyrr gerdum vid stans i Palmalundi til ad borda kjukling og duttu nokkur andlit af thegar menn sau ad nu atti ad sitja a golfinu og borda upp a jemenskan mata. En svo sigradi svengd og ekki sist kjuklingurinn allar efasemdir og allir voru hinir katustu thegar haldid var afram.

Thegar kemur nidur i dalina, Wadi Douan sem er einn lengsti hlidardalur Wadi Hawdramawt eru dodlupalmar, byflugnaraektin fraega og fjallafegurdin ovidjafnanleg.
Hotelid okkar her skammt fyrir utan Sejjun er natturlega einstaklega fallegt og kvoldverdurinn i gaerkvoldi uti i blidri 28 stigum var gomsaetur og allir i himnaskapi.
Nu er kl ad verda tiu a fostudagsmorgni og einhverjir hafa thegar fengid ser sprett i sundlaug, adrir sofa ut og enn adrir eru i morgunmat.
Vid forum i skodunarferd inn til Sejjun um eitt leytid.

Thad gengur allt i soma i ferdinni thad best eg veit. Borgarfjardarstulkurnar eru einkar hressar, Stefania Khalifeh sem byr i Jordaniu baettist i hopinn thann 9. Margret Hermanns a afmaeli a morgun, Thora og Gulla eru til frids ad mestu osfrv.

Thar sem eg hef ekki getad sett inn myndir fra YERO midstodinni verdur tvi ekki almennilega lyst med ordum hvad thad var god stund og hvad menn voru anaegdir- en lika attudu menn sig a tvi hvad husnaedid er litid og hversu adkallandi er ad baeta adstoduna.

Vid verdum her aftur i nott og munum njota thess sem heradid her hefur ad bjoda og i eftirmiddaginn ad skoda Sjibam= Manhattan eydimerkurinnar= thessa stormerkilegu skyjaklufa sem gerdir eru ur leir og flestir upp a atta til tiu haedir.

Seinni partinn a morgun aftur til Sanaa. vEL AD MERKJA fATIMA I tHULA HEFUR BODID OKKUR I HADEGISVERD THEGAR VID KOMUM THANGAD OG HUN SEGIST BIDJA AD HEILSA OLLUM iSLENDINUM SEM HUN HEFUR HITT. Og thad gerir einnig okkar godi gaed Mohammed sem margir kannast vid ur ferdunum
mUNID AD SKRIFA KVEDJUR. oKKUR FINNST VAENT UM THAD. Allir bidja kaerlega ad heilsa o