Góðan daginn
Íranhópurinn hittist sl. mánudagskvöld og átti góða stund saman. Þar voru sýndar myndir í föstu og fljótandi og m.a. sýndi Högni vídeomynd sem hann hafði gert um ferðina. Svo borðuðu menn góðan fisk og skröfuðu og fannst gaman að endurlifa ferðina í gegnum fínar myndir.
Jemen/Jórdaníufarar hittast n.k. föstudag að sækja sína miða og ferðagögn. Þar bið ég alla að mæta stundvíslega skv. bréfi sem ég hef sent til allra í ferðinni. Nokkrir hafa lagt inn í Fatímusjóðinn og ég mun því geta fært Nouriu og krökkunum okkar smáglaðning og trúlega borgað amk hálfs árs kennaralaun.
Á föstudag sendi ég út Líbíulistann og þá verður samtímis dregið af VISA kortinu (þ.e. mínu Visakorti sem ég nota vegna ferðalaganna eingöngu)fjórðungur fargjaldsins, bæði í fyrri og seinni ferð.Þessir peningar fást ekki endurgreiddir af British Airways.
Því mun ég á föstudaginn setja inn seinni listann.Ég hef ekki fengið svar frá Ingu Hersteinsd en Ólafur S. er með í leiknum og gott mál er það. Enn eru einir þrír sem hafa ekki greitt maígreiðslu v/Líbíu, er ekki hress með það. Ítreka að menn borgi á tilskildum tíma.
Hef fengið fyrirspurnir um hækkun á ferðunum og þeim get ég ekki svarað að svo stöddu en hún verður nokkur, annað er óhjákvæmilegt. Það bættist þá væntanlega við síðustu greiðslu, bæði fyrir Sýrland í sept og Líbíu í okt/nóv. Reyni að hafa það allt temmilegt en óhugsandi annað vegna þessara miklu breytinga á gengi og nú rukka allar erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög í evrum svo það er engin miskunn.
Svo er augljós eftirspurn í ferðirnar 2009 svo ég skrifa niður í þær, skuldbindingalaust og engin staðfestingargjöld fyrr en í september eða svo.
Minni því á Óman í febrúar, Sýrland/Líbanon í mars og páskar í Íran í apríl. Jemen yrði svo væntanlega í maí og Úzbekistan/Kyrgistan í byrjun júní. Ef guð lofar.
Hvet menn til að láta vita um áhuga.
Vinsamlegast sendið slóðina áfram.
Ekki meira að sinni. Látið frá ykkur heyra.
Wednesday, May 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment