Friday, May 23, 2008

Seinni ferð til Líbíu- látið vita. Annars er mér ekki beint hlátur í hug

á þessum fallega föstudegi.

Það er jafnan slæðingur af fólki sem lætur ekki vita ef það getur ekki einhverra hluta vegna greitt á réttum tíma. Það er ekkert grín fyrir mig og veldur endalausum reddingum og vandræðum.

Reikningsnúmerið ættu allir að þekkja, það er auk þess á síðunni og ég ítreka það sýknt og heilagt 1151 15 551346 og kt. 441004-2220.

Sem betur fer er mikill meirihluti sem stendur skilvíslega við að borga en það þarf ekki marga vanskilamenn til að allt fari á hliðina hjá mér. Þakka þeim sem greiða skv. greiðsluplani.

Ef fólk vill fara í þessar ferðir er lágmark að það sinni því að borga á tilsettum tíma. Ég hef ekki efni á því að leggja út fyrir þá sem millifæra eftir smag og behag.

Í dag mun ég senda til British Airways lista yfir þá 24 sem hafa staðfest að þeir fari í Líbíuferðina fyrri.
Listi yfir þá var birtur fyrir helgi og ég treysti því að fólk hafi kynnt sér hann.

Í seinni ferð eru skráðir þessir og ef einhver kemst ekki í hana þarf ég að vita það FYRIR þriðjudag því þá þarf sá listi að fara út og British Airways er ekki sveigjanlegasta flugfélagið og endurgreiðir ekki krónu af þessum peningum sem ég greiði nú.

Það er kominn nýr hlekkur á síðuna sem heitir reglur v/þátttöku. Þær verða kynntar á ÖLLUM fundum héðan í frá en þið ættuð að líta á þær.

1.-2 Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson
3.-4 Inga Ingimundardóttir/Gunnþór Kristánsson
5.-6 Herdís Kristjánsdóttir/Birna Sveinsdóttir
7. Guðrún S. Guðjónsdóttir
8. Eva Júlíusdóttir
9.10 Sara Sigurðardóttir/Valborg Sigurðardóttir
11. Edda Ragnarsdóttir
12. Erla Magnúsdóttir
13. Þuríður Árnadóttir
14. Guðmundur Pétursson
15. Högni Eyjólfsson
16. Ásdís Benediktsdóttir
17. Helga Þórarinsdóttir
18. Dagbjört Snæbjörnsdóttir
19. Hrafnhildur Baldursdóttir ?
20. JK
Möguleiki er á því að bæta tveimur við í þessa seinni ferð en þarf að vita það í síðsta lagi á þriðjudag.

Mér leiðist að vera stöðugt að nöldra í fullorðnu fólki sem hefur tekið sína ákvörðun og mun hikstalaust taka þá út sem ekki standa í skilum. Að sjálfsögðu getur alltaf komið fyrir að fólk eigi í einhverjum tímabundnum erfiðleikum en þá er líka kurteislegra að láta mig vita svo ég geti reiknað með því.

Hef sent bréf til allra Sýrlands/Jórdaníufara í septemberferð og beðið þá að senda mér vegabréfsupplýsingar. Þær þarf ég að senda út áður en ég fer til Jemen/Jórdaníu í næstu viku. Þær eru nú að skila sér og hvet fólk til að gjöra svo vel og koma þeim til mín hið skjótasta.

Bið Jemen/Jórdaníufara einnig að skilja eftir slóð síðunnar svo fólk geti fylgst með ferð okkar.

1 comment:

Anonymous said...

Þú ættir ekki að þurfa að standa í þessu stappi og eftirfylgni með greiðslur.Það er svo leiðinlegt að þurfa að endurtaka sig aftur og aftur.....fólk hlítur að skilja það!

Kveðja,
Erla