Thursday, May 15, 2008
Nokkrir hafa ekki greitt fyrir maí - ath það vinsamlegast
Hér er myndin sem gædinn okkar, Pezhman í Íransferðinni í mars sl. tók af hinum fríða og föngulega hóp við Nekropolis. Hef einnig sent hana til flestra Íranfara svo menn geti prentað hana út en svo er vitanlega hægt að prenta hana af síðunni. Ítreka enn myndakvöldið 19.maí n.k. Nokkrir hafa tilkynnt forföll en allur þorri þessa góða hóps mun mæta.
Hef farið yfir bankann minn og sé að menn hafa staðið sig mjög skilvíslega í greiðslu og takk fyrir það. Þar á ég við Sýrlands/Jórdaníuhóp í september og Líbíuhópana tvo í okt.nóv. Nokkrir hafa þó ekki staðið í skilum og bið menn kippa því í lag snöfurlega. Ég sé ekki betur en báðar ferðirnar hækki vegna gengisbreytinga. Reyni að hafa hækkun eins hófsama og unnt er en ég sé ekki annað en ég sé tilneydd að gera þetta og ég efast ekki um að menn sýni því skilning. Meira um það síðar.
Nokkrar fyrirspurnir biðu um 2009 ferðir þegar ég kannaði póstinn. Það er ekki tímabært að borga inn á þær.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment