Saturday, May 31, 2008

af gloedum Jemenforum

Godan daginn
Her koma fyrstu frettir af Jemenforum.
I morgun var farid i heimsokn i YERO midstodina og thar hittu nokkrir styrktarmenn bornin sin. Gudmundur og Gudbjorg hittu Arzaq, Ingvar Ahmed og Kolbrun hitti Reem sina.
Myndin sem her birtist er hins vegar af Reem sem Valdis Bjort styrkir og gat ekki komid thegar fyrri hopurinn var her a dogunum.
Thad urdu natturlega fagnadarfundir og svo skodudu menn midstodina og keyptu heil okjor af fallegum munum sem krakkarnir hafa gert svo og konurnar i fullordinsfraedslunni.
Bodid upp a kaffi og kokur og allir voru himinlifandi ad sja hvad thetta er storgod og merkileg skolastofnun.

Allir fengu svo smagjafir og sidan var keyrt a UNIVERSAL thar sem mer var sagt ad ferdaskrifstofan vaeri svo anaegd med ad fa annan hop ad vid munum flytja a Sheba hotelid seinni hluta ferdarinnar.

Vid skodudum tjodhattasafn, bordudum supu og unadslegt jemenskt braud a palestinuveitingahusinu og svo upp i gomlu borg thar sem menn roltu um i saeluvimu og keyptu bysna margt smalegt inn a milli.
Nu erum vid sem sagt her a Sheraton og forum a fiskistad i kvold og a morgun i dagsferd til Manakha og Hajjara.
Matthildur var med flensu thegar lagt var af stad ad heiman og hefur verid slopp svo eg fekk laekni handa henni i morgun og hun var drifin i rontgenmyndatoku og blodrannsokn. Thau hjon Agust og hun voru mjog anaegd med tjonustuna sem thau fengu og Sigurdur Thorvaldsson var naerri svo vid bara vonum ad einhver utkoma komi nuna a eftir og hun fai lyf vid haefi.

I gaer stod til ad fara a rolt i gomlu borg eins og jafnan fyrsta daginn. Tha skall a rigning svo vid flydum inn i tetjald og satum thar lengi og drukkum te og dadumst ad rigningunni. Odum svo i okkla ad Bab al Jemen og mikid hlogu menn og skemmtu ser og finnst gamla borgin myndraenni en ord fa lyst.

Ferdin hingad gekk edlilega thar til i Amman. Tha fengum vid frettirnar af jardskjalftanum heima og setti ugg ad morgum enda eru i hopnum hjon sem bua a Selfossi og einn felaginn byr i Hveragerdi.
En allir hughreystu og hjalpudu eftir megni og vid heldum afram til Sanaa og komum hingad um nottina eins og til stod. Sem betur fer fengu allir fregnir af sinum og tho ljost se ad sumir her i ferdinni hafa ordid fyrir miklu fjarhagslegu tjoni tha er allt theirra folk heilt a hufi.
Vi[ komuna reyndist Helga Tulinius ekki hafa fengid toskuna sina en hun tekur tvi hraustlega og eftir ad vid komumst i lyfjabud i gaer og fundum lyfin hennar er allt i besta lagi og vonandi taskan skili ser a morgun eda hinn.

Thetta er einstaklega godur og skemmtilegur hopur og allir hlakka til naestu daga.
Bidjum fyrir kvedjur heim og thaetti vaent um ad fa kvedjur fra ykkur.

6 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir þessar fréttir. Kærar kveðjur til alls hópsins en auðvitað bið ég sérstaklega að heilsa yndislegum mæðgum, henni mömmu minni Guðrúnu sem er alheimskrútt, yndislegum systrum mínum Svanbjörgu og Olgu og Mundu ferðafélaga þeirra. Auk þess fær Olga sérstakar kveðjur, nefnilega afmæliskveðjur. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Þess óskar ykkur Kristbjörg Clausen

Anonymous said...

Blessuð öll mér var hugsað til Olgu Cl. og öfundaði hana bara að vera í Yemen að losna við að taka til í jarðskjálftadraslinu. Við í Hvg.erum þakklát að ekkert slys varð. Olga mín kauptu bara eitthvað óbrothætt.Jóhanna og hópurinn þinn njótið ferðarinnar, kv. Jóna í Hveragerði.

Anonymous said...

Frabaert ad geta fylgst med hopnum! Langar serstaklega ad oska Olgu til hamingju med afmaelid og bidja fyrir kvedju til ommu og mommu (Gudrunar og Svanbjargar). Goda skemmtun a framandi slodum.

Kvedja, Elin

Anonymous said...

Frábært að geta fylgst með ykkur og bara bestu kveðjur til Elisabetar frá pabba og mömmu sem fylgjast með öllu sem er að ske í Jemen,,bara góðar kveðjur til ykkar allra í hópnum hennar Jóhönnu og njótið ferðarinar.
Falsterbokveðjur.

Anonymous said...

Sendum kærar kveðjur til ykkar úr Holtagerðinu. Hlökkum mikið til að fá ykkur allar aftur heim, en viljum samt umfram allt að þið njótið nú ferðarinnar. Olga föðursystir fær sérstakar afmæliskveðjur frá okkur, Svanbjörg föðursystir fær líka kærar kveðjur og amma í Hraunbæ (Guðrún) fær enn stærri kveðjur frá gormunum sínum í Holtagerðinu :)
Kv. Gurra, Einar Clausen, Lára Ruth og Bjartur.

Anonymous said...

Just wanted to say hello someplace. Found [url=http://www.google.com/ncr]you guys through google[/url]. Hope to contribute more soon!
-migBobbign