Tuesday, May 27, 2008

Fatimusjóður reynist vel til áheita


Fatima í Þúla. Heimsækjum hana í ferðinni

Síðustu daga hefur Fatimusjóðurinn (1151 15 551212 og kt 1402403979) reynst vel til áheita. Ein hjón og nokkrir einstaklingar úr ferðunum hafa staðfest þetta og hér með er greinilega komin ný og ekki svo vitlaus fjáröflunarleið. Þið hafið þetta kannski bak við eyrað.

Skilaboð frá Royal Jordanian til Jemenfarþega nk fimmtudag. Það er seinkun á fluginu frá Amman til Sanaa um 45 mínútur. Mér var uppálagt að láta hópinn vita og geri það hér með. Þá gefst bara enn betra tækifæri til að gera þau innkaup í flughöfninni sem talað var um á ferðagagnaogmiðaafhendingarfundinum.

Það hafa streymt til mín kort og smálegt handa krökkunum. Takk fyrir það. Reyni að koma því til skila. Einnig hafa allnokkrir lagt inn í sjóðinn og er það hið gleðilegasta.

Nú koma senn mánaðamót ef menn skyldu ekki hafa áttað sig á því. Ég bið þá sem ætla að borga að leggja inn á réttan ferðareikning. Sjá á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.

Ég nenni ekki að argaþrasast í rukkunum endalaust. Menn borgi fyrir 5.júní og ef ekki þá skipti ég mér ekki meira af því(sjá reglur vegna ferða á sérlink). Hef strikað tvo út úr Líbíuferðum vegna þess þeir standa ekki í skilum og hafa ekki gefið neina skýringu. Það er bara svoleiðis.

Var hin kátasta að sjá viðtal við okkar ágæta VIMA félaga Mörð Árnason í 24 stundum þar sem hann fer góðum orðum um ferðina til Írans.
Það væri gaman að búa til aðra Íranáætlun eins og raunar hefur verið minnst á. Við sjáum til með það.

Nú er það Jemen og hópurinn er hress og jákvæður í hvívetna. Eins og allir hópar. Annað hvort væri nú. Maður má vera ansi slappur í sálinni ef þessi ferð fer ekki inn í hjartað.

No comments: