Wednesday, July 23, 2008

Húsnæði fengið í Síðumúla 13 - dagbók Ingvars inn á síðuna. Eyjan Sókotra á heimsminjaskrá


Bílstjórarnir okkar í seinni Jemenferð ásamt viðkomandi JK og Mohammed gæd. Við hliðina á mér er Ahmedinedjad, forseti Írans í dulargervi bílstjórans Abdú

Það var ákaflega gaman hvað menn tóku fagnandi tíðindunum af því að fyrsta barnið sem við styrkjum hjá YERO, Hanak al Matari byrjar í háskólanum í Sanaa í haust. Og annað líka: Ég sagði að Feyrús væri að byrja í 1.bekk í menntó en hún komst upp í 2.bekk. Leiðréttist hér með og gott mál það. Hún er til hins mesta sóma eins og raunar krakkarnir allir.

Ég ætla að biðja fólk að hafa samband um það hvort það styrkir börnin sín áfram. Ef einhver vandkvæði eru á því, bara láta vita. Við hækkum styrkinn upp í 270 dollara og því vilja ýmsir skipta greiðslum. Allt í lagi.
Borga 1.sept og 1.mars.

Sumir greiða líka mánaðarlega. Nýir styrktarmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir og beinlínis eftir þeim sóst.

Aðgerðarhópurinn sem undirbýr Perlumarkaðinn hittist í gær. Húsnæði er fengið í Síðumúla 13 og móttaka á gripum, fötum og því sem fólk vill gefa hefst 30.júlí kl. 16-20 og síðan tvisvar í viku og oftar þegar nær dregur. Meira um það.

En vonast til að sjá sem flesta rogast með varning þann 30.júlí.
Bið ykkur lengstra orða og í fullri alvöru að senda þetta á 2-3 og kveikja í þeim. Við verðum að hafa þetta sem myndarlegast.

Fleira er fréttnæmt í dag: jemenska nátturuperlueyjan Sokotra er komin á heimsminjaskrá UNESCO og sú stofnun ætlar líka að eiga frumkvæði að því að koma á fót myndarlegu vísindasafni í Sanaa.

Síðast en ekki síst: Elísabet Ronaldsdóttir tæknistjóri hefur sett dagbók Ingvars Teitssonar úr seinni Jemenferð inn á link. Ingvar sendi mér dagbókarskrif sín og gaf mér alúðlegast leyfi til að setja þau inn á síðuna og hvet ykkur að kíkja þangað. Skemmtileg og skilmerkileg frásögn eins og Ingvars var von og vísa.

Sem sagt: láta berast að þann 30.júlí kl. 16-20 er mótttaka í Síðumúla 13 fyrir gjgafir á markaðinn og hafa samband og segja mér hvort þið hafið tök á að styrkja krakkana ykkar áfram og hvernig þið viljið borga. Þakka þeim sem þegar hafa gert það.

Viljiði einnig láta það berast til áhugasamra um ferðirnar að ég biðji fólk að skrá sig hið allra fyrsta. Við ágústlok er svona alveg í síðasta lagi.

Ætla að lengja Íranferð um einn dag til að við getum skoðað borgina Kashan á leiðinni frá Isfahan til Teheran. Þykist viss um að það mælist vel fyrir.

Minni Líbíufara á ljósrit af vegabréfum. Allnokkur vantar enn.

5 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna
ég vil absolútt styðja mína stelpu hana Bushra Ali áfram. Takk fyrir myndina sem ég fékk senda af henni. Hún hangir á ísskápnum ásamt hinum barnabörnunum.
Á ég að leggja andvirði 270 dollara inn á uppgefinn reikning ?
Get ég sent minni stelpu pakka ? Ef svo er, hvað vantar hana mest eða langar í ?

Kærar kveðjur
Anna Karin

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
við viljum endilega halda áfram að styrkja stúlkurnar ,,okkar” tvær. Eigum við að borga 1. sept. eða fyrr?
Kveðja Þorgerður Þorvaldsdóttir og Kristján Ó. Eðvarðsson

Anonymous said...

Sæl!
Takk fyrir skjót svör. Já ég tek að mér að styrkja Mohammed. Það verður gaman að koma í miðstöðina á næsta ári. Ég er að velta fyrir mér ef stelpu vantar stuðningsmann þá máttu hafa samband.
Kveðja
Eyþór

Anonymous said...

Sæl Jóhanna
Við Sigurjón viljum endilega halda áfram að styrkja hann Ali okkar. Við munum borga 270 dollara í einni greiðslu. Er það í september? Það var svo gaman að fá þakkarkort frá Ali um daginn.

Ég dáist af krafti þínum og dugnaði við að styrkja börnin í Jemen og finnst frábært að geta tekið þátt í því.



Kv

Eva

Anonymous said...

Sæl,
Ég held áfram að styrkja mín 2 börn og borga í næstu viku.
kv.
Gulla Pé