Friday, July 11, 2008

Súkinn- í Perlunni. Skoðið hlekkinn efst á síðunni



Tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir setti fyrir mig auglýsingu, tilmæli og upplýsingu um markaðinn væntanlega í Perlunni efst á síðuna hægra megin. Þar geta menn lesið um þetta væntanlega ævintýri sem ég vona að sem flestir taki þátt í og skili duglega í bygginguna okkar í Sanaa.
Mig langar einnig að biðja hvern og einn að senda þetta áfram á amk. 4 svo að berist sem víðast.

Þið sjáið að þetta getur orðið hið mesta hopp og hí. Takið hvatningunni.
Verð svo í sambandi við þá sem hafa boðið fram hnífa, pils eða dress í sambandi við dansinn, fljótlega upp úr helginni.

3 comments:

Anonymous said...

Þetta líst mér vel á.
Ég ætlaði að fara að fara gegnum skápinn
hjá mér eftir næstu viku, hvert á ég að
fara með þetta????
Kveðja, Hrafnhildur

Anonymous said...

Gaman að heyra. Hópurinn sem vinnur að þessu er að útvega húsnæði fyrir varninginn til sorteringar og verðlagningar - en svo skal auðvitað prútta, muna það.
Læt vita um leið og ljóst er hvenær og hvar má afhenda þetta
Kv/Jóhanna

Anonymous said...

Ég á einn jambia-hníf til láns.
Og svo ýmis föt og dót að gefa í flómarkaðinn.
S: 552 69 49
Hlýlegar kveðjur,
Catherine