Thursday, July 24, 2008

SÍÐUMÚLI 15 - leiðrétting-leiðrétting- listi yfir krakka og stuðningsmenn

Hér er áríðandi leiðrétting:
Húsnæðið okkar fyrir varninginn er í Síðumúla 15, endurtek Síðumúla 15. Bið forláts á því að þessi villa slæddist inn.


Tek fram að ég sendi seinna í dag ÖLLUM þeim sem hafa farið í Jemenferðir imeil um opnunardaginn 30.júlí og þætti vænt um að sem flestir þeirra kæmu þangað. Sumir hafa ekki netfang svo ég bið blíðlega um að það sé þá látið berast. Gaman væri að sjá þar sem flesta úr ferðunum. Allir velviljaðir eru vitanlega hjartanlega velkomnir. Duggulítil uppákoma og huggulegheit plús vinna við varning.

Þætti vænt um ef þið kæmuð með dót, bæði sem þið ætlið að lána svo sem hnífa, pils og endilega TÓNLIST.

Og svo það sem þið viljið gefa. Alls konar af öllu tagi. Kjörið tækifæri til að taka til í skápunum og gefa hvers kyns gamlar- eða nýjar- flíkur sem þið hafið ekki tímt að henda eða eruð hætt að nota eða passa einhverra hluta vegna ekki lengur.

Opnunartími sem hér segir:
Miðvikudagur 30.júlí 16-20

Þriðjudagur 5.ág. 16-20
Miðvikudagur 6.ág 16-20
Fimmtudagur 7.ág 11-13

Þriðjud 12.ág 16-20
Miðvikudagur 13.ág 16-20
Fimmtudagur 14.ág 11-13
Laugardagur 16.ág 10-16

Þriðjud. 19.ág 16-20
Miðvikud 20.ág 16-20
Fimmtud 21.ág 11-13
Laugard 23.ág 10-13

Þriðjud 26.ág 16-20
Miðvikud 27.ág 16-20
Fimmtud 28.ág 11-13


Orðsending til Sigríðar Ásgeirsd ef hún er í bænum: flott væri að fá að láni jemenska svarta dressið. Sama til þeirra sem hafa keypt sér kvenfatnað í Jemen. Við hyggjumst gefa fólki kost á að máta svona dress í PERLUMARKAÐNUM og láta taka af sér mynd (upplögð á næsta jólakort til dæmis).


Nouria sendir mér á næstu dögum nokkur ný stúlkubörn sem vantar stuðning. En umfram allt þarf að fá svör frá þeim sem styðja börnin nú þegar.

Menn skuldbinda sig aðeins til árs í senn þarf ég að fá staðfestingu frá ykkur. Aðstæður geta breyst og ég vil ekki ganga út frá því sem gefnu að allir haldi áfram.
Veit að mjög margir vilja styrkja krakkana og telja það sjálfsagt. En til að allt sé nú rétt verð ég að heyra frá stuðningsmönnunum.

Hér er listi yfir þá sem þegar hafa staðfest. Það er glæsilegt á fáeinum dögum að hafa fengið þetta marga. Takk fyrir það. En mér þykir aðkallandi að fleiri láti mig vita. Mér er ljóst að margir eru í burtu í fríum en stuðningsmenn vita að um þetta leyti árs fara krakkarnir að skrá sig. Hafið því samband sem allra fyrst.

Drengir:

1.Ingvar Teitsson Ahmed Abdulmalik AlAnssee (B 40)
2.Ásdís Stefánsdóttir Mohammed Hasan Al Shameri (B 35)
3,Guðmundur Pétursson: Wadee Abdoullah AlSharabi (B17)
4.Helga Kristjánsdóttir: Jamal Hamid AlShamree (B 18)
5.Sigríður Halldórsdóttir: Yihya Nasaer AlAnsee (B 106)
6.Loftur Þór Sigurjónsson: Foud Naji AlSalmee (B 109)
7.Loftur Þór Sigurjónsson: Nyel Salman AlShorefi (B30)
8.Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson: Ali Najeeb Lbib Alademe(B111)
9.Sesselja Bjarnad(Ríkharð Brynjólfsson: Hosam Salman AlShorefi (B29)
10.Pétur Jósefsson: Adnan Ahmed Saleh AlHombose (B 120)
11.Eyþór Björnsson(Nýr): Mohammed Jameel AlSlwee (B10)
12.Ingunn Sigurpálsd/Garpur Elísabetarson Amjed Daeq AlNamous (B 9)
13.Guðlaug Pétursdóttir: Adel Mohammed Radwan AlHyshary (B2)
14.Högni Eyjólfsson Rabee Abdoullah AlSharabi (B3)
15.Hrafnhildur Baldursdóttir Ibrahim Ahmed Qarase (B 112)
16.Guðný Ólafsdóttir Abdulrahman Noman Alwadi (B62)
17.Sif Arnarsdóttir Abdullah Sameer AlRadee (B105)
18.Áslaug Pálsdóttir,Kristján Arnarsson: Amar Thabet AlRyashi (B28)

Stúlkur:

1.Ingvar Teitsson Hanadi Abdulmalek AlAnsee (G71)
2.Guðrún Halla Guðmundsd Fatten Bo Belah (G15)
3.Catherine Eyjólfsson Busra sharaf AlKadsee ( G46)
4.Birta Björnsdóttir Uesra Mohammed Alremee (G10)
5.Kolbrún Vigfúsdóttir: Reem Yessin AlShebani (G 107)
6.Fríða Björnsdóttir: Heba Yessin AlShebani (G 108)
7.Herdís Kristjánsdóttir Hanan Galeb AlMansoor (G 118)
8.Herdís Kristjánsdóttir Asma Ahmed Attea (G 62)
9.Herdís Kristjánsdóttir Haseina Naser Mohm.Alansee ( G 84)
10.Dóminik Pledel Jónsson Takeyah Mohammed AlMatari (G 9)
11.Guðrún Ólafsdóttir Hind Bo Belah (G 11)
12.Hulda Waddel/Örn Valsson Rasja Abdohizam AlQadsi (G 25)
13.Jóhanna Kristjónsdóttir Nassim Abdulhakim AlJoned (G 29)
14.Þóra Jónasdóttir Gedah Mohamed AlNaser (G34)
15.Jóna Einarsd/Jón H. Hálfdanars Hanan Mohammed AlMatari (G 32)
16.Ragnhildur Árnadóttir Feyrús Mohamed Al Hamayari (G37)
17.Ragnhildur Árnadóttir Sumah Hameed Al Hashemee (G 94)
18.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Leqaa Yaseen Alshybani (G 26)
19.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Reem Abdo Alkyshani (G 31)
20.Svala Jónsdóttir Safwa Sadak Al Namoas(G 52)
21.Inga Hersteinsdóttir Hayat Mohammed Al Matari (G 23)
22.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Soha Hamed AlHashamee (G109)
23.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Sameha Hamed AlHashamee ( G110)
24.Ingveldur Jóhannesdóttir Ahlam Abdulhamid AlDobibi (G17)
25.Litla fjölskyldan Hanak Mohmammed AlMatari (G 40)
26.Guðlaug Pétursdóttir Leebia Mohammed AlHamery (G 27)´
27.Birna Karlsdóttir Ahlam Yahya Hate, (G 41)
28.Guðrún S. Guðjuónsdóttir Sabreen Farooq AlShargabi(G49)
29.Guðrún S. Guðjónsdóttir Ayda Abdullah Alansee(G98)
30. Rannveig Guðmundsd/Sverrir Jónsson Nawal Moh. AlHymee (G90)

5 comments:

Anonymous said...

Birta heldur glöð áfram að styrkja vinkonu sína. Eins vill Sindri halda áfram að styrkja fullorðinsfræðsluna. Ég á tónlist frá Jemen. Kem henni til þín á diski.
kv. EÓR

Anonymous said...

Ég á líka tónlist frá Jemen, 2 diskar og kem með það.

Anonymous said...

Ég ætla að styrkja áfram stúlkuna Bushra Sharaf Al Kadese G46.

Kem á miðvikudag með Jambiu-hníf og tvo síðir kjólar keyptir í Jemen (en kannski framleiddir í Pakistan!) + dót ýmisskonar.

Sjáumst!
Catherine

Anonymous said...

Hæ, fínar fréttir af háskólastúlkunni í Jemen! Til lukku með það
Illugi

Anonymous said...

Mæti með svarta dressið, hnífa, belti og gjafagóss hinn 30. Kv. Sigr. Ásgeirs