Sunday, August 31, 2008
Perluævintýrið og aðsóknin í dag
Þessar tvær myndir eru frá Perlusúknum í gær og dag. Ljósmyndir: Ragnheiður Arngrímsdóttir
Ævintýrið hélt áfram í Perlunni í dag, sunnudag, og mikill mannfjöldi allan daginn og mikil sala. Verðlækkun um helming strax frá byrjun og það kunnu menn vel að meta.
Þegar leið á síðdegið tilkynnti Ásdís Halla enn frekari kostakjör og menn gætu fyllt plastpoka af varningi og greitt fyrir 400 kr og þá varð hún aldeilis handagangur í öskjunni og mokaðist af borðum og slám og ofan í pokana.
Við tókum svo til, Edda Ragnarsd beitti sér fyrir því að koma restinni af fötunum til Rauða krossins, fataslár fara til síns heima á morgun, skilti og myndir voru tekin niður og kl. rúmlega hálf sex vorum við að mestu búin að öllu. Þetta var hreint og beint geggjað.
Ég er ekki með lokatölu um söluna í dag, hún hefur að öllum líkindum verið um 2,5 milljónir. Við það gæti bæst eitthvað, því ýmsir vildu leggja inn og fengu reikningsnúmer. Sömuleiðis ákváðu sérfræðingarnir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Matthildur Ólafsdóttir og Herdís Kristjánsdóttir í skargripadeildinni að gera það ekki endasleppt heldur fara með nokkra MJÖG verðmæta gullmuni og athuga hvort einhver vænn gullsmiður væri til í að taka að sér að selja það fyrir okkur. Sjáum til með það.
Mér sýnist því salan á markaðnum núna vera í kringum 22 milljónir króna
Þessi tala kynni að breytast eitthvað smávegis en hún lækkar örugglega ekki. Fæ fregnir um það frá Ragnýju Guðjohnsen í kvöld eða fyrramálið en hún hefur verið bjargvættur í öllum þeim fjölþættu skriffinnskumálum sem þurfti að hafa á hreinu svo og sér hún um talninguna endanlegu.
Ég bakaði slatta af Fatimukökum í gærkvöldi en þær fóru eins og skot. Þar sem nokkrir komu að máli við mig og höfðu bragðað kökuna í famelíuboðum í gær og uppskriftablöðin til þurrðar gengin var ég beðin að setja uppskriftina hér og geri það með mestu ánægju.
Fatimukaka
Efni
1/3 bolli brætt smjör
3 egg
½ bolli sykur
Vanilludropar
½ bolli hveiti
½ teskeið lyftiduft
Sett ofan á
½ bolli smjör
½ bolli sykur
1/3 bolli hunang
½ tesk. Kanill
Smyrjið kökuform. Hitið ofninn í 200 gr.
Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel og vandlega. Bætið í bræddu smjöri og hrærið
Bætið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið gætilega. Sett í bökunarform og bakið í 10-12 mínútur.
Á meðan má bræða smjörið við lágan hita og bætið við hunangi, kanel og sykri. Hrærið vel og þegar það er í þann veginn að sjóða takið þá af pönnunni og hellið yfir kökuna. Setjið hana aftur í ofninn um 15-20 mínútur
Lánsgripir
Ég er með tvær ferðatöskur af lánsvarningi, kjólum og fleiru. Hef einnig allmarga tónlistardiska sem okkur voru léðir. Hef ekki fengið fötin v/hnífadansins ennþá. Athuga það á morgun.
Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki klár á því í öllum tilvikum hver á hvað svo ég bið ykkur að láta frá ykkur heyra.
Einnig bið ég Guðrúnu Ögmundsdóttur sem annaðist undirbúning hnífadansins ásamt Hafdísi í Kramhúsi að koma til mín pilsum og dressum og jambium- hið allra fyrsta.
Og svo er það Jórdanía og Sýrland
n.k. sunnudag. Nú getur maður farið að hlakka til þeirrar ferðar.
Bið Líbíufara að klára sínar greiðslur á morgun og þriðjudag.
Þegar ég kem heim úr Sýrlandi/Jórdaníu er svo nauðsynlegt að menn fari að gefa sig fram í ferðirnar 2009. Má ekki seinna vera. Eins og málin standa í augnablikinu er Kákasusferðina í bið. Vonandi skýrist það.
Saturday, August 30, 2008
Hefðum við trúað því -
Nú stendur yfir hjá YERO úthlutun skólabúninga og annars búnaðar sem krakkarnir þurfa fyrir skólann. Nouria Nagi sendi mér þessa mynd af nokkrum af stelpunum okkar áðan.
En hver hefði annars trúað því að við gætum safnað á nítjándu milljón á 8 klst?
Dagurinn var eitt samfellt og gleðilegt ævintýri frá upphafi til enda. Fólk var farið að safnast saman við Perluna löngu áður en opnað var og allan daginn var straumur manna linnulaus, gæti ímyndað mér að fimmtán tuttugu þúsund manns hafi komið á þessum tíma.
Hóparnir sem unnu að uppsetningu síðustu daga og kvöld höfðu gert það af stakri prýði, glæsiverslanir, Miðausturlandabúð, skartverslun, búsáhöld, bækur, fatnaður af öllu tagi, skrautmunir og hver skyns varningur fauk út. Myndir frá Jemen voru sýndar á skjám,leikhorn var fyrir börn og ýms skemmtiatriði, hnífadansinn sýndur einu sinni eða tvisvar, Fatimukökur voru uppseldar áður en við var litið og svo mætti lengi telja.
Mér fannst einkenna andrúmsloftið hvað var góð og skemmtileg stemning meðal gesta sem og afgreiðslufólks.
Uppboðinu stjórnaði Bjarni Ármannsson og gerði það af skörungskap og léttleika. Hæst verð fékkst fyrir ljós Ólafs Elíassonar, 2,1 milljón og næst kom landslitstreyja Ólafs Stefánssonar sem fór á milljón og var kannski hvað harðast bitist um hana af öllum þeim kræsilegu munum sem þarna voru í boði. Fyrir uppboðið fékkst sem sagt samtals á sjöundu milljón og samtals á 19. milljón.
Eftir að vinnu lauk var starfsliði boðið í móttöku í Höfða þar sem borgarstjóri Hanna Birna bauð gesti velkomna og sagði falleg orð um verkefni og færði mér gjafir´, gæfustein sem börn í skóla Hjallastefnunni höfðu búið til, svo og listaverkabók Lovísu Matthíasdóttur. Ég þakkaði fyrir boðið og öllum fyrir þeirra einstaka framlag. Við færðum framkvæmdastjóranum okkar, Sigþrúði Ármann gjöf sem var teikning eftir jemenskt barn og ég gaf henni svo íranska míníatúrmynd svona prívat frá mér. Óskuðum svo Sigþrúði góðrar ferðar til Kína eldsnemma í fyrramálið
Loks sagði Ásdís Halla nokkur góð orð og bað Áslaugu Huldu að taka við gjöf til Exedrahópsins- einnig barnateikning frá Jemen- sem sá algerlega um uppboðið og studdi verkið með ráðum og dáð. Þá voru einnig komnar tölur um hvað markaðssala og uppboð hefði skilað og hrópuðu menn hástöfum af undrun og fögnuði þegar það var upplýst.
Minni á að markaðurinn er einnig á morgun, sunnudag, frá kl. 12-16 og hvet fólk eindregið til að koma þá og við munum lækka verðið enn, svo hafi menn gert reyfarakaup í dag býðst þeim enn meiri sæla á morgun.
Ég hef þetta ekki lengra í bili, er að velta fyrir mér hvort ég á að slá í nokkrar Fatímukökur en einhvern veginn langar mig meira í augnablikinu til að setja gómsæta matinn sem Francois Fons seldi - og verður seldur á morgun líka- inn í ofn og leggjast svo makindalega upp í sófa.
Þar sem komið var í byggingasjóðinn um 9 milljónir er óhætt að fullyrða að við höfum náð markmiði okkar sem vissulega sýndi bjartsýni og stórhug. En allt þetta fólk vann svo vel saman að það hlaut að gerast þetta kraftaverk.
Við sjáumst á morgun.Látið þetta endilega ganga áfram.
Takkkkkkkkkk. Þetta er gleðilegra en ég get með neinum orðum lýst.
Thursday, August 28, 2008
Allt á fullu alls staðar
Jemenstráklingur kíkir á gestina. Mynd G.Ól
Það má nú segja að það er allt á fullu alls staðar. Ég hef sent vinnulista til þeirra sem hafa tilkynnt sig og vona þeir athugi það því ég hef leyft mér að reikna með framlagi þeirra. Okkur vantar fleiri samt sýnist mér, ekki síst á morgun, föstudag til að flytja og koma þessu öllu fallega og smekklega fyrir.
Dugnaður fólksins sem hefur komið við sögu er ómetanlegur.
Nokkrar Fatimukökur hafa bæst við. Gjöra svo vel og koma þeim í Síðumúla á morgun eða í Perluna kl 9 á laugardag. Fleiri Fatimukökum er fagnandi tekið.
Sett hefur verið upp síða um markaðinn www.suk.is
Þá eru aðeins örfá börn sem eru ekki með stuðningsmenn. Mörg barnanna hafa fengið nýja þar sem ég hef ekki fengið staðfestingu frá þeim sem studdu þá en meirihlutinn hefur ákveðið að aðstoða sína krakka áfram.
Ég sé að fólk hefur ekki alveg á hreinu hvað það skuldar í Líbíu. Þið skuluð þá bara senda mér imeil og ég fletti því upp snarlega. Ekki málið.
Auglýsingaplaköt hafa verið sett víðs vegar en annars hafa flestir hygg ég, frétt af markaðnum og ég hef vissulega góðar vonir um að hann skili okkur hagnaði sem nýtist í skólabygginguna.
Ath líka að á laugardeginum eru alls konar atriði fyrir börn- meðan foreldrarnir gera innkaup eða bara skoða sig um
Látið heyra frá ykkur ef þið getið aðstoðað á einhvern hátt. Aftur á móti tökum við varla við fleiru, morgundagurinn er setinn af því að flytja og undirbúa.
Tuesday, August 26, 2008
Dýrðlegt uppboð- dansar- matur- glæsivarningur----------og svo er að borga Líbíugreiðslu
Sælt veri fólkið
Krafturinn er mikill og að mörgu að hyggja fyrir Perlusúkinn um helgina. Unnið er af kappi í Síðumúlanum. Ég vona ég móðgi engan né særi þegar ég þakka Herdísi Kr. og Sigríði Ásgeirsd þeirra miklu vinnu upp á síðkastið. Og raunar öllum þeim sem hafa komið við sögu. Áð ógleymdum aðgerðarhópnum og þeim mörgu sem hann hefur safnað að sér til að vinna. Og fl. og fl.
Búningar og hnífar og músík dansara komnir til þeirra og dansar í æfingu og hópurinn sem er úr Kramhúsinu sýnir fleiri dansa líka.
Francois Fons sem mun bjóða upp á herlegan rétt til að taka með sér og gæða sér á laugardagskvöldið hefur nú fengið allt hráefnið og margt af því var gefið.
Þá hafa ótal bréf verið skrifuð til skattstjóra og STEF og ég man ekki hverra til að öll formsatriði verði í lagi.
Fyrir utan nú allt annað sem verður í boði. Sérstök verslun- við köllum þetta verslanir eða búðir en ekki bása- sem selur einstaka dýrðarinnar gripi og nokkuð dýra.málverk, antikskáp og allt konar skart og fleira.
Svo verða búðir með flokkuðum fatnaði og veskjastandar, búásáhalda, skautmunir, bækur ofl sem of langt yrði upp að telja.
Áður minnst á Legohornið sem Margrét Pála stjórnar
Við Gulla erum að leggja síðustu hönd á tölvukubb með Jemenmyndum og fólk hefur verið mjög elskulegt að senda myndir og diska.
Og svo er uppboðið spennandi. Þar höfum við fengið ansi hreint góða gripi sem hvarflaði ekki að mér að næðust. Þar verður
Ljós eftir Ólaf Elíasson
Kjóll sem Björk Guðmundsdóttir gefur
Málverk eftir:
Pétur Gaut
Gðrúnu Einarsdóttur
Hallgrím Helgason
Magnús Ó. Kjartansson
Tedda
Listaverk sem Edda Jónsdóttir og Kogga gerðu saman á samsýningu fyrir nokkrum árum.
Ferð fyrir tvo til Jemen með Jóhönnu Kristjónsdóttur
Borgarleikhúsið: Tvö áskriftarkort í Borgarleikhúsið. Að auki fær hann að bjóða fjölskyldu eða vinum, allt að 8 manns, á fyrstu uppsetningu vetrarins, áhorfendasýningu ársins, Fló á skinni. Leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarson, tekur á móti hópnum og fer með hann í skoðunarferð um króka og kima þessa stærsta leikhúss landsins fyrir sýningu.
Flug f. tvo báðar leiðir til Hafnar. (þoli ekki Köbenorðið)
Leiðsögn á Njáluslóðum með Arthúri Björgvini Bollasyni og gisting fyrir tvo á Hótel Ragná með morgunverði.
Íslenskur sunnudagshádegisverður heima hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur þar sem hlýtt verður á messu og tilheyrandi.
Persónuleg útlitsráðgjöf með Björgu Ingadóttur í Spakmannsspjörum
Golfhringur með Birgi Leifi
Veiði í Laxá í Kjós með gistingu og mat
Ragnheiður Arngrímsdóttir ljósmyndari kemur heim og tekur myndir.
Flugferð fyrir þrjá með Ómari Ragnarssyni
Halló Akureyri - Lúðvík hjá Saga Capital flýgur með hóp norður á Akureyri. Friðrik og frú á Friðriki V taka á móti hópnum og fara með í ferð um sveitina þar sem sótt verður norðlenskt góðgæti sem matreitt verður á veitingastaðnum um kvöldið. Í pakkanum er einnig gisting í eina nótt og dekur.
Hádegismatur með Sveppa og Audda á Fridays
Detox-meðferð f. tvo með Jónínu Ben
Leikmunir úr Latabæ
Persnesk handunnin silkimotta
Það eru margar kræsingar þarna.
Ég held að þetta verði allt mjög skemmtilegt og vonandi að fullt af peningum komi inn svo við getum hafist handa við að kaupa nýja skólahúsið í Sanaa.
Margir hafa boðist til að baka Fatimukökur og/eða vinna. Ég vona að fleiri baki Fatimukökur. Ein myndarfrú úr Borgarfirðinum kom með sextán í gær. Hún Elva í Holti í Lundarreykjadal. Maður hlýtur að hrópa húrra fyrir þessu.
Ætlast ekki til að þið bakið 16 en þyrftum að ná svona 20 í viðbót því við verðum að reikna með að margir vilji kaupa.
Auðvitað verður sérstök Miðausturlandaverslun með slæðum og skjölum, skarti, teikningum eftir krakkana, munir eftir konurnar í fullorðinsfræðslu. Upplýsingablöð um þetta ævintýri. Kjólar og silfurslegnir jambia ofl ofl ofl
En ég bið sem sagt um fleiri til að vinna og nokkrar Fatímukökur. Takk fyrir
Við megum þó ekki gleyma okkur í sælunni
Mánaðamót nálgast og þá skulu Líbíufarar beggja ferða gera upp. Ég sendi fyrir síðustu greiðslu nákvæmt yfirlit til allra um hvað þeir ættu ógreitt. Hafi það nú af einhverjum sérkennilegum ástæðum týnst þá gjörið svo vel og hafa samband.
Ég óska eftir að menn ljúki greiðslu á réttum tíma því ég þarf að ganga frá öllum endum áður en ég fer með hópinn til Jórdaníu og Sýrlands 7.sept. Muna þetta, ljúfurnar. Sumir hafa gert upp. Það er þakkarvert. Meirihlutinn á eftir síðustu greiðslu og ekki skal gleymt gistingunni í London og eins manns herbergismálum.
niðurlag í bili
Gefið ykkur fram í vinnu/bakstur og svo vantar enn nokkur börn styrkarmenn. Bæst hafa við nokkrir nýir þar sem fyrri hafa sumir ekki látið mig vita.
Nouria verður að hafa það á hreinu því hún er að skrá börnin í skólann og verður að vita hvort þau fá styrktarfólk eða ekki. Það er mér gáta af hverju fólk tjáir sig ekki. Það eiga allir að vita að þeir verða að staðfesta stuðninginn.
Margblessuð í bili.
Krafturinn er mikill og að mörgu að hyggja fyrir Perlusúkinn um helgina. Unnið er af kappi í Síðumúlanum. Ég vona ég móðgi engan né særi þegar ég þakka Herdísi Kr. og Sigríði Ásgeirsd þeirra miklu vinnu upp á síðkastið. Og raunar öllum þeim sem hafa komið við sögu. Áð ógleymdum aðgerðarhópnum og þeim mörgu sem hann hefur safnað að sér til að vinna. Og fl. og fl.
Búningar og hnífar og músík dansara komnir til þeirra og dansar í æfingu og hópurinn sem er úr Kramhúsinu sýnir fleiri dansa líka.
Francois Fons sem mun bjóða upp á herlegan rétt til að taka með sér og gæða sér á laugardagskvöldið hefur nú fengið allt hráefnið og margt af því var gefið.
Þá hafa ótal bréf verið skrifuð til skattstjóra og STEF og ég man ekki hverra til að öll formsatriði verði í lagi.
Fyrir utan nú allt annað sem verður í boði. Sérstök verslun- við köllum þetta verslanir eða búðir en ekki bása- sem selur einstaka dýrðarinnar gripi og nokkuð dýra.málverk, antikskáp og allt konar skart og fleira.
Svo verða búðir með flokkuðum fatnaði og veskjastandar, búásáhalda, skautmunir, bækur ofl sem of langt yrði upp að telja.
Áður minnst á Legohornið sem Margrét Pála stjórnar
Við Gulla erum að leggja síðustu hönd á tölvukubb með Jemenmyndum og fólk hefur verið mjög elskulegt að senda myndir og diska.
Og svo er uppboðið spennandi. Þar höfum við fengið ansi hreint góða gripi sem hvarflaði ekki að mér að næðust. Þar verður
Ljós eftir Ólaf Elíasson
Kjóll sem Björk Guðmundsdóttir gefur
Málverk eftir:
Pétur Gaut
Gðrúnu Einarsdóttur
Hallgrím Helgason
Magnús Ó. Kjartansson
Tedda
Listaverk sem Edda Jónsdóttir og Kogga gerðu saman á samsýningu fyrir nokkrum árum.
Ferð fyrir tvo til Jemen með Jóhönnu Kristjónsdóttur
Borgarleikhúsið: Tvö áskriftarkort í Borgarleikhúsið. Að auki fær hann að bjóða fjölskyldu eða vinum, allt að 8 manns, á fyrstu uppsetningu vetrarins, áhorfendasýningu ársins, Fló á skinni. Leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarson, tekur á móti hópnum og fer með hann í skoðunarferð um króka og kima þessa stærsta leikhúss landsins fyrir sýningu.
Flug f. tvo báðar leiðir til Hafnar. (þoli ekki Köbenorðið)
Leiðsögn á Njáluslóðum með Arthúri Björgvini Bollasyni og gisting fyrir tvo á Hótel Ragná með morgunverði.
Íslenskur sunnudagshádegisverður heima hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur þar sem hlýtt verður á messu og tilheyrandi.
Persónuleg útlitsráðgjöf með Björgu Ingadóttur í Spakmannsspjörum
Golfhringur með Birgi Leifi
Veiði í Laxá í Kjós með gistingu og mat
Ragnheiður Arngrímsdóttir ljósmyndari kemur heim og tekur myndir.
Flugferð fyrir þrjá með Ómari Ragnarssyni
Halló Akureyri - Lúðvík hjá Saga Capital flýgur með hóp norður á Akureyri. Friðrik og frú á Friðriki V taka á móti hópnum og fara með í ferð um sveitina þar sem sótt verður norðlenskt góðgæti sem matreitt verður á veitingastaðnum um kvöldið. Í pakkanum er einnig gisting í eina nótt og dekur.
Hádegismatur með Sveppa og Audda á Fridays
Detox-meðferð f. tvo með Jónínu Ben
Leikmunir úr Latabæ
Persnesk handunnin silkimotta
Það eru margar kræsingar þarna.
Ég held að þetta verði allt mjög skemmtilegt og vonandi að fullt af peningum komi inn svo við getum hafist handa við að kaupa nýja skólahúsið í Sanaa.
Margir hafa boðist til að baka Fatimukökur og/eða vinna. Ég vona að fleiri baki Fatimukökur. Ein myndarfrú úr Borgarfirðinum kom með sextán í gær. Hún Elva í Holti í Lundarreykjadal. Maður hlýtur að hrópa húrra fyrir þessu.
Ætlast ekki til að þið bakið 16 en þyrftum að ná svona 20 í viðbót því við verðum að reikna með að margir vilji kaupa.
Auðvitað verður sérstök Miðausturlandaverslun með slæðum og skjölum, skarti, teikningum eftir krakkana, munir eftir konurnar í fullorðinsfræðslu. Upplýsingablöð um þetta ævintýri. Kjólar og silfurslegnir jambia ofl ofl ofl
En ég bið sem sagt um fleiri til að vinna og nokkrar Fatímukökur. Takk fyrir
Við megum þó ekki gleyma okkur í sælunni
Mánaðamót nálgast og þá skulu Líbíufarar beggja ferða gera upp. Ég sendi fyrir síðustu greiðslu nákvæmt yfirlit til allra um hvað þeir ættu ógreitt. Hafi það nú af einhverjum sérkennilegum ástæðum týnst þá gjörið svo vel og hafa samband.
Ég óska eftir að menn ljúki greiðslu á réttum tíma því ég þarf að ganga frá öllum endum áður en ég fer með hópinn til Jórdaníu og Sýrlands 7.sept. Muna þetta, ljúfurnar. Sumir hafa gert upp. Það er þakkarvert. Meirihlutinn á eftir síðustu greiðslu og ekki skal gleymt gistingunni í London og eins manns herbergismálum.
niðurlag í bili
Gefið ykkur fram í vinnu/bakstur og svo vantar enn nokkur börn styrkarmenn. Bæst hafa við nokkrir nýir þar sem fyrri hafa sumir ekki látið mig vita.
Nouria verður að hafa það á hreinu því hún er að skrá börnin í skólann og verður að vita hvort þau fá styrktarfólk eða ekki. Það er mér gáta af hverju fólk tjáir sig ekki. Það eiga allir að vita að þeir verða að staðfesta stuðninginn.
Margblessuð í bili.
Sunday, August 24, 2008
Sumariðja krakkanna og fleiri vinnufúsar hendur óskast
Sæl öll
Silfrið í höfn og fögnum því.
Fólk hefur sýnt mikinn velvilja í að tilkynna vinnuframlag um næstu helgi og vantar þó fleiri,elskurnar mínar. Vinsamlegast látið vita, ég er að bauka við að ganga frá skipulegum vinnulista, bæði fyrir föstudag og laugardaginn. Trúlega verður opið á sunnudag 31. frá 1-5 og við þurfum líka að biðja um aðstoð við þann dag.
Í kvöld er hópur í Síðumúla eina ferðina enn, nú að verðmerkja og allt mögulegt. Það eru margar hendur sem koma að þessu verki. En ég hef líka trú á því að allt gangi eins og í sögu.
Vantar líka fleiri tilkynningar um Fatimukökur.
Viðtöl og fleira upp á síðkastið hafa skilað nokkrum styrktarmönnum og þó nokkrum sem þegar hafa lagt fram peninga. Allt sýnir þetta rausn og góðvild sem ég þakka kærlega.
Yngsti stuðningsmaðurinn fram að þessu hefur gefið sig fram, Þórbergur Logi Björnsson. Hann er 4 ára og hefur eignast fóstbróðurinn Aram Abdulkarem Abdo Omear sem er nýlega sjö ára. Flott hjá Loga. Allt í sparibauknum fer í þetta næsta árið hjá honum.
Hér er svo bréf sem barst frá Nouriu í dag. Tekið skal fram að kostnaðurinn við alla þessa iðju og námskeið er innifalinn í þeim peningum sem við greiðum.
Newsletter summer 2008
Dear sponsors, thank you for your ongoing support!
This summer was particularly colourful. A big celebration marked the end of the year and the successful completion of the course. Children performed plays and sang. Gifts were distributed to all the students.
Sports
A soccer game was organised and held at the Juvenile Centre between YERO's children and the Juvenile Centre Team. YERO’s team won the cup for the second consecutive year. To encourage children to discover various sports, a billiard and a basket were installed in YERO’s playground. Basketballs and volleyballs were provided as well.
Outings
The children of YERO were granted a special permission to visit Al Salah mosque (Mosque funded by the Yemeni president Al Salah) which will open during Ramadan (Holy month for Muslims). A visit to the Yemen National Museum was organized, the children particularly enjoyed the exhibition on Socotra Island ( A beautiful island off the coast of Yemen). A trip to Beni Matar is planned for the end of the summer: it’s a chance for the children to travel out of Sana’a for a day. A group of deserving students spent a day at Happy Land, a recreational park, for entertainment and a dinner.
Art
The summer holiday is an opportunity for children
Interested in arts and handicrafts to pursue their hobby
during their spare time. Children were given the necessary tools to express their creativity and explore.
A talented group of children started to write a monthly magazine/bulletin “Nor” (meaning light) targeting teenagers.
Computer and English classes
To develop the children skills, computer classes were started last year and held throughout the year. The children are taught basic software and applications such as Microsoft Word, Excel, Access and Power Point. An English teacher started teaching English twice a week during the school year and provided classes every day during the summer.
Friday, August 22, 2008
Hreint og beint geggjað
að fylgjast með leiknum við Spánverja áðan. Ég brýt flest prinsipp og geri mér mat úr þessu. Ólafur Stefánsson er náttúrlega kjölfestan, fyrir utan þann galdur sem sá maður býr yfir. Til sálar ekki síður en líkama.
Og eins og aðrir hef ég dálæti á öllum þessum strákum, ég tala nú ekki um Sigfús bangsa og Guðjón Val. Og allir hinir. Mér finnst sniðugt að sjá Loga Geirsson síðustu ár, því ég hef fylgst með handbolta síðan Geir faðir hans var upp á sitt besta. Það var mikill snillingur. En þeir eru ekki líkir í boltanum, feðgarnir þó báðir flottir.
Nú að þessari útrás fenginni: Hef fengið svör frá mjög mörgum sem vilja vinna á markaðnum og hjálpa til við að flytja allan varninginn á föstudag eftir viku. Það er dálítill höfuðverkur en leysist með nokkrum bréfum í viðbót frá ykkur. Bið ykkur að láta frá ykkur heyra og þakka þeim sem þegar hafa gert það.
Þá eru bókaðar hjá mér tæpar 40 Fatimukökur. Þurfum vonandi fleiri. Fljótt að koma ef menn leggja fram eina köku eða tvær. Þessar kökur er best að koma með í Síðumúlann og ég tek þær svo og geymi í frysti þar til í næstu viku.
Sýrlandsfundur í gær var hinn ljúfasti og gagnlegasti. Til þess eru líka þessar sammenkomstur að menn fræðist og geti spurt og hafa allt á hreinu. Takk fyrir það.
Einn þátttakanda átti afmæli og annar hafði átt afmæli daginn áður svo við byrjuðum auðvitað með að syngja afmælissönginn.
Edda Ragnarsd seldi þar sína listilega gerðu punga (og allt rennur í Fatímusjóðinn- tölum ekki um vinnu hennar, auðvitað gefin) og Gulla rukkaði félagsgjald. Svo mauluðum við íranskar hnetur, döðlur og súkkulaðirúsínur með te eða kaffi.
Þá er rétt að taka fram á síðasti móttökutakur varnings er n.k. fimmtudag. Ath það Og við getum ekki tekið við neinu í Perlunni á laugardag nema fólki til að vinna og fólki til að kaupa.
Wednesday, August 20, 2008
Heyrði frá Sofíu í Georgíu - markaðurinn á skriði
Hér eru þau allra haustustu í Kákasuslandaferðinni í fyrra eftir gönguna upp á Kazbeki. Sofía er þriðja frá hægri.
Skrifaði henni um daginn og fékk þetta eftirfarandi í gærkvöldi sem hér með er komið á framfæri til góðkunningja hennar og aðdáenda
Dear Johanna,
you and my friends from Iceland are as attentive as always!!! thank you very much for that!!!
well, I guess you all have a possibility to watch the terrible things happening in My Homeland..
the cruelty of Russian politik is much Deeper than we could ever imagine.. they act as Wild as in 17 TH centuries!!!
their troops are destroying everything that stands on their way.. we have a lot of IDP-s in Tbilisi and among them are my relatives from Gori, my uncle with his family . they are ok as we have capacity to look after them. but my grandparents are still in conflict zone and we worry about them very much!! I hope that, thanks to support from European countries , Russian army will leave Georgia one day and we will have a chance to see my Grandparents
God Saved Georgia For Many Centuries and I'm sure God will save us also Today!!
God Bless you All!!!
Thank you very much for your warm hart and attention!!
with friendly hugs!!
Sofia
P.S. Ill write to you if something changes.
Stuðningsmenn hafa bæst við
Gott að stuðningsmenn hafa bæst við. Enn vantar þó handa vænum hópi en ég hef trú á að það takist allt saman vel og bærilega. Maður sem ekki vill láta nafn síns getið talaði við mig á dögunum og vildi leggja fram lið og daginn eftir hafði hann lagt hundrað þúsund kr. inn á reikninginn. Virktavel má þakka fyrir það.
Allt á fullu vegna markaðarins
Mikil vinna næstu dagana í Síðumúlanum og mikið líf í tuskunum. Ég þarf að vita hverjir geta unnið föstudaginn 29.ág og svo við afgreiðslu á markaðnum 30.ág.
Einnig væri kærkomið ef þeir sem ætla að baka FATIMUKÖKUNA láti mig vita. Við þurfum að hafa skikk á því öllu.
Einnig langar mig að biðja Jemenfara sl. vor að vera svo elskulega að senda mér myndir frá heimsókn í YERO. Hef fengið nokkrar frá Evu og Axel, svo og Gullu en vantar miklu fleiri.
Gulla (og ég í þykjustunni) ætlum að setja inn á kubb nokkur hundruð Jemenmyndir til að láta rúlla í Perlunni þann 30.ág.
Ég er viss um að margir hafa gengið frá sínum myndum og geta sent mér slatta. Væri mjög vinalegt af ykkur og sem allra, allra fyrst.
Öll liðveisla er afar vel þegin. Þar sem myndakvöld Jemenhópa verður ekki fyrr en eftir markaðinn bið ég um þetta núna.
Sýrlandshópur hittist á morgun
Seinni partinn á morgun hef ég svo beðið Sýrlandsfara að koma saman til að sækja miða og ferðagögn og sötra te og borða hnetur og rúsínur. Vona að menn láti það ekki bregðast.
Sunday, August 17, 2008
Þá eru eftir fimmtán - munið tryggingar v/ferða
Hátíðarstúlka í Ghadames í Líbíu
Sælt fólkið allt
Það hafa fossað inn flíkur og hvers kyns gjafir til okkar í Síðumúlann þessa liðnu viku en okkur vantar meira samt og þurfum að taka hressilega á þessar síðustu tvær vikur.
Bið fólk enn að gefa sig fram í afgreiðslu þar og einnig og ekki síður í flutninginn í Perluna 29.ág og afgreiðslu 30.ág.
Við þurfum á öllu að halda til að þetta heppnist.
Þá væri æskilegt að fá yfirsýn yfir Fatimubaksturinn. Þessa köku má sem hægast baka með fyrirvara og geyma í frysti. Viljiði láta mig heyra frá ykkur. Hef sent uppskriftina vítt og breitt og hún liggur einnig frammi í Síðumúlanum.
Hér er uppskriftin, miðað er við venjulega bolla býst ég við. Ég hugsa ég hafi notað of stóra bolla því þessi uppskrift var rífleg í eitt form.
Fatimukaka
1/3 bolli brætt smjör
3 egg
½ bolli sykur
Vanilludropar
½ bolli hveiti
½ teskeið lyftiduft
Sett ofan á
1/3 bolli smjör
½ bolli sykur
1/3 bolli hunang
½ tesk. Kanill
Smyrjið hringlaga kökuform. Hitið ofninn í 200 gráður
Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel og vandlega. Bætið í bræddu smjöri og hrærið
Bætið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið gætilega. Sett í bökunarform og bakið í 10-12 mínútur. Á meðan má bræða smjörið við lágan hita og bætið við hunangi, kanel og sykri. Hrærið vel og þegar það er í þann veginn að sjóða takið þá af pönnunni og hellið yfir kökuna. Setjið hana aftur í ofninn um 15-20 mínútur
Einn bættist við í seinni Líbíuferð en verður ekki hægt að gera meira í því. Hvet alla ferðaþátttakendur til að sjá um að tryggingar séu í lagi ef svo ólíklega vildi til að einhver forföll yrðu. Ferðir eru fullborgaðar af minni hálfu þótt menn eigi eftir eina greiðslu. Dálítið misjafnt hvað menn eiga eftir að borga þar.
Menn skyldu hafa í huga að hótel í London er 8 þús fyrir 2ja manna herb og 11.400 fyrir eins manns og svo er upphæðin fyrir eins manns herb í Líbíuferðinni sem svarar 170 evrum.
Seinni partinn á morgun sendi ég tilkynningu til Sýrlands/Jórdaníufara um hvenær við hittumst á fundi til að afhenda miða og þess háttar.
Varðandi börnin okkar: Enn vantar stuðningsmenn fyrir fimmtán börn, tvo stráka og þrettán stelpur. Bið því nýja elskuríkast að gefa sig fram. T.d. fólk sem hefur stutt fullorðinsfræðsluna. Nú er formi á þeim stuðningi breytt og því væri fínt ef einhverjir sem hafa tekið þátt í því kæmu til liðs við krakkana. Þeir hafa algeran forgang núna.
Allmargir nýir stuðningsmenn hafa tekið að sér þessar stúlkur sem við bætum við, tíu talsins og einnig hafa nýir komið til sögu og styrkja börn þar sem fyrri stuðningsmenn hafa ekki látið í sér heyra og eða tekið sér pásu. Það er allt í góðu. Hafið það bak við eyrun að enginn skuldbindur sig nema til árs í senn. En þá er bara nauðsynlegt að ég viti hverjir draga sig í hlé.
Thursday, August 14, 2008
Í fyrsta, öðru og þriðja lagi og kannski fjórða
Sæl öll
Í fyrsta lagi: Við ákváðum að hafa opið í Síðumúla 15 til að taka á móti varningi alla virka daga frá kl. 12-18, frí á sunnudögum.
En ekki nóg með það: OKKUR VANTAR FÚSAR hendur til að taka á móti og raða upp. Verið svo undursamleg að segja mér hvaða daga þið gætuð verið. Einnig vantar afgreiðslufólk í búntum á prúttmarkaðinn sjálfan. Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur snarlega og þakka virktavel.
Viljiði láta þessar upplýsingar hlaupa til ykkar fólks í öllum áttum.
Í öðru lagi: Ég gekk frá málum vegna Glitnishlaupsins í morgun og menn ættu að fara að skrá sig á FATIMUSJÓÐ - Vina og menningarfélag Miðausturlanda. Einnig heita á hlaupara. Þetta vekur athygli á málstaðnum og hjálpar okkur.
Í þriðja lagi: Sýrlands og Jórdaníufarar verða boðaðir til miða og ferðagagnaafhendingar í næstu viku. Þrír hafa ekki borgað 20 þús. kr. hækkunina, bið þá að gera það í einum bláum.
Í fjórða lagi: Myndakvöld Jemenhópanna verður einhvern fyrstu dagana í september svo næsta pottþétt sé að sem flestir mæti. Sameiginlegt fyrir báða hópana. Læt ykkur vita.
Í fimmta lagi er hér listinn yfir börn og stuðningsmenn. Eins og þið sjáið er þó nokkur hópur barna sem hefur ekki staðfesta stuðningsmenn og því þarf að athuga hvort einhverjir aðrir vilja koma þar til hjálpar. Trúi því ekki að okkur takist ekki að styðja þennan hóp okkar sem er sá sami og í fyrra plús tíu telpukorn.
THE LIST OF ALL JOHANNA CHILDREN
1- (B10) Mohammed Jameel AlSlwee – (Eyþór Björnsson )
2- (B17) Wadee Abdoullah Al Sharabi – ( Gudmundur Petursson )
3 - (B18 ) Jamal Hamid Al Shamree - ( Helga Kristjansdottir )
4- (B 3 ) Rabee Abdoullah Al Sharabi – ( Hogni Eyjolfsson )
5- (B 61) Abdulelah Alawadi - (Sigurlaug M. Jonasdottir )
6- (B 2 ) Adel Moh. Radwan AlHyshary - ( Gudlaug Petursdottir )
7- (B 4) Maher Mohamed Al Radwan – ( Birna Sveinsdottir )
8- (B 105) Abdullah Sameer AlRadee – ( Sif Arnarsdottir )
9 - (B 106) YIHYA NASAER ALANSEE- (Sigríður Halldorsdottir )
10 - (B 107) MAJED YHEIA ALI GALEB ALMANSOER - (Ester Magnúsdóttir)
11- (B 108 ) BADRE YIHYA ALMATARI - Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson
12- (B 109 ) FOUD NAJI ALSALMEE- ( Loftur Sigurjonsson )
13- (B 110 ) BADRE ABDULKAREEM Alansee- Sigrid Lister
14- (B 111 ) ALI NAJEEB Labib Alademe Eva Yngvadottir/Sigurjón Sigurjónsson
15- (B 112 ) IBRAHIM Ahmed Qarase- ( Hrafnhildur Baldursdottir )
16- (B 113 ) BASHEER NABIL Ahmed Abass- ( Alma Hrönn Hrannardottir )
17- (B 30 Nyel Salman Al Shorefi- ( Loftur Sigurjonsson )
18- (B 15 Raad Kamal Al Znome ( Inga Jonsdottir/Thorgils Baldursson )
19- (B 116 ) AYMAN Yassen Mohamed AlShebani – ( Margret H. Audardottir )
20- (B 9) Amjed Daeq Al Namous- ( Ingunn Sigurpalsd/Garpur I.Elisabetarson )
21- (B 48 Galeb Yheia Alansee- ( Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)
22- (B28) Amar Thabet Al Ryashi ( Aslaug Palsdottir/Kristjan Arnarsson )
23- (B 120 ) ADNAN Ahmed Saleh AlHombose- ( Petur Josefsson )
24- (B 29 Hosam Salman Al Shorefi- ( Rikard Brynjolfsson /Sesselja Bjarnadottir)
25. ( B90 ) Yuser Ali Moh. ALOMARI - (Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
26- (B54 ) Hussein Magraba- ( Anita Jonsdottir/Ornólfur Hrafnsson )
27-( B40 ) AHMED ABDULMALIK ALANSEE-(Ingvar Teitsson)
28- (B44 ) MOHAMED NAJI OBAD (Edda Ragnarsdottir)
29- (B 56) MAJED ALOLUWFEE-BaraOlafsdottir/Eirikur Haraldsson
30- (B58) MOHAMED ALOLUWFEE-Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson
31. B35 Mohammed Hasan Alshameri- Ásdís Stefánsdóttir
32 B32 Abdulrahman Al Maswari – Guðný Ólafsdóttir
33. B37 Yaser Yheia Alansee- Axel Guðnason
34. B 62 Ahmed Noman Alwadi- Guðjón Guðmundsson
35. Amjad Derhem Al Selwi – Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir
36. B 99 Karam Abdullah Karem Abdo Amear- Þórbergur Logi Björnsson(4ra ára)
37. B 115) Nasr Gihad Mohammed Alhamadi- ( Magnús og Bára)
38. B 117 Jamal Sadique Mohammed Alsharabei(Æsa G.Bjarnadóttir/Sverrir Jakobsson)
TOTAL OF ALL BOYS IS ( 38 BOYS )
Girls 2008-2009
1- (G 105 ) Asma Moh.Shiek= ( Ásdis Halla Bragadóttir )
2- (G106 ) Ranya Yessin Al Shebani- ( Adalbjorg Karlsdottir )
3- (G 107 REEM Yessin Al Shebani- (Kolbrun Vigffusdottir )
4- (G 108 ) Heba Yessin Al Shebani= (Frida Bjornsdottir )
5- (G 109 ) Soha Hamed Al Hashamee= (Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
6- (G110 ) Sameha Hamed Al Hashame= ( Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
7- (G 11 ) Rehab Hussan Al Shameri= ( Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson )
8- (G 8) Hamda Jamae Mohamed (Ólöf Sylvia Magnúsdóttir)
9- (G 113 ) Raqed Kamal Al Zonome= (Audur Finnbogadottir )
10- (G114 ) Hadeel Kamal Al Zonome= (Kolbra Hoskuldsd/Magdalena Sigurd)
11- (G 98) Ayda Abdullah Alansee – Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
12- (G 79 Garam Abdullah Alsharabi -(Asdis Halla Bragadottir)
13- (G 36 Sara Tabet Alryashi
14- (G 118 ) Hanan Galeb Al Mansoor= ( Herdis Kristjansdottir )
15- (G119 ) Shada Yihia Galeb Al Mansoor= (Margret Gudmundsdottir/Brynjolfur Kjartansson)
16- (G120 ) Hayet Yihia Galeb Al Mansoor= ( Erla V. Kristjansson )
17- (G 121 ) Ahlam Abdoullah Al Keybsee= ( Birna Sveinsdottir )
18- ( G3 ) Saadah Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
19. (G4 ) TaHanee Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
20. ( G5 ) Kholad Moh. Ali AlRemee= (Stella Stefansdottir )
21. (G6 )Abir Abdo AlZabidi- ( Olof Arngrimsdottir )
22. (G 9 ) Takeyah Moh. Al Matari= ( Dominik Pledel Jonsson )
23 – (G11 ) Hind Bo Belah= ( Gudrun Olafsdottir )
24-( G 12 ) Bushra Ali Ahmed AlRemee= Linda Björk Guðrúnardóttir
25.( G15 )Fatten Bo Belah= (Gudrun Halla Gudmundsdottir )
26.( G17) Ahlam Abdulhamid AlDobib= (Ingveldur Johannesdottir )
27. ( G19 ) Sara Moh. Aleh AlRemei= ( Sigridur G. Einarsdottir)
28 – (G20 ) Shemah Abdulhakim Al Joned-(Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
29. ( G21 ) Hyefa Salman Al Sharifi- (Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
30.( G22 ) Rawia Ali Hamood AlJobi- (Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)
31. ( G 23 ) Hayat Moh. Al Matari – ( Inga Hersteinsdottir )
32- (G25 ) Rasha Abdohizam AlQadsi- ( Hulda Waddel/Örn Valsson )
33. ( G27 ) Leebia Mohmed AlHamery – ( Gudlaug Petursdottir )
34. (G 29 ) NASEEM , Abdulhakim Al joned = (Johanna Kristjonsdottir )
35- (G 30 ) Yesmin Jamil AlSalwee- (Gudrun Sverrisdottir)
36.( G32 )Hanan Mohamed Al Matari- ( Jona Einarsd/Jon H. Halfdanarson )
37. (G34 )Gedah Mohamed Al Naser- ( Thora Jonasdottir )
38. ( G35 )Suzan Mohamed Al Hamley-(Ingunn Mai Friðleifsdottir)
39. ( G37 ) Fairouz Mohamed Al Hamayari- ( Ragnhildur Arnadottir )
40.( G39 ) Sara Mohmed Al Hamli- Sigrún Sigurðardóttir
41.( G40 ) Hanak Mohamed Al Matari –( Ragnheidur Gyda, Oddrun Vala and Gudrun Valgerdur)
42.( G 41 ) Ahlam Yahya Hatem – ( Birna Karlsdottir )
43- ( G42 )Bdore Nagi Obad- (Maria Kristleifsdottir )
44.( G46 )Bushra Sharaf AlKadsee- ( Catherine Eyjolfsson )
45.( G 47) Fatten Sharaf AlKadsee-( Bjarnheidur Gudmundsdottir)
46.( G 48) Gada Farooq Al Shargabi-( Gudridur H. Olafsdottir )
47.( G 49 ) Sabreen Farooq Al Shargabi- (Gudrun Sesselja Gudjonsdottir )
48 ( G50 ) Fatima Abdullah AlKabass- ( Ragnheidur Jonsdottir )
49.(G52 ) Safwa Sadak AlNamoas- ( Svala Jonsdottir )
50.( G53 ) Fatima Samir Al Radee- ( Sigrun Tryggvadottir )
51. ( G54 ) Reem Farooq Al Shargabi- ( Valdis B. Gudmundsd/Halldora Petursd )
52.( G55 ) Amal Abdulhizam AlKadasi- (Vaka Haraldsdóttir)
53. (G56 ) Maryam Saleh AlJumhree- ( Valborg Sigurdardottir )
54-( G62 ) Asma Ahmed Attea- ( Herdis Kristjansdottir )
55. ( G61 ) Aida Yeheia AlAnsee- (Birna Sveinsdottir )
56 (.G 64 ) Samar Yeheia ALHAYMEE - ( Bryndis Simonardottir )
57.( G 65 ) EntedAR t Hamid Al Harbee- ( Sjofn Oskarsdottir/Arni Gunnarsson)
58. ( G68 ) Toryah Yeheia Aoud - (Kristín Einarsdóttir)
59. ( G71 ) Hanadi AbdulMalek Alansee- ( Ingvar Teitsson )
60 (.G90 ) Nawal Mohamed AlHymee- ( Rannveig Gudmundsdottir/Sverrir Jónsson )
61 (G 102 )Tarwa Yusaf AlSame- ( Kristin B. Johannsdottir )
62. ( G24 ) Safa Jamil Al Salwee- (Guðrún Erla Skúladóttir)
63 (.G95 )Amna Kasim RezQ Aljofee- ( Hjallastefnan/Margret P. Ólafsdottir )
64 (G97 ) Amani Abdulkareem Alunsee- ( Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
65.( G103 ) Zaynab Yaheia AlHaymee (-Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
66 (.G 94 ) Sumah Hameed ALHASHEMEE- ( Ragnhildur Árnadottir )
67- (G59 ) Sumyah Galeb Al Jumhree- ( Valgerdur Kristjonsdottir )
68 (.G10 ) Uesra Mohamed Alremee- ( Birta Bjornsdottir)
69. ( G 7) Bashayeer Nabil Abbas (Adalheidur Bragadottir)
70. (G60 ) Aysha Abdallah Kareem ALANSEE – ( Birna Sveinsdottir )
71(.G101 ) Arzaq Hussan AlHymee- (Gudbjorg Arnadottir/Gudmundur Sverrisson )
72. G 104 Rasha Abdulmalik Alansee ( Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson)
73. G 38 Bushra Ali Abdo Omar (Anna Karen Juliusen)
74. G75 Shymaa Al Shamere (Kristin Asgeirsd Johansen)
75. G76 Sara Mohammed Aljalal (Elin Agla Briem/Hrafn Jokulsson)
76 (G77 Entesar Yeheia Alradee ( Vilborg Sigurðardóttir/ Vikar Pétursson)
77. (G26) Leqaa Yaseen Alshybani – Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss
78 (G31) Reem Abdo Alkyshani- Þorgerður og Kristján Edvardss
79. G33) Ola Mohame Abdoalalim
80. G51 Azhar A Albadani - Helga Sverrisd
81. G122 Khadeja Naser Al Ansee (Ásta Pjetursdóttir)
82.G 13 Nusaiba Jamil Sharaf Alsalwee ( Þorgerður Sigurjónsdóttir)
83.G 116 Thuraia Jamil Sharaf Alsalwee(Herdís Jónsdóttir)
84.G43 Reda Yehya Alansee (María Sigurðardóttir/ Jón Hjartarson)
85.G44 Shada Yousuf Mohm. Alsamee( Jarlsstadavalkyrjurnar)
86.G45 Anisa Qasim Reza Aljofee (Ína Illugadóttir)
87.G81 Hekmat Amin Alkamel (Hervör Jónasd/Helgi Ágústsson)
88. G84) Haseina Nasr Mohm. Alansee( Herdís Kristjánsdóttir)
89. G112 Lowza Mohamed Ahmed Omar ( Matthildur Ólafsdóttir/Ágúst Valfells)
90. G115 Fayuma Nasr Ahmed AlJakey( Eygló og Eiður Guðnason)
91. G 117Tagreed Ahmed Abdullah Ayash( Sveinbörg Sveinsdóttir)
92. G 124 Maram Amin Ahmed Alkamel (Edda Gíslad/Þröstur Laxdal)
93. G 125 Hanan Gihad Mohammed Alhamadi (Ragnheiður Hrafnkelsdóttir)
Alls 131 barn
Í fyrsta lagi: Við ákváðum að hafa opið í Síðumúla 15 til að taka á móti varningi alla virka daga frá kl. 12-18, frí á sunnudögum.
En ekki nóg með það: OKKUR VANTAR FÚSAR hendur til að taka á móti og raða upp. Verið svo undursamleg að segja mér hvaða daga þið gætuð verið. Einnig vantar afgreiðslufólk í búntum á prúttmarkaðinn sjálfan. Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur snarlega og þakka virktavel.
Viljiði láta þessar upplýsingar hlaupa til ykkar fólks í öllum áttum.
Í öðru lagi: Ég gekk frá málum vegna Glitnishlaupsins í morgun og menn ættu að fara að skrá sig á FATIMUSJÓÐ - Vina og menningarfélag Miðausturlanda. Einnig heita á hlaupara. Þetta vekur athygli á málstaðnum og hjálpar okkur.
Í þriðja lagi: Sýrlands og Jórdaníufarar verða boðaðir til miða og ferðagagnaafhendingar í næstu viku. Þrír hafa ekki borgað 20 þús. kr. hækkunina, bið þá að gera það í einum bláum.
Í fjórða lagi: Myndakvöld Jemenhópanna verður einhvern fyrstu dagana í september svo næsta pottþétt sé að sem flestir mæti. Sameiginlegt fyrir báða hópana. Læt ykkur vita.
Í fimmta lagi er hér listinn yfir börn og stuðningsmenn. Eins og þið sjáið er þó nokkur hópur barna sem hefur ekki staðfesta stuðningsmenn og því þarf að athuga hvort einhverjir aðrir vilja koma þar til hjálpar. Trúi því ekki að okkur takist ekki að styðja þennan hóp okkar sem er sá sami og í fyrra plús tíu telpukorn.
THE LIST OF ALL JOHANNA CHILDREN
1- (B10) Mohammed Jameel AlSlwee – (Eyþór Björnsson )
2- (B17) Wadee Abdoullah Al Sharabi – ( Gudmundur Petursson )
3 - (B18 ) Jamal Hamid Al Shamree - ( Helga Kristjansdottir )
4- (B 3 ) Rabee Abdoullah Al Sharabi – ( Hogni Eyjolfsson )
5- (B 61) Abdulelah Alawadi - (Sigurlaug M. Jonasdottir )
6- (B 2 ) Adel Moh. Radwan AlHyshary - ( Gudlaug Petursdottir )
7- (B 4) Maher Mohamed Al Radwan – ( Birna Sveinsdottir )
8- (B 105) Abdullah Sameer AlRadee – ( Sif Arnarsdottir )
9 - (B 106) YIHYA NASAER ALANSEE- (Sigríður Halldorsdottir )
10 - (B 107) MAJED YHEIA ALI GALEB ALMANSOER - (Ester Magnúsdóttir)
11- (B 108 ) BADRE YIHYA ALMATARI - Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson
12- (B 109 ) FOUD NAJI ALSALMEE- ( Loftur Sigurjonsson )
13- (B 110 ) BADRE ABDULKAREEM Alansee- Sigrid Lister
14- (B 111 ) ALI NAJEEB Labib Alademe Eva Yngvadottir/Sigurjón Sigurjónsson
15- (B 112 ) IBRAHIM Ahmed Qarase- ( Hrafnhildur Baldursdottir )
16- (B 113 ) BASHEER NABIL Ahmed Abass- ( Alma Hrönn Hrannardottir )
17- (B 30 Nyel Salman Al Shorefi- ( Loftur Sigurjonsson )
18- (B 15 Raad Kamal Al Znome ( Inga Jonsdottir/Thorgils Baldursson )
19- (B 116 ) AYMAN Yassen Mohamed AlShebani – ( Margret H. Audardottir )
20- (B 9) Amjed Daeq Al Namous- ( Ingunn Sigurpalsd/Garpur I.Elisabetarson )
21- (B 48 Galeb Yheia Alansee- ( Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)
22- (B28) Amar Thabet Al Ryashi ( Aslaug Palsdottir/Kristjan Arnarsson )
23- (B 120 ) ADNAN Ahmed Saleh AlHombose- ( Petur Josefsson )
24- (B 29 Hosam Salman Al Shorefi- ( Rikard Brynjolfsson /Sesselja Bjarnadottir)
25. ( B90 ) Yuser Ali Moh. ALOMARI - (Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
26- (B54 ) Hussein Magraba- ( Anita Jonsdottir/Ornólfur Hrafnsson )
27-( B40 ) AHMED ABDULMALIK ALANSEE-(Ingvar Teitsson)
28- (B44 ) MOHAMED NAJI OBAD (Edda Ragnarsdottir)
29- (B 56) MAJED ALOLUWFEE-BaraOlafsdottir/Eirikur Haraldsson
30- (B58) MOHAMED ALOLUWFEE-Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson
31. B35 Mohammed Hasan Alshameri- Ásdís Stefánsdóttir
32 B32 Abdulrahman Al Maswari – Guðný Ólafsdóttir
33. B37 Yaser Yheia Alansee- Axel Guðnason
34. B 62 Ahmed Noman Alwadi- Guðjón Guðmundsson
35. Amjad Derhem Al Selwi – Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir
36. B 99 Karam Abdullah Karem Abdo Amear- Þórbergur Logi Björnsson(4ra ára)
37. B 115) Nasr Gihad Mohammed Alhamadi- ( Magnús og Bára)
38. B 117 Jamal Sadique Mohammed Alsharabei(Æsa G.Bjarnadóttir/Sverrir Jakobsson)
TOTAL OF ALL BOYS IS ( 38 BOYS )
Girls 2008-2009
1- (G 105 ) Asma Moh.Shiek= ( Ásdis Halla Bragadóttir )
2- (G106 ) Ranya Yessin Al Shebani- ( Adalbjorg Karlsdottir )
3- (G 107 REEM Yessin Al Shebani- (Kolbrun Vigffusdottir )
4- (G 108 ) Heba Yessin Al Shebani= (Frida Bjornsdottir )
5- (G 109 ) Soha Hamed Al Hashamee= (Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
6- (G110 ) Sameha Hamed Al Hashame= ( Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
7- (G 11 ) Rehab Hussan Al Shameri= ( Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson )
8- (G 8) Hamda Jamae Mohamed (Ólöf Sylvia Magnúsdóttir)
9- (G 113 ) Raqed Kamal Al Zonome= (Audur Finnbogadottir )
10- (G114 ) Hadeel Kamal Al Zonome= (Kolbra Hoskuldsd/Magdalena Sigurd)
11- (G 98) Ayda Abdullah Alansee – Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
12- (G 79 Garam Abdullah Alsharabi -(Asdis Halla Bragadottir)
13- (G 36 Sara Tabet Alryashi
14- (G 118 ) Hanan Galeb Al Mansoor= ( Herdis Kristjansdottir )
15- (G119 ) Shada Yihia Galeb Al Mansoor= (Margret Gudmundsdottir/Brynjolfur Kjartansson)
16- (G120 ) Hayet Yihia Galeb Al Mansoor= ( Erla V. Kristjansson )
17- (G 121 ) Ahlam Abdoullah Al Keybsee= ( Birna Sveinsdottir )
18- ( G3 ) Saadah Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
19. (G4 ) TaHanee Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
20. ( G5 ) Kholad Moh. Ali AlRemee= (Stella Stefansdottir )
21. (G6 )Abir Abdo AlZabidi- ( Olof Arngrimsdottir )
22. (G 9 ) Takeyah Moh. Al Matari= ( Dominik Pledel Jonsson )
23 – (G11 ) Hind Bo Belah= ( Gudrun Olafsdottir )
24-( G 12 ) Bushra Ali Ahmed AlRemee= Linda Björk Guðrúnardóttir
25.( G15 )Fatten Bo Belah= (Gudrun Halla Gudmundsdottir )
26.( G17) Ahlam Abdulhamid AlDobib= (Ingveldur Johannesdottir )
27. ( G19 ) Sara Moh. Aleh AlRemei= ( Sigridur G. Einarsdottir)
28 – (G20 ) Shemah Abdulhakim Al Joned-(Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
29. ( G21 ) Hyefa Salman Al Sharifi- (Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
30.( G22 ) Rawia Ali Hamood AlJobi- (Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)
31. ( G 23 ) Hayat Moh. Al Matari – ( Inga Hersteinsdottir )
32- (G25 ) Rasha Abdohizam AlQadsi- ( Hulda Waddel/Örn Valsson )
33. ( G27 ) Leebia Mohmed AlHamery – ( Gudlaug Petursdottir )
34. (G 29 ) NASEEM , Abdulhakim Al joned = (Johanna Kristjonsdottir )
35- (G 30 ) Yesmin Jamil AlSalwee- (Gudrun Sverrisdottir)
36.( G32 )Hanan Mohamed Al Matari- ( Jona Einarsd/Jon H. Halfdanarson )
37. (G34 )Gedah Mohamed Al Naser- ( Thora Jonasdottir )
38. ( G35 )Suzan Mohamed Al Hamley-(Ingunn Mai Friðleifsdottir)
39. ( G37 ) Fairouz Mohamed Al Hamayari- ( Ragnhildur Arnadottir )
40.( G39 ) Sara Mohmed Al Hamli- Sigrún Sigurðardóttir
41.( G40 ) Hanak Mohamed Al Matari –( Ragnheidur Gyda, Oddrun Vala and Gudrun Valgerdur)
42.( G 41 ) Ahlam Yahya Hatem – ( Birna Karlsdottir )
43- ( G42 )Bdore Nagi Obad- (Maria Kristleifsdottir )
44.( G46 )Bushra Sharaf AlKadsee- ( Catherine Eyjolfsson )
45.( G 47) Fatten Sharaf AlKadsee-( Bjarnheidur Gudmundsdottir)
46.( G 48) Gada Farooq Al Shargabi-( Gudridur H. Olafsdottir )
47.( G 49 ) Sabreen Farooq Al Shargabi- (Gudrun Sesselja Gudjonsdottir )
48 ( G50 ) Fatima Abdullah AlKabass- ( Ragnheidur Jonsdottir )
49.(G52 ) Safwa Sadak AlNamoas- ( Svala Jonsdottir )
50.( G53 ) Fatima Samir Al Radee- ( Sigrun Tryggvadottir )
51. ( G54 ) Reem Farooq Al Shargabi- ( Valdis B. Gudmundsd/Halldora Petursd )
52.( G55 ) Amal Abdulhizam AlKadasi- (Vaka Haraldsdóttir)
53. (G56 ) Maryam Saleh AlJumhree- ( Valborg Sigurdardottir )
54-( G62 ) Asma Ahmed Attea- ( Herdis Kristjansdottir )
55. ( G61 ) Aida Yeheia AlAnsee- (Birna Sveinsdottir )
56 (.G 64 ) Samar Yeheia ALHAYMEE - ( Bryndis Simonardottir )
57.( G 65 ) EntedAR t Hamid Al Harbee- ( Sjofn Oskarsdottir/Arni Gunnarsson)
58. ( G68 ) Toryah Yeheia Aoud - (Kristín Einarsdóttir)
59. ( G71 ) Hanadi AbdulMalek Alansee- ( Ingvar Teitsson )
60 (.G90 ) Nawal Mohamed AlHymee- ( Rannveig Gudmundsdottir/Sverrir Jónsson )
61 (G 102 )Tarwa Yusaf AlSame- ( Kristin B. Johannsdottir )
62. ( G24 ) Safa Jamil Al Salwee- (Guðrún Erla Skúladóttir)
63 (.G95 )Amna Kasim RezQ Aljofee- ( Hjallastefnan/Margret P. Ólafsdottir )
64 (G97 ) Amani Abdulkareem Alunsee- ( Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
65.( G103 ) Zaynab Yaheia AlHaymee (-Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
66 (.G 94 ) Sumah Hameed ALHASHEMEE- ( Ragnhildur Árnadottir )
67- (G59 ) Sumyah Galeb Al Jumhree- ( Valgerdur Kristjonsdottir )
68 (.G10 ) Uesra Mohamed Alremee- ( Birta Bjornsdottir)
69. ( G 7) Bashayeer Nabil Abbas (Adalheidur Bragadottir)
70. (G60 ) Aysha Abdallah Kareem ALANSEE – ( Birna Sveinsdottir )
71(.G101 ) Arzaq Hussan AlHymee- (Gudbjorg Arnadottir/Gudmundur Sverrisson )
72. G 104 Rasha Abdulmalik Alansee ( Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson)
73. G 38 Bushra Ali Abdo Omar (Anna Karen Juliusen)
74. G75 Shymaa Al Shamere (Kristin Asgeirsd Johansen)
75. G76 Sara Mohammed Aljalal (Elin Agla Briem/Hrafn Jokulsson)
76 (G77 Entesar Yeheia Alradee ( Vilborg Sigurðardóttir/ Vikar Pétursson)
77. (G26) Leqaa Yaseen Alshybani – Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss
78 (G31) Reem Abdo Alkyshani- Þorgerður og Kristján Edvardss
79. G33) Ola Mohame Abdoalalim
80. G51 Azhar A Albadani - Helga Sverrisd
81. G122 Khadeja Naser Al Ansee (Ásta Pjetursdóttir)
82.G 13 Nusaiba Jamil Sharaf Alsalwee ( Þorgerður Sigurjónsdóttir)
83.G 116 Thuraia Jamil Sharaf Alsalwee(Herdís Jónsdóttir)
84.G43 Reda Yehya Alansee (María Sigurðardóttir/ Jón Hjartarson)
85.G44 Shada Yousuf Mohm. Alsamee( Jarlsstadavalkyrjurnar)
86.G45 Anisa Qasim Reza Aljofee (Ína Illugadóttir)
87.G81 Hekmat Amin Alkamel (Hervör Jónasd/Helgi Ágústsson)
88. G84) Haseina Nasr Mohm. Alansee( Herdís Kristjánsdóttir)
89. G112 Lowza Mohamed Ahmed Omar ( Matthildur Ólafsdóttir/Ágúst Valfells)
90. G115 Fayuma Nasr Ahmed AlJakey( Eygló og Eiður Guðnason)
91. G 117Tagreed Ahmed Abdullah Ayash( Sveinbörg Sveinsdóttir)
92. G 124 Maram Amin Ahmed Alkamel (Edda Gíslad/Þröstur Laxdal)
93. G 125 Hanan Gihad Mohammed Alhamadi (Ragnheiður Hrafnkelsdóttir)
Alls 131 barn
Tuesday, August 12, 2008
Fjölmiðlaveislan í dag lukkaðist öldungis ágætlega
Nokkrar af myndum krakkanna okkar- þær verða seldar á markaðnum og Fatimukökur höfðu verið bakaðar í eftirrétt
Ljósm Björg Vigfúsdóttir
Fjölmiðlaveislan okkar í Síðumúla í dag gekk eins og í lygasögu. Afslappaðir og áhugasamir fjölmiðlamenn streymdu þangað, svo og ýmsir góðir gestir, þekkt fólk sem hafði verið beðið að leggja eitthvað af mörkum.
Ég get ekki talið öll þau dýrindi upp en nefni örfá og vona ég móðgi engan þótt ég muni ekki allt í augnablikinu.
Kogga gaf málverk eftir mann sinn, Magnús listmálara Kjartansson, heitinn og hún og Edda Jónsdóttir gáfu einnig einstaklega falleg leirlistaverk sem þær höfðu unnið í sameiningu, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kom með skrautskó og skart sem hún hafði borið í fegurðarkeppi ytra, Gerður Kristný færði okkur bókagjöf, Baltasar og Lilja voru með eintök af Mýrinni og fatnað. Sigríður Snævarr kom með merkiskjóla sem hún hefur klæðst við ýmsar opinberar athafnir, Rut Ingólfsdóttir með mjög sérstaka og flotta kjóla, Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir gáfu jakka, Tryggvi Guðmundsson tískugallbuxur, Þórunn Sveinbjarnardóttir með gamalt og geggjað bjútíbox, Kristján Kristjánsson með Hugo Boss föt, Regína Ósk með undurfallega tösku og eiginlega er endalaus upptalningin.
Þá fannst mér til um heimsókn ungs drengs í skóla Hjallastefnunnar- vinaskóla YEROmiðstöðvarinnar- Árna Þórs sem gaf eftirlætisbókina sína.
Og svona mætti áfram telja.
Ásdís Halla bauð gesti velkomna og svo sagði ég nokkur orð.
Aðgerðarhópurinn hafði undirbúið allt listilega, matur og gos á boðstólum, myndir frá Jemen rúlluðu á tjaldi og tónlist hljómaði. Svo lágu frammi upplýsingablöð um markaðinn og Jemenverkefnið.
Hópurinn sem vinnur að markaðnum. Allmargar skörungskonur vantar þó á myndina.
Ljósmynd Björg Vigfúsdóttir
Seinni hluta dags héldu svo áfram að streyma til okkar fínar gjafir, hópur mætti til að sortéra og flokka af miklum dugnaði.
Athugið að það verður opið miðvikudag í Síðumúlanum kl. 16 í dag og til klukkan 20.
Endilega trítlið á staðinn. Vinnið við að flokka og merkja og fá ykkur hressingu og góðan félagsskap.
Þá langar mig enn að benda stuðningsforeldrum á að gefa sig fram því enn eru 20 eða 25 börn ekki með staðfestan styrk.
Og í leiðinni: vegna þessara ömurlegu mála í Georgíu sendi ég imeil til hennar Soffíu, indælu leiðsögustúlkunnar okkar. Hef ekki fengið svar en vona að hún og fjölskylda hennar séu óhult. Skilaði til hennar góðum kveðjum frá Kákasushópnum sl. ár.
Sunday, August 10, 2008
Lokaspretturinn fyrir markaðinn hafinn------
Mynd frá YEROmiðstöðinni. JK
Sæl öll
Þá er að hefjast lokaspretturinn fyrir markaðinn okkar þann 30.ágúst í Perlunni svo við getum búið börnunum okkar og konunum, kennurum og öðrum sem að því koma
betri aðstöðu. Í stuttu máli: keypt nýtt hús.
Aðgerðarhópurinn kvennanna undir forystu Sigþrúðar Ármann, Ásdísar Höllu, Hlínar Sverrisdóttur, Margrétar Pálu, Rannveigar Guðmundsdóttur og fleiri hefur lagt dag við nótt að safna hugmyndum og framkvæma þær, undirbúa og skipuleggja.
EN VIÐ ÞURFUM AÐ FÁ FLEIRI í lið með okkur til að gefa varning, vinna á markaðnum þann 30.ág, sortera og verðmerkja, baka Fatímukökur og koma út til sem flestra að þetta stendur fyrir dyrum.
Á þrðjudag kl. 16-20 og miðvikudag á sama tíma, fimmtudag kl 11-13 verður tekið á móti hlutum, fötum nýjum sem notuðum, skrauti, munum af öllu tagi. Allt skal vera vandað og hreint og eftirsóknarvert.
Fjölmiðlakynning verður á þriðjudag og vonandi að fjölmiðlar geri þessu máli góð og hressileg skil. Margir mjög kröftugir og þekktir einstaklingar leggja okkur lið og þar nefni ég t.d. Vigdísi Finnbogadóttur, Friðrik Sophusson og Sigríði Dúnu, Daníel Haraldsson og Gabrielu Friðrikdsdóttur, Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttur, Baltasar Kormák og Lilju Pálmadóttur, Krumma í Mínus, Svöfu Grönfeldt, knattspyrnumennina Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og Tryggva Guðmundsson, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Þórunni Sveinbjarnardúttur, Andreu Róbertsd og ótal marga fleiri. Allt ætlar þetta fólk - og fleira að gefa á markaðinn og styðja málið með ráðum og dáð. Og gleymi ég ekki öllum þeim ötulu VIMAfélögum sem hafa þegar gefið á markaðinn, boðið sig fram í vinnu, ætla að láta varning á markaðinn osfrv.
Einnig verður uppboð á málverkum, persneskri silkimottu, listaverki eftir einn frægasta listamann þjóðarinnar nú - sem ég segi frá ögn síðar hver er -og ég veit ekki hvað.
Er rétt að byrja að setja mig inn í þetta eftir að hafa verið í leti og berjamó og fjölskyldusamveru í Trékyllisvík.
Margt þarf að gera á þessum skamma tíma sem er fram að markaði og ég treysti á velvilja og hjálp ykkar VIMAfélaga og annarra sem styðja okkur gegnum þykkt og þunnt.
Þá er gott að gera þess að tveir stuðningsmenn til viðbótar hafa staðfest að þeir styrki sín börn áfram og þrír nýir hafa bæst við.
Vonast til að sjá sem allra flesta koma með eitthvað til okkar í Síðumúlann.
Thursday, August 7, 2008
Koma svo-------------
Góðan dag
Það er opið í Síðumúla 15(gengið niður fyrir húsið austanmegin) milli 11-13 í dag til að taka á móti varningi á markaðinn. Drífa sig í skápana og síðan upp í Síðumúla. Þetta gengur afskaplega vel. Næsti opnunardagur er svo á þriðjudag milli 16-20. Hvet alla velunnara til að leggjast á eitt.
Varningur frábær er þegar kominn, vantar meira, elskurnar mínar.
Bið alla bakarana að láta mig vita hvort þeir ætla að gera FATIMUKÖKU og þá etv tvær?
Uppskriftir liggja frammi í Síðumúla og einnig get ég sent ykkur uppskriftina.
Var að koma úr bankanum að senda fyrsta skammtinn til Nouriu, fyrir 30 börn.Vil svo biðja þá sem ætla að borga í einu lagi að gera það fljótlega, sendi næst um 20.ág.
Svo eru nýir foreldrar sem fá plögg um börnin sín í pósti á morgun. Aðrir fá þau þegar skráningu lýkur
En ég furða mig óneitanlega á því að enn skuli vera um 30 börn sem ekki hafa stuðningsmenn. Hvar eruð þið? Verið svo góð að láta mig vita ef þið viljið gera hlé á stuðningi. Nú eða fá nýja. Innan tíu daga eiga öll börnin að vera komin með stuðningsmenn. Hvernig væri að stefna að því???
Ég sagði ég liti á það sem persónulega óvirðingu við mig ef Líbíu og Sýrlandsfarar greiddu ekki skv. áætlun. Flestir hafa borgað. Aðrir ekki. Það er akkúrat.
Hyggst hafa sameiginlegt myndakvöld fyrir Jemenhópana s.l. vor. Líður að því ég fari að safna þátttöku.
Nú ætla ég á Strandirnar. Sæl að sinni
Monday, August 4, 2008
Mynd af Hanak fyrstu háskólastúlkunni okkar
Mynd Nouria Nagi
Þetta er Hanak Mohamed AlMatari, fyrsta stúlkan sem studd er af þessum hópi og hefur háskólanám í haust. Það er ekki sjálfgefið að stúlkur á þessum aldri kæri sig um að myndir séu teknar af þeim, með andlit óskýlt. Engin kúgun er þar í gangi heldur er þetta einfaldlega hefð sem stúlkurnar vilja virða. Nouria útskýrði fyrir Hanak að við hefðum áhuga á að fá mynd og hún lét til leiðast.
Hún er 19 ára og hefur notið stuðnings Litlu fjölskyldunnar, þ.e. Ragnheiðar Gyðu Jónsd. Oddrúnar Völu og Guðrúnar Þórarinsdóttur, síðan við byrjuðum að styrkja krakkana fyrir þremur árum.
Ég endurtek það sem ég hef sagt áður að það er mjög merkilegur áfangi að bláfátæk stúlka, sem er komin á giftingaraldur í sínu heimalandi, ákveður að fara í háskóla. Og nema þar hagfræði og stjórnmálavísindi.
Foreldrar hennar sýna henni skilning og styðja hana, þó ekki geti þau gert það peningalega því fjölskyldan er blásnauð eins og raunar allar fjölskyldurnar sem um er að tefla.
Þrjár aðrar systur hennar eru styrktar af Íslendingum, mér skilst að þær stefni allar á háskólanám þegar þær hafa aldur til.
Auk þess á hún fimm bræður og fjölskyldan býr í tveggja herbergja húsnæði í verksmiðju í Hadda útborg Sanaa. Faðirinn fær húsnæðið fyrir gæslustörf þar en engin laun. Móðirin vinnur við ræstingar og hefur sömuleiðis sótt fullorðinsfræðslunámskeiðin.
Ég held það sé óhætt að segja að við erum stolt af Hanak og óskum henni velfarnaðar. Vonandi feta fleiri í hennar fótspðr.
Nouria hefur einnig ýmsar hugmyndir - þ.e. þegar nýja húsið fyrir stöðina í Sanaa verður að veruleika - að bjóða upp á nám í iðngreinum fyrir krakka sem af ýmsum ástæðum fara ekki í háskóla en vilja afla sér starfsmenntunar.
Þetta mætti líka vera okkur hvatning að styðja vel við krakkana. Enn eru um 40 börn sem við höfum styrkt þessi þrjú ár sem vantar stuðningsmenn, þe. styrktarmenn hafa ekki staðfest að þeir haldi áfram með sína krakka. Þar sem fólk skuldbindur sig aðeins ár í senn verð ég að leggja ríka áherslu á að menn láti mig vita hvort þeir ætla að halda áfram. Ef menn hætta af einhverjum ástæðum verður að útvega nýja og bið ég menn gefa sig fram í það. Í pistli hér fyrir neðan eru nöfn krakkanna sem eru ekki komin með stuðningsmenn.
Saturday, August 2, 2008
Líbíuáætlun og dagsetningar - ítreka að menn skrái sig í ferðir
Líbískir dansarar
Góðan dag
Þó svo margt sé að stússa vegna væntanlegs markaðar skal ferðum ekki gleymt.
Hef pússað Líbíuáætlun og sett hana inn á sinn link. Sumir hafa borgað með skilum og takk fyrir það. Aðrir hljóta að gera það eftir verslunarmannahelgi.
Hef fengið myndir frá hótel Safari í Tripoli - okkar stað þar- og það lítur fjarska viðkunnarlega út.
Þá skal tekið fram að fundur með Sýrlandsförum sem leggja í ' ann 7.sept verður upp úr 20.ágúst og óskað eftir að allir mæti að sækja sína miða ofl. Nokkrir eiga eftir að greiða síðustu 20 þús en margir hafa lokið greiðslu. Fínt mál.
Nærri mánaðamótum sept/okt verður fundur með báðum Líbíuhópum. Nánar um þetta hvorttveggja síðar.
Svo fer að líða að því að Jemen/Jórdaníuhópar efni í sín myndakvöld. Læt vita um það.
Minni ykkur á að við verðum náttúrlega þátttakendur í maraþoninu á menningarnótt og geta menn hlaupið þar fyrir Fatimusjóð eða heitið á hlaupara. Þetta gekk undravel í fyrra og bætast örugglega einhverjir við núna.
Ég vænti þess að mannlífið fari að komast í eðlilegan farveg eftir helgina. Þá væri líka gott að heyra frá styrktarfólki Jemenbarnanna okkar því æði marga vantar. Hvorki meira né minna en ríflega fjörutíu. Nýir styrktarmenn óskast líka. Það sýnist mér á öllu.
Uppfærði Íranáætlun og bætti við einum degi. Á leið frá Isfahan gerum við stans í vinjaborginni Kashan, undur fagurri borg með mörgum merkum stöðum.
Gistum því 2 nætur á Laleh og betri tími gefst til að fara á Þjóðminjasafnið og etv á Krúnusafn ofl. síðasta daginn.
Hann hefur verið í dálitlu stressi í tveimur síðustu ferðum en þetta er hagstæð lausn. Verð er með fyrirvara eins og í aðrar. Það vona ég að allir átti sig á.
Nánari upplýsingar um Kákasuslandaferðina kemur í næstu viku og þá bráðabirgðaverð líka.
Þá skal ítrekað að menn skrái sig í ferðir ársins 2009 FYRR EN SÍÐAR. Ég verð að hafa mjög góðan fyrirvara á öllum ferðunum sem eru á dagskránni. Þetta hef ég sagt svona tvö hundruð sinnum áður. Virðist ekki alltaf duga til. Vinsamlegast látið svo síðuna ganga.
Munið að við höfum opið í Síðumúla 15 (gengið eða keyrt austanmegin við húsið) á þriðjudag kl. 16-20. Tekið á móti góðum varningi á markaðinn okkar. Látið endilega sjá ykkur.
Hafið það forkunnargott um helgina.
Subscribe to:
Posts (Atom)