Wednesday, August 20, 2008
Heyrði frá Sofíu í Georgíu - markaðurinn á skriði
Hér eru þau allra haustustu í Kákasuslandaferðinni í fyrra eftir gönguna upp á Kazbeki. Sofía er þriðja frá hægri.
Skrifaði henni um daginn og fékk þetta eftirfarandi í gærkvöldi sem hér með er komið á framfæri til góðkunningja hennar og aðdáenda
Dear Johanna,
you and my friends from Iceland are as attentive as always!!! thank you very much for that!!!
well, I guess you all have a possibility to watch the terrible things happening in My Homeland..
the cruelty of Russian politik is much Deeper than we could ever imagine.. they act as Wild as in 17 TH centuries!!!
their troops are destroying everything that stands on their way.. we have a lot of IDP-s in Tbilisi and among them are my relatives from Gori, my uncle with his family . they are ok as we have capacity to look after them. but my grandparents are still in conflict zone and we worry about them very much!! I hope that, thanks to support from European countries , Russian army will leave Georgia one day and we will have a chance to see my Grandparents
God Saved Georgia For Many Centuries and I'm sure God will save us also Today!!
God Bless you All!!!
Thank you very much for your warm hart and attention!!
with friendly hugs!!
Sofia
P.S. Ill write to you if something changes.
Stuðningsmenn hafa bæst við
Gott að stuðningsmenn hafa bæst við. Enn vantar þó handa vænum hópi en ég hef trú á að það takist allt saman vel og bærilega. Maður sem ekki vill láta nafn síns getið talaði við mig á dögunum og vildi leggja fram lið og daginn eftir hafði hann lagt hundrað þúsund kr. inn á reikninginn. Virktavel má þakka fyrir það.
Allt á fullu vegna markaðarins
Mikil vinna næstu dagana í Síðumúlanum og mikið líf í tuskunum. Ég þarf að vita hverjir geta unnið föstudaginn 29.ág og svo við afgreiðslu á markaðnum 30.ág.
Einnig væri kærkomið ef þeir sem ætla að baka FATIMUKÖKUNA láti mig vita. Við þurfum að hafa skikk á því öllu.
Einnig langar mig að biðja Jemenfara sl. vor að vera svo elskulega að senda mér myndir frá heimsókn í YERO. Hef fengið nokkrar frá Evu og Axel, svo og Gullu en vantar miklu fleiri.
Gulla (og ég í þykjustunni) ætlum að setja inn á kubb nokkur hundruð Jemenmyndir til að láta rúlla í Perlunni þann 30.ág.
Ég er viss um að margir hafa gengið frá sínum myndum og geta sent mér slatta. Væri mjög vinalegt af ykkur og sem allra, allra fyrst.
Öll liðveisla er afar vel þegin. Þar sem myndakvöld Jemenhópa verður ekki fyrr en eftir markaðinn bið ég um þetta núna.
Sýrlandshópur hittist á morgun
Seinni partinn á morgun hef ég svo beðið Sýrlandsfara að koma saman til að sækja miða og ferðagögn og sötra te og borða hnetur og rúsínur. Vona að menn láti það ekki bregðast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment