Sælt veri fólkið
Krafturinn er mikill og að mörgu að hyggja fyrir Perlusúkinn um helgina. Unnið  er af kappi í Síðumúlanum. Ég vona ég móðgi engan né særi þegar ég þakka  Herdísi Kr. og Sigríði Ásgeirsd þeirra miklu vinnu upp á  síðkastið. Og  raunar öllum þeim sem hafa komið við sögu. Áð ógleymdum aðgerðarhópnum og þeim mörgu sem hann hefur safnað að  sér  til að vinna. Og fl. og fl.
Búningar og hnífar og músík dansara komnir til þeirra og dansar í æfingu og hópurinn sem er úr Kramhúsinu sýnir fleiri dansa líka.
Francois Fons sem mun bjóða  upp á herlegan rétt til að taka með sér og gæða sér á laugardagskvöldið hefur nú fengið  allt hráefnið og margt af því  var gefið.
Þá hafa ótal bréf verið skrifuð til skattstjóra og STEF og ég man ekki hverra til að öll formsatriði verði í lagi.
Fyrir  utan nú allt  annað sem verður í  boði. Sérstök verslun- við köllum þetta verslanir eða búðir  en ekki bása- sem selur einstaka dýrðarinnar gripi  og nokkuð  dýra.málverk, antikskáp og allt konar skart og fleira.
Svo verða  búðir með flokkuðum fatnaði og veskjastandar, búásáhalda, skautmunir,  bækur ofl sem of langt yrði upp að telja.
Áður minnst á Legohornið sem  Margrét Pála stjórnar
Við Gulla  erum að leggja síðustu hönd á tölvukubb  með Jemenmyndum og fólk  hefur verið mjög elskulegt að  senda myndir og diska.
Og svo er uppboðið spennandi. Þar höfum við fengið ansi hreint góða gripi sem hvarflaði ekki að mér að næðust. Þar verður
Ljós eftir  Ólaf Elíasson
Kjóll sem Björk Guðmundsdóttir gefur
Málverk  eftir:
Pétur Gaut
Gðrúnu Einarsdóttur
Hallgrím Helgason
Magnús Ó. Kjartansson
Tedda
Listaverk sem Edda Jónsdóttir og Kogga gerðu saman á samsýningu fyrir nokkrum árum. 
Ferð fyrir tvo til Jemen með Jóhönnu Kristjónsdóttur
Borgarleikhúsið: Tvö áskriftarkort í Borgarleikhúsið. Að auki fær hann að bjóða fjölskyldu eða vinum, allt að 8 manns, á fyrstu uppsetningu vetrarins, áhorfendasýningu ársins, Fló á skinni. Leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarson, tekur á móti hópnum og fer með hann í skoðunarferð um króka og kima þessa stærsta leikhúss landsins fyrir sýningu.
Flug f. tvo báðar leiðir til Hafnar. (þoli ekki Köbenorðið)
Leiðsögn á Njáluslóðum með Arthúri Björgvini Bollasyni og gisting fyrir tvo á Hótel Ragná með morgunverði. 
Íslenskur sunnudagshádegisverður heima hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur þar sem hlýtt verður á messu og tilheyrandi. 
Persónuleg útlitsráðgjöf með Björgu Ingadóttur í Spakmannsspjörum
Golfhringur með Birgi Leifi
Veiði í Laxá í Kjós með gistingu og mat 
Ragnheiður Arngrímsdóttir  ljósmyndari kemur heim og tekur myndir. 
Flugferð fyrir þrjá með Ómari Ragnarssyni 
Halló Akureyri - Lúðvík hjá Saga Capital flýgur með hóp norður á Akureyri. Friðrik og frú á Friðriki V taka á móti hópnum og fara með í ferð um sveitina þar sem sótt verður norðlenskt góðgæti sem matreitt verður á veitingastaðnum um kvöldið. Í pakkanum er einnig gisting í eina nótt og dekur.  
Hádegismatur með Sveppa og Audda á Fridays
Detox-meðferð f. tvo með Jónínu Ben 
Leikmunir úr Latabæ
Persnesk handunnin silkimotta
Það  eru margar kræsingar þarna.
Ég held að þetta verði allt mjög  skemmtilegt og vonandi að  fullt af peningum komi  inn svo við getum hafist handa við að kaupa nýja skólahúsið í Sanaa.
Margir hafa  boðist til að baka  Fatimukökur og/eða  vinna. Ég vona að fleiri baki  Fatimukökur. Ein myndarfrú úr Borgarfirðinum kom með sextán í gær. Hún Elva í Holti í Lundarreykjadal. Maður hlýtur að hrópa húrra fyrir þessu.
Ætlast ekki til að þið bakið 16  en þyrftum að ná svona 20  í viðbót því við verðum að reikna með að margir vilji kaupa.
Auðvitað  verður sérstök Miðausturlandaverslun með slæðum og skjölum, skarti, teikningum eftir krakkana, munir eftir konurnar í fullorðinsfræðslu. Upplýsingablöð um þetta ævintýri. Kjólar  og silfurslegnir jambia ofl ofl ofl
En ég bið sem sagt um fleiri til að vinna og nokkrar Fatímukökur. Takk fyrir
Við  megum þó ekki gleyma okkur í sælunni
Mánaðamót nálgast og  þá skulu Líbíufarar beggja ferða gera upp. Ég sendi fyrir síðustu greiðslu nákvæmt yfirlit til allra um hvað þeir  ættu ógreitt. Hafi það  nú af einhverjum sérkennilegum ástæðum týnst þá gjörið svo vel og  hafa  samband.
Ég óska eftir að menn ljúki greiðslu á réttum tíma því ég þarf að  ganga  frá öllum  endum  áður en  ég fer með hópinn til Jórdaníu og Sýrlands 7.sept. Muna þetta, ljúfurnar. Sumir hafa gert upp. Það er  þakkarvert. Meirihlutinn á eftir síðustu greiðslu og ekki skal gleymt  gistingunni í London og eins manns  herbergismálum.
niðurlag í bili
Gefið ykkur fram í vinnu/bakstur og svo vantar enn nokkur börn styrkarmenn. Bæst  hafa við nokkrir nýir þar sem fyrri hafa sumir ekki látið mig vita.  
Nouria verður að hafa það á  hreinu  því hún er að  skrá börnin í skólann og verður að  vita hvort  þau fá styrktarfólk eða ekki. Það er mér gáta af  hverju fólk tjáir  sig ekki. Það eiga allir að vita  að þeir verða að staðfesta stuðninginn. 
Margblessuð í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
 
 
 
4 comments:
Þessar hafa skrifað sig fyrir Fatimukökum´hjá mér.
Lára Júlíusd, Edda Ragnarsd, Guðrún Halla(er búin að skila), Eva(hefur skilað) María Heiðda, Ingunn Mai Friðleifsd, Eva Yngvad´, Ragnhildur Árnad, Margrét Guðm, Guðbjörg Edda, Inga Jónsd, Erla Magnúsd, Birna Karlsd, Þóra Jónasd, Elín Skeggjad,
Ragnheiður Jónsd, Sara Sig, Heba plús saumaklúbbur, Kolbrún Vigfúsd, Inga Hersteinsd. María Vilhjálmsd, Guðrún Ólafsd, Valgerður Kristjónsd, Ásdís Hafrún, Jóna Einarsd
Vona ég hafi alla með. Ef ekki þá bið ég forláts. Gefið ykkur fram
Best að koma þeim upp í Síðumúla á fimmtudag eða föstudag.
Kveðja og takk fyrir
Jóhanna
Það á að vera Elva sem hefur skilað. Bætist við Eva Yngvadóttir og etv. Gréta Guðbrandsdóttir
Aftur JK
Ég er búin að baka þessar tvær kökur og þær eru í frystikistunni minni. Ég er að hugsa að koma með þær á laugardagsmorgun þegar ég kem í Perluna í vinnuna um morguninn en fyrr ef ég verð á föstud. Kv. Jóna.
I do not even know how I ended up here, but I thought this post was good.
I don't know who you are but definitely you're going to a famous blogger if you
are not already ;) Cheers!
My web page ... sebastopol massage center
Post a Comment