Friday, January 30, 2009
Tölvukrass yfirvofandi- en ekki gleyma sunnudagsfundi
Ég veit ekki hvort tölvan mín krassar í dag eða á morgun og endar trúlega málið á að hersveit kemur hér og tekur til óspilltra málanna. Vona þó mér takist að ganga frá óljósu ferðaáætlununum fyrir krassið svo ég geti komið með þær- í meira lagi óljósar þó- á fundinn kl. 14 á sunnudag.
Þetta er aðallega skrifað til að minna ykkur á hann. Erindi Friðriks Páls heitir "Hvar er friðurinn" og ég hef orðið vör við mikinn áhuga á fundinum svo ég vænti þess sannarlega að sjá sem allra flesta.
Nú fer ég niður og athuga hvort það er kannski komin ný ríkisstjórn. Insjallah
Tuesday, January 27, 2009
Við ræðum um Gaza á sunnudaginn kl. 14. Íranferð fullskipuð
Gazasvæðið er örlítill partur af Reykjanesinu að stærð
Eins og fram kemur í fréttabréfinu okkar verður vetrarfundur VIMA á sunnudag 1.febrúar kl 14 í Kornhlöðunni við Bankastræti. Þar tala þeir Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður Spegilsins á RÚV og Egill Bjarnason, blaðamaður um ástandið á Gaza og í Palestínu svo og aðdraganda og tipla á sögunni sem leiddi til þess að til varð þetta skelfilegasta og örugglega fjölmennasta "fangelsi" nútímans.
Ég er sannfærð um að VIMAfélagar láta ekki þennan mikilvæga fund framhjá sér fara.
Gestir og nýir félagar eru velkomnir og ég efa ekki að báðir ræðumenn eru tilbúnir að svara spurningum.
Minni á félagsgjöldin. Mjög óljósar ferðaáætlanir munu liggja frammi.
Mynd af okkur Pezhman Azizi leiðsögmanninum í Íransferðinni.
Fimmta Íransferðin verður sem sé að veruleika og er fullskipuð. Að vísu verðum við 17 en ekki 20 en vegna velvilja Shapar ferðaskrifstofustýru helst verð óbreytt
Hafi einhverjir til viðbótar áhuga verður að spyrjast fyrir um það og ákveða sig í einum hvelli. Ég er mjög fegin að þetta skuli hafi leyst farsællega
Hef sent Íranförunum væntanlegu beiðni um að senda mér kreditkortanúmer vegna púnktamála hjá Icelandair og ég þarf starfsheiti og vegabréfsnúmer frá nýjum félögum.
Bið menn að gæta að því að vegabréf skal vera gilt í sex mánuði eftir að ferð lýkur. Ef svo er ekki þarf að fá sér nýtt vegabréf.
Nú fer í gang þessi prósess að senda út upplýsingar um hópinn til að fá hann samþykktan - það er nú meira formsatriði- og seinni hluta febrúar hittumst við svo til að fylla út umsóknir og spjalla um ýmislegt sem að ferðinni lýtur. Mun einnig senda Íranförunum næstu daga upplýsingar um greiðslumál.
Eins og kom fram í síðasta pistli er augljóst að Kákasusferð dettur út, því er nú verr og miður. En þáttöku vantaði, það var málið og tjóir ekki að fást um það.
Friday, January 23, 2009
Það er ekki um annað að tefla en aflýsa Líbanon og gert hér með- Íran hefur von
Miðbærinn í Beirut
Ég á ekki um neitt að velja: hér með er aflýst Líbanonferðinni sem var fyrirhuguð í mars. Það er verra en afleitt en er endanlegt þar sem aðeins sex manns höfðu staðfest sig í þá ferð. Vonandi tekst síðar að efna í Líbanonferð. Veruleg vinna hafði verið lögð í undirbúning en hann fer nú fyrir lítið og ekkert meira um það að segja. Þakka þeim sem vildu koma með en það dugði sem sagt ekki til.
Kristrún, Hossein Facebookvinur og teppasali í Isfahan og JK
Það lítur út fyrir að Íranferð haldist inni. Mikið væri það nú gleðilegt.
Er að bauka við það og bíða eftir svari frá nokkrum sem eru vel volgir og vænti þess að fá svör. Ég var svo bjartsýn að búast við að kannski kæmu fleiri og er því með átján miða pantaða- þó svo að lágmark eigi raunar að vera 20 -. Að gefnu tilefni tek ég fram að sú ferð hækkar ekki.
Ég vil líka benda fólki á að upphæðin 475 þúsund er brúttó. Síðan dregst frá sú upphæð á Íslandsleggnum sem nemur púnktaeign þátttakenda.
Auk þess ræddi ég við Shapar ferðaskrifstofustýru í gærkvöldi hvort hugsanlegt væri að einhver smáafsláttur yrði veittur þó við værum færri en til stóð. Hún lætur mig vita á mánudag og ég er sannfærð um að hún gerir það sem hún getur.
Þetta er auðvitað allt hið flóknasta mál og ég reikna með að Kákasusferðin detti út líka. Þá gætu etv þeir sem ætluðu þangað skellt sér í Íranferð eða hvað segið þið um það?
Varðandi Úzbekistan/Kyrgistan ferðina í haust verður hún dýr, aldrei undir 800 þús.kr og munar þar mestu um að verð á flugmiðum er mjög hátt þangað.
Egyptalandsferð er enn inni og verð á henni þokkalegt sem stendur.
Þá ætla ég að þakka sérstaklega nokkrum sem hafa haft samband og hafa styrkt fullorðinsfræðslunámskeiðið okkar í Sanaa og vantar nú ekki nein ósköp upp á að það sé fullstyrkt.
Ég ætla líka að halda í þá von að Jemen/Jórdanía detti ekki út. Það gæti verið að ég færði hana til fyrst útlitið er svona með Kákasus.
Ég er verulega vonsvikin yfir því hversu fáir skrifuðu inn á ábendingadálkinn í gær til að hvetja til Íransferðar en þakka þeim sem það gerðu kærlega.
Látið frá ykkur heyra.
Eins og ég sagði frá fór ég á Akranes á dögunum til að tala við stuðningsfólks Palestínukvennanna. Það var ánægjulegt kvöld og til fyrirmyndar að heyra hversu vel gengur. Hef verið beðin að koma þangað aftur, jafnvel á tveggja kvölda námskeið og þarf þá að útbúa disk/kubb til sýningar. Ég stóla dálítið á að Gulla pé hjálpi mér við það.
Thursday, January 22, 2009
Ég VIL altso ekki aflýsa Íran og nú hvet ég fyrri Íransfara til að leggja mér lið
Busl í Lífgjafarfljóti í Isfahan
Við þessa konu kannast fyrri Íransfarar væntanlega, ferðaskrifstofustýran okkar Shapar og eiginmaðurinn hennar. Þau giftu sig í fyrra.
Málið er þetta: Ég get ekki hugsað mér að aflýsa Íranferðinni sem er nú fastsett 6.-20.apríl. Á morgun þarf ég að staðfesta við Lufthansa hverjir taka þátt í ferðinni.
Því bið ég þá sem hafa enn ekki látið mig vita að gera það í dag, fimmtudag eða í fyrramálið. Ekki seinna en á hádegi föstudags.
Það er alveg á mörkunum að við náum tilskildum fjölda til að halda þessu verði og því bið ég fyrri Íranfara og aðra velvildarmenn og áhugamenn um ferðirnar að leggja mér lið og hafa uppi ötulan áróður fyrir þessari ferð.
Mér finnst menn missa af svo miklu að sækja ekki Íran heim og ég ítreka enn að ég ætla ekki að fara með hópa eftir þetta ár.
Það eru erfiðir tímar og atvinnuþref en samt. Víst um það. En samt skulu menn hugsa sig rækilega um áður en þeir láta Íran framhjá sér fara. Vil mælast til þess að fyrri Íranfarar skrifi inn á ábendingadálkinn.
Hér er svo áætlunin.
1.dagur.6.apr
Flogið með Flugleiðum til Frankfurt Komið til Teheran kl. 1,50 að írönskum tíma. Fulltrúi ferðaskrifstofu Arg e Jaad tekur á móti hópnum. Farið á hótel Laleh sem er 5 stjörnu hótel.(4ra á okkar mælikvarða). Þar tjekkum við síðan inn.
2.dagur 7.apr
Morgunverður í seinna lagi.
Eftir hádegið er skoðunarferð í Teheran. Þá er byrjað á að Sa’d Abad safnið þar sem síðasti keisari Írans bjó fyrir byltinguna. Þar getur að líta gnægð dýrgripa, hvort sem eru teppi eða keramik og málverk. Eftir það er vonandi tími til að skoða heimili Khomeinis í Teheran sem stingur óneitanlega í stúf við þau dýrindi sem voru í keisarabústaðnum.
Þetta á að vera rólegur dagur svo allir nái sér vel eftir flugið.
Kvöldverður á Laleh
3.dagur 8.apr
Morgunverður
Fyrri hluta dags er farið að skoða einstaklega skemmtilegt nútímalistasafn svo og teppasafn.
Síðdegis er flogið til Sjiraz, borgar næturgala, skálda og rósa eins og Íranir sjálfir orða það. Sjiraz er aðalborgin í Farshéraði og þar er margt minja frá því Akkamenídar og Sassanítar ríktu þar. Við tjekkum inn á Pars hótel sem er 5 stjörnu hótel og er einstaklega vel í sveit sett.
Pars hótel sími 0098 711 233255
fax 0098 711 2336380
imeil: parshotel2000@yahoo.com
4.dagur 9.apr
Morgunverður
Skoðunarferð til Narenjestan eða Appelsínugarðinn sem var reistur síðari hluta 19aldar sem móttökusalur fyrir gesti og var síðar viðhafnarbústaður. Við skoðum Nasir Molk moskuna og Khan guðfræðiskólann. Göngum um bazarinn, þar sem er margt að skoða og enn fleira að kaupa. Fáum okkur ís eða te og skoðum grafhýsi Hafez þess fræga skálds.
5.dagur 10.apr
Morgunverður
Farið út til Persepolis sem er jafnan talinn einn af hápúnktunum í heimsókn til Írans en þar er best varðveitt rústaborg hins forna veldis Akkamenída en þeir stýrðu Persíu milli 559 og 330 fyrir Krist.
Þaðan er stutt til Nekrópólis þar sem eru gríðarleg tilkomumikil grafhýsi nokkurra konunga Akkamenída hoggin inn í klettaveggina. Á leið til Sjiraz aftur stoppað við fræga borgarhliðið. Svo mætti hugsa sér að nota tíma á bazarnum. Gistum á Parshóteli.
6. dagur 11.apr
Morgunverður
Fyrir hádegi förum við að grafhýsi skáldsins Saadi og skoðum Eram garðana og er frjáls tími. Kvöldverður. Gistum á Parshóteli
7. dagur 12.apr
Morgunverður
Keyrt áleiðis til Yazd um Pasargad og Abarqu. Við stoppum við Pasargad þar sem er grafhýsi Kýrusar mikla Persakóngs. Skoðum stórmerkilegt vatnsveitukerfi sem á sér enga hliðstæðu. Sagt er að það ásamt Kínamúrnum sjáist frá tunglinu.
Yazd er stærsta byggð Zorostría- sem margir hafa kallað elddýrkendur, en er raunar ævaforn átrúnaður sem tengist árstíðunum fjórum. Áður en komið er til Jazd skoðum við Turn þagnarinnar greftrunarstað upp á hæð.
Gistum á sérlega fallegu hóteli í Yazd Mohsir-Ol Mamalek og borðum þar kvöldverð
Moshir Al Mamalek Hotel Garden sími 98 351 5239769 fax 98 351 5253979
imeil: info@hotelgardenmoshir.com
8. dagur.13.apr
Morgunverður
Við skoðum okkur um í Yazd þennan dag, en þar er sérstakur eyðimerkurarkitektúr, Jamemoskan setur mestan svip á gamla bæinn. Við förum í vatnssafnið og víðar og íhugum að þarna kom Alexander mikli á sínum tíma og byggði alræmt fangelsi. Borgin er einnig fræg fyrir vefnað og hennagerð. Gönguferð um gömlu borgina.
Gistum í Yazd.
9.dagur.14.apr
Morgunverður
Nú er lagt af stað til Isfahan um Meybod og mætti hugsa sér að stoppa við kastalavirkið þar og skoða líka keramikvinnustofur þar. Við förum um Nain sem er fræg fyrir teppagerð sem þykir einstök. Þegar við komum til Isfahan hreiðrum við um okkur á hótel Aseman sem er prýðisgott 4ra stjörnu hótel. Gistum þar.
98 311 2354141
10.dagur 15.apr
Morgunverður
Isfahan þykir fegurst allra borga í Íran og verður ekki ýkt um töfra hennar og Lífgjafarfljótið sem rennur um hana. Einstaklega fagrar bláar moskurnar eru eitt frægasta einkenni Isfahan. Við skoðum nokkrar þessara moska og bregðum okkur e.t.v. á skondinn íþróttaleik þar sem karlar reyna með sér. Gistum á Aseman.
11.dagur. 16.apr
Morgunverður
Við höfum nóg að gera í Isfahan. Við heimsækjum armenska hverfið og dómkirkjuna þar sem var reist á 17.öld. Við skoðum Skjálfandi mínerettuna, fleiri dýrðlegar moskur og hallir og síðast en ekki síst gerum við víðreist um bazarinn og heimsækjum m.a. listamenn em teikna minaturmyndir svo og lítum við inn í teppabúðir eina eða tvær en teppi eru Íranir frægir fyrir. Borðað og gist á Aseman.
12.dagur, 17.apr
Morgunverður.
Frjáls dagur í Isfahan en fararstjórar ekki langt undan.
13.dagur.18.apr
Morgunverður
Snemma á fætur og akandi til Teheran, förum framhjá hinni helgu borg Qom á leiðinni.
Við gerum góðan stans í hinni merku og fögru vinjaborg Kashan sem er fræg fyrir teppagerð og keramik. Abbas keisari I hafði sérstakt dálæti á Kashan og lét grafa sig þar. Merkustu fornminjar á þessu landsvæði eru í jaðri borgarinnar. Við skoðum þar fallega garða og merkar byggingar. Við komuna til Teheran tjekkum við inn á Laleh. Gistum þar.
14. dagur 19.apr
Morgunarverður.
Síðan er góður tími til að skoða Þjóðminjasafnið svo og krúnugimsteinasafnið. Frjáls tími en leiðsögumaður og fararstjóri innan seilingar.
Kveðjukvöldverður á Laleh
15. dagur 20.apr
Við fáum te/kaffi um nóttina og síðan er brottför til flugvallar. Flogið til Frankfurt og eftir nokkurra tíma bið áfram til Íslands.
Verð er 475 þúsund krónur
Innifalið er
Flug og allir skattar
Gisting og fullt fæði
Aðstoð við komu og brottför
Flug innan Írans
Allar skoðunarferðir sem eru taldar upp í áætlun
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði sem er getið um í áætlun
Tips á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum
Vatn og te/kaffi á löngum ökuleiðum.
Íslensk fararstjórn
Ekki innifalið
Vegabréfsáritun 90 dollarar en ég tek að mér að senda vegabréf um umsóknareyðublöð utan.
Tips til íranska leiðsögumannsins og bílstjóra 170 dollarar á mann. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagana.
Athugið að áfengi er ekki að fá í Íran og má ekki flytja það inn í landið.
Konur skulu bera slæðu.
Kreditkort eru tekin við teppakaup og ef menn kaupa miniaturmyndir. Annars þarf að hafa dollara eða evrur.
Upplýsingar getið þið alltaf fengið hjá mér í símum 5514017 og 8976117
Wednesday, January 21, 2009
Gefið ykkur tíma til að lesa Fréttabréf sem er á leiðinni til VIMAfélaga
Góðan dag á skrítnum dögum
Öll þjóðin er á hvolfi, annaðhvort er hún á Facebook eða að mótmæla.
Samt er vonandi að einhverjir hafi tíma til að kíkja á síðuna.
Fréttabréfi var pakkað í gær og Gulla pé póstaði öll í morgun svo þau ættu að berast senn. Sá að villa var á forsíðu. Bókin á náttborðinu var enn Laxveiðar í Jemen í stað Bleeding of the stone sem Inga Hersteinsd skrifaði. Beðist velvirðingar á þessu.
Annars er fréttabréfið afar efnisríkt og ég vona menn lesi það upp til agna.
Það er vert að minna á fund okkar um aðra helgi og meira um það seinna.
Ég sé varla fram á neinar ferðir í vor, fólk afpantar í búntum. Það virðist oftast vera vegna peningamála.
Læt vita um það nánar innan tíðar hverjar lyktir verða.
Er óhress með að fólk er ekki nógu duglegt að fara inn á síðuna nema þegar ég sendi tilkynningar. Bið menn lengstra orða að senda slóðina áfram, þannig gætum við náð til fleiri sem etv gætu hugsað til ferðalaga og einnig mundi það vekja áhuga á VIMA og veitir ekki af á þessum viðsjárverðu tímum.
Saturday, January 17, 2009
Myndakvöld og eilítið tuð- aldrei þessu vant
Sólarlag við Dauða hafið. Sést svo yfir til Írsael handan hafs
Maja og Þór, frumkvöðlar að Sýrlands/Jórdaníuferð sl. sept. Báðar myndirnar tók Sigurður Júlíusson
Í kvöld laugardag var efnt til myndakvölds í Þrúðvangi hjá Sigríði Harðardóttur og Páli Bjarnasyni fyrir Sýrlands/Jórdaníuhópinn í september. Það var María Heiðdal sem af hinum mesta skorungsskap smalaði saman vinum og kunningjum og kunningjum þeirra og ég bætti svo við þremur svo við næðum tilskildum fjölda. Maja og Þór höfðu farið áður en voru sammála um að þau hefðu í raun notið ferðar númer tvö mun betur og það segja ýmsir sem hafa farið oftar en einu sinni í sömu ferð.
Páll flutti skemmtilega frásögn af Þrúðvangi og búsetu Einars skálds Benediktssonar í þessu glæsilega húsi á sínum tíma. Svo var boðið til dýrðlegs kvöldverðar sem þau hjón hövðu veg og vanda af og við lögðum í púkk fyrir kostnaði. Myndasýningin var með afbrigðum skemmtileg og kvöldið allt hið ljúfasta og takk fyrir það.
Á mánudagskvöld skrepp ég á Akranes að rabba við stuðningsfólk palestínsku fjölskyldnanna sem hafa nú verið búsettar á Akranesi í nokkra mánuði og gengið vel en fjölskyldurnar vilja fá svör við ýmsum spurningum og ekki nema sjálfsagt og eðlilegt. Reyni að svara því sem ég get.
Á þriðjudag kemur væntanlega Fréttabréfið úr prentun og verður póstlagt hið skjótasta og er þar margt girnilegt lesefni.
Þar er einnig listi yfir hugsanlegar ferðir 2009 og það verður að tilkynna sig í Líbanonferðina fyrir 25.jan. Íranferð ( sem verður annað hvort 6-20 apríl eða 9.-23.apríl) þarf að vera skipuð og staðfest um svipað leyti þar sem lengri frest þarf, Kákasuslandaferð þarf að vera tilkynnt fyrir 10.febr. og Jemenferð sem er fyrirhuguð í lok maí á sama tíma.
Þetta verður ekki áréttað nógsamlega. Ég hika ekki við að aflýsa ferðinni til Líbanon ef ég fæ ekki svör frá þeim sem höfðu lýst áhuga en ekki ítrekað það.
Ég er satt að segja orðin leið á því að fá ekki svör. Víst geri ég mér grein fyrir erfiðleikum en það er ógerningur fyrir mig að bíða lengur en upp er talið hér. Vil þó nefna að ýmsir hafa látið vita og takk fyrir það.
Hef reynt að hafa ferðirnar á skikkanlegu verði og þykir ekkert skemmtilegt að þurfa að hækka þær. En ég held það séu allir nema pólitíkusar og mjög lítt hugsandi fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að krónan hefur lækkað ansi verulega og þetta er óhjákvæmileg ráðstöfun.
Hvarflar ekki að mér að hafa uppi afsakanir því málið hef ég reynt að vinna eins vel og sanngirnislega og mér er unnt.
Wednesday, January 14, 2009
Hvað viljið þið?
Frá húsi Ananíasar í Damaskus sem hefur löngu verið breytt í undurfagra kapellu
N.k. laugardag mun Sýrlands/Jórdaníuhópurinn frá í september hittast á myndakvöldi hjá Sigríði Harðard og Páli Bjarnasyni. Skal hver borga 2 þús kr. en þau hjón elda. Ef vill hafi menn með sér drykkjarföng.
Vil einnig benda á að skemmtileg og fýsileg dagbók Péturs Jósefssonar úr ferðinni er komin á sérstakan hlekk á síðunni.
Nýjar myndir af Jemenkrökkum
Bað Nouriu að senda mér nýjar myndir af krökkunum sem við höfum styrkt frá upphafi. Allmargar eru komnar og gefi þeir sig fram sem vilja frá þær. Hún sagði það gæti verið erfitt að fá stelpurnar sem eru komnar á þann aldur að þær vilja bera blæju, til að leyfa myndatöku án blæju en hún hefur greinilega talað þær til.
Og svo er þetta aðkallandi : að menn tilkynni sig í ferðir vorsins plís
Setti bráðabirgðaverð inn á síðuna nýlega og hef fengið svör en margir hafa ekki látið mig vita. Bið þá gera það. Þarf að borga flugmiða 2 mánuðum amk fyrir brottför og flestir greiddir í evrum sem hefur aðeins lækkað.
Fréttabréfið ´væntanlegt, stútfullt af spennandi efni
Upp úr 20.jan ætti Fréttabréfið að vera tilbúið undir skörulegri forystu Dominik.
Þar skrifa Þór Magnússon um Líbíuferð, Vera Illugadóttir um líbísk hljóðfæri, Ólafur Egilsson hugleiðingar úr Sýrlandsferð, Ragnheiður Gyða um Fönikumenn og Inga Hersteinsd um Bleeding of the Stone. Og fleira. Verið svo góð að láta vita ef þið hafið breytt um heimilisföng síðan síðast. Það er aðkallandi, við höfum engin efni á að margsenda hvert fréttabréf.
Fundur þann 1.febr.
Loks vil ég biðja ykkur að taka frá smátíma 1.febr en þá verður fyrsti almenni fundur ársins. Friðrik Páll Jónsson og Egill Bjarnason munu fjalla um málefni Gaza og fleiru því tengt. Það verður ugglaust mjög fróðlegur fundur.
Sunday, January 11, 2009
Fundur stuðningsforeldra var glæsilega sóttur - og Jemenáætlun birt innan tíðar
Frá fundinum í dag. Dóminik tók myndina
Held að óhætt sé að segja að fundur stuðningsforeldra Jemenbarnanna okkar í dag hafi tekist mjög vel. Fólkið sem mætti styður um fimmtíu af börnunum okkar og var einstaklega góð stemning. Ég sagði frá starfinu í YERO og lýsti högum barnanna, afhenti nýjum stuðningsmönnum sín plögg og svo var beint til mín mörgum og góðum spurningum sem ég reyndi að leysa úr eftir bestu getu.
Mun senda þeim nýju stuðningsmönnum sem komust ekki á fundinn sín plögg núna eftir helgina.
Myndir voru látnar rúlla á tjaldi og ýmsir Jemenfarar könnuðust við sig og sín börn.
Svo mauluðum við indælis smákökur og annað sætmeti með te og kaffidrykkju í bland.
Allmargar myndanna eftir krakkana seldust en fáeinar eru þó eftir og vona að einhverjir gefi sig fram þar. Þær kosta 5-7 þúsund stk.
Mér fannst sérstaklega gaman að sjá þarna ýmsa sem styðja dyggilega krakkana en ég hef aldrei hitt heldur hafa samskipti verið um netfang og síðuna.
Einnig hafði ég fengið kennara þeirra í Sanaa til að gera umsagnir um ýmsa krakkana og höfðu menn gaman að því að heyra um framgang þeirra.
Þetta var sem sagt hið ágætasta mál. Hvet menn eindregið til að hafa samband, annaðhvort beint við Nouriu eða við mig ef þeir vilja fá einhverjar frekari upplýsingar.
Jemenferð innan tíðar
Þess er ekki langt að bíða að ég geti birt áætlun Jemenferðar fyrir vorið. Fékk svar og drög að áætlun frá köllunum mínum í Sanaa í morgun og mér sýnist að Jemenferðin muni hækka minna en aðrar - sagt með fyrirvara þó.
Góðar undirtektir við Íran og Kákasus
Enn er ekki komið á hreint hvernig verður með fyrstu ferðirnar þrjár en heyrist eftir því sem menn láta mig vita að af þeim öllum verði - ef guð lofar. Og svo má gjarnan tilkynna sig í Jemenferð í lok maí um leið og verðhugmynd er komin.
Kærar þakkir fyrir góða stund í dag.
Friday, January 9, 2009
Verð er ekki fullfrágengið en hér koma þó upplýsingar
Sælt veri fólkið
Vegna þess að flugmiðar eru ekki klárir get ég aðeins sett inn bráðabirgðaverð í dag en hér eru þó aðskiljanlegar upplýsingar og í fyrsta lagi þetta sem kemur áreiðanlega mörgum vel: Icelandair hefur fallist á að láta vildarpúnkta sem menn eiga ganga upp í verðið á ísl. miðanum. Full púnktaeign gæti því lækkað verð um 20 þúsund. Til flestra áfangastaða Icelandair í Evrópu þarf um 38 þús-42 þús. púnkta.´
LÍBANON
1.dagur Komið til Rafik Hariri flugvallar í Beirut. Gengið frá vegabréfsmálum. Keyrt á hótel Lancaster sem er afskaplega hlýlegt hótel á góðum stað og ekki ýkja langt frá ægissíðunni.
2.dagur. Menn taki það rólega fram að hádegi. Síðan er farið í Sjabra og Sjatilla flóttamannabúðirnar. Síðdegis í hina stórbrotnu Jeita dropasteinshella og svo í gönguferð um nýja miðbæinn í Beirut. Kvöldverður á Lancasterhóteli og gist þar
3.dagur Ferð inn í Beekadal og til Balbeck. Aftur til Beirut og borðað utan hótels
Gist á Lancaster
4.dagur Farð til norðurs og upp í cedarskóginn. Skoðað merkilegt safn um Khalil Gibran. Stórfallegt landslag. Til Tripoli og skoðun um borgina. Tripoli er m.a. frægt fyrir skemmtilegan markað og sætar kökur auk merkra sögustaða og þetta verður allt kannað vandlega. Gistum á Florida Beach prýðishóteli í fallegri vík skammt frá Tripoli. Borðað þar.
5.dagur. Keyrum til suðurs og til Sidon sem er skemmtileg leið og staðurinn frægur og m.a. athyglisverður sjávarkastali. Aftur til Beirut. Borðað á Lancaster og gist þar
6.dagur Um morguninn skoðum við Þjóðminjasafnið. Frjáls dagur eftir það. Borðað utan hótels og gist á Lancaster
7. dagur Farið til Byblos. Frjáls eftirmiðdagur. Kvöldverður utan hótels í boði Johannatravel. Gist á Lancaster
ds
Líbanskur matur er víðfrægur fyrir gómsæti
Innifalið í verði:
Flug og skattar
Gisting á Lancaster og Florida hótelum.
Morgunverður
Vegabréfsáritun
Öll keyrsla í skoðunarferðum og aðgangseyrir á skoðunarstaði
Þjórfé á hótelum og veitingastöðum
Kort og upplýsingabæklingar
Ein vatnsflaska á dag í rútuferðum
Allir kvöldverðir
Ekki innifalið:
Þjórfé til bílstjóra og leiðsögumanns í Líbanon
Drykkir
Grafhýsi Hafezar þess fræga persneska skálds
ÍRAN
Áætlun er eins og á link um Íran nema við verðum degi lengur. Stoppum í hinni fögru borg Kashan á leið frá Isfahan og komum því seinna til Teheran. Síðasta daginn förum við á Þjóðminjasafnið þar og Krúnusafnið(ef menn svo kjósa). Að öðru leyti frjáls tími í Tehran.
Innifalið í verði:
Flug, allir skattar
Gisting
Fullt fæði alla dagana
Keyrsla og inngangseyrir á skoðunarstaði.
Þjórfé á hótelum og veitingastöðum
Vatnsflaska á ökuferðum
Drykkir(óáfengir)
Kaffi og te er einnig innifalið á akstri
Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun(80-90 dollarar). Ég kalla hóp saman með mjög góðum fyrirvara þar sem menn fylla út eyðublöð og koma með nýjar myndir. ath. að konur skulu bera slæður á þeim myndum.
Ég tek síðan að mér að senda vegabréf og umsóknir utan til að unnt sé að ganga frá áritunum.
Gulla fær skvettu af heilögu vatni í Georgíu
Kákasuslöndin, Georgía og Armenía
Þetta verður 14-15 daga ferð og Azerbadjan er sleppt vegna þess að það er svo ókristilega dýrt og eins og ekki síður vegna þess að hin löndin tvö eru fullkomlega fullægjandi og heilluðu menn mun meira en Azerbadjan í þeirri ferð sem farin hefur verið.
Dagskrá í Georgíu hefur verið stytt nokkuð og verður birt nákvæmlega síðar- réttara sagt eins fljótt og unnt er.
Innifalið:
Flug, skattar
Gisting. Eina nótt er gist í heimahúsi í Georgíu
Fullt fæði. Stundum vín með mat en oftast ekki
Vínsmökkun í Georgíu og Armeníu(borðvín í Georgíu og koníak í Armeníu)
Keyrsla og aðgangseyrir á skoðunarstöðum
Þjórfé
Vegabréfsáritun til Armeníu(sé um það) og brottfararskattur í Jerevan(Armeníu)
Endurtek sem sagt að menn noti vildarpúnkta til að lækka verð á flugi frá Íslandi og heim.
Bið menn elskulega en mjög eindregið að tilkynna sig sem fyrst jafnvel þó verð sé ekki komið því það hækkar/lækkar eftir því hvað hver hópur er stór. Mun lækka verð sem ég fæ frá flugfélugum um leið og ég veit fjölda.
Þó er óhætt að segja með stórum fyrirvara
Líbanon verður varla undir 250-280, þús
Íran um 470 þús
Kákasus um 430
Miðað við að gengi evru hefur breyst úr tæpum 90 krónum í 170 og rokkar til og frá er ég mjög sátt við ef ég þarf ekki að hækka meira. Vonast til að heyra frá þeim sem hafa látið í ljós áhuga og það sem fyrst. Því fyrr get ég birt endanlegt verð. Það skal tekið fram að þetta er vonandi allt hærra en verðið endar- nema Líbanon. Það breytist trúlega ekki mikið
Minni svo enn á Jemenbarnafund í gamla Stýró við Öldugötu á sunnudag kl. 14.Stundvíslega.
Tuesday, January 6, 2009
Ætla að birta verðið á fyrstu þremur ferðum á fimmtudag- vinsamlegast láta mig vita um sunnudagsþáttt-ku
Fáni Líbanons
Fáni Írans
Fáni Georgíu
Sæl veriði
Á fimmtudag ætla ég að birta bráðabirgðaverð til
Líbanons rúm vika í mars
Íran um páska 15 dagar
Kákasus,
Georgía og Armenía 14 dagar
Það fer m.a. eftir hver þátttakan verður og þar sem nauðsynlegt er að panta flugmiða hið fyrsta með nöfnum og þess háttar verð ég að biðja ykkur um svör eins fljótt og verða má.
Þá ætla ég að biðja ykkur að segja mér ítarlegar hverjir munu mæta á fundinn í Stýró vegna Jemenbarna kl. 2 á sunnudag. Hef fengið allmörg svör en bið fólk lengstra orða að láta mig vita. Á þessum fundi fá nýjustu stuðningsmenn myndir af sínum krökkum, og við röbbum um starfið. Verð með nokkrar myndir eftir krakkana sem ég keypti í sl. desember. Aðrir áhugamenn velkomnir en vinsamlegast láta mig allra helst vita hverjir koma upp á kaffi og tebirgðir og þess háttar.
Saturday, January 3, 2009
Öll börnin okkar- með númerum og stuðningsfólki
Með nýjan skólaútbúnað sl. haust
Hér eru rétt númer á börnnum okkar sem við styðjum skólaárið 2008-2009 og vonandi flest lengur.
Þrjár telpur hættu í skólanum eftir hátíðina, Yassmin Jamil Seif (Guðrún Sverrisdóttir)
og systurnar Sara Saaed og Einas Saeed(Matthildur Helgadóttir og Elín Agla Briem og Hrafn Jökulsson) Þar sem yfir sextíu eru á biðlista bað ég Nouriu að senda mér ný nöfn og þær
stúlkur hef ég sett hér og þær bera sömu númer og hingar og ég vona að styrkarmenn sjái að þær eru í brýnni þörf og rösklega það.
G30 er Hayfa Ali Awad 8 ára. Hún á sex systkini, faðir vinnur verkamannafinnu
G76 Najiba Ali Abdo Aljalal er 15 ára og á fimm systkini. Faðir látinn. Móðir vinnur við ræstingar
G123 Reem Abdullah Alhamy er 8 ára og ásex systkini. Foreldrar báðir óvinnufærir vegna heilsuleysis og skorts.
Stelpurnar okkar
G3 Saadah Abdallah Ali HusseinAlRemee Zontaklubburinn Sunna, Hfj
G4 Tahanee Abdallah Ali Hussein AlRemee Zontaklubburinn Sunna, Hfj
G5 Khload Mohamed Ali AlRemee Stella Stefansdottir Rvk
G6 Abeer Abdo AlZabidi Olof Arngrimsdottir, Rvk
G8 HMDA JAMEE MOHAMED Ólof magnusdottir Rvk
G9 Takeyah Mohamed Ahmad AlMatari Dominique Pledel Jonsson, Rvk
G10 Uesra Mohamed Saleh Hussein AlRemee BIRTA BJORNSDOTTIR, Rvk
G11 Hind Abdo Yahya Bo Belah Gudrun Olafsdottir, Rvk
G12 Bushra Ali Ahmad Hussein AlRemee Linda Bjork Gudrunardottir,Akranesi
G15 Fatten Abdo Yahya Bo Belah Gudrun Halla Gudmundsdottir, Rvk
G17 Ahlam Abdul Hamid Ahmad AlDhabibi Ingveldur Johannesdottir, Akureyri
G19 Sara Mohamed Saleh Hussein AlRemee Sigridur G. Einarsdottir, Rvk
G20 Shemah Abdul Hakim Abdul Alijoneed Ingunn Mai Fridleifsdottir, Hfj
G21 Hyefa Salmane Hasan AlSharifi Ingunn Mai Fridleifsdottir, Hfj
G22 Rawia Ali Hamod ALJOBI Kristin Sigurdard/Geir Þráinsson, Svíþjóð
G23 Hayat Mohamed Ahmad AlMatari Inga Hersteinsdottir, Seltj
G24 Safa Jamil Sharaf AlSalwee Gudrun Erla Skuladottir, Rvk
G25 Rasha Abdo Hizam Noman AlQodsi Hulda Waddel/Orn Valsson, Rvk
G26 LEEQAA YASSEN MOHAMED ALSHYBANi Thorgerdur &Kristjan,Rvk
G27 Leebia Mohamed AlHamery Gudlaug Petursdottir, Rvk
G29 Nassim Abdul Hakim Abdul Alijoneed Johanna Kristjonsdottir, Rvk
G30 Hayfa Aæo Wad Alradi Gudrun SverrisdottirRvk
G31 REEM AHMED ALKHSHANI ALKHSHANI Thorgedur og Kristjan, Rvk
G32 Hanan Mohamed Ahmad AlMatari Jona Einarsd/Jon Helgi Halfdanarson, Hveragerði
G33 OLA MOHAMED ABDUALEEM ABDULALEEM Hervor Jonasdottir/ Helgi Agustsson, Rvk
G34 Gedah Mohamed Ali Naser Thora Jonasdottir, Rvk
G35 Suzan Mohamed Saleh AlHamley Ingunn Mai FridleifsdottirHfj
G36 SARA TABET ALRYASHI EVA JULIUSDOTTIR, Rvk
G37 Fairouz Mohamed Ali AlHamyari Ragnhildur arnadottir Rvk
G38 BUSHRA ALI ABDUO OMAR ANNA KAREN JULIUSSEN, Garðab
G39 Sara Mohamed Saleh AlHamli Svala Jonsdottir, Rvk
G40 Hanak Mohamed Ahmad AlMatari Ragnheidur Gyda, Gudrun Valgerdur Thorarinsd. and Oddrun Jonsdaetur, Rvk
G41 Ahlam Yahya Mohamed Hatem Birna Karlsdottir, Rvk
G42 Bodore Nagi Obad Maria Kristleifsdottir, Kóp
G46 Bushra Sharaf Al Kadasse Catherine Eyjolfsson, Rvk
G47 Fatten Sharaf Al Kadasse Bjarnheidur Gudmundsdottir, Kóp
G48 Gada Farooq AL Shargabi AlShargabi Gudridur Helga Olafsdottir, Rvk
G49 Sabreen Farooq Al Shargabi Gudrun S. Gudjonsdottir, Akranesi
G50 Fatima Abdullah Al Kabass Ragnheidur Jonsdottir, Rvk
G51 AZHAR ABDUALMALIK ALBADANI HELGA SVERRISDOTTIR, Noregi
G52 Safwa Sadek Al Namoas AlNamoas Hildur Gudmundsdottir, Rvk
G53 Fatema Samer Al Radee AlRadee 13 Sigrun Tryggvadottir, Rvk
G54 Reem Farooq Al Shargabi AlShargabi Valdis B. Gudmundsd/Halldora Petursdottir, Rvk
G55 Amal Abdu Al Kadasi AlKadasi Vaka Haraldsdottir,Kóp
G56 Maryam Saleh Al Jumhree AlJumhree Valborg Sigurdardottir, Spáni
G59 Sumyah Galeb Al Jumhree AlJumhree VALGEDUR KRISTJONSDOTTIR, Rvk
G60 Aysha abdul Kareem ALANSEE Birna sveinsdottir, Rvk
G61 Aieda Yeheia Al Ansee AlAnsee Birna Sveinsdottir, Rvk
G62 Asmaa Ahmed Atteea Alhakami Herdis Kristjansdottir, Rvk
G64 Samar Yeheia Hassan ALHymee BRYNDIS SIMONAROTTIR, Eyjafj.sveit
G65 Intedar Hameed Al Harbe Sjofn Oskarsd/Arni Gunnarsson, Rvk
G68 Toryah Yehia Aoud Kristín Einarsdóttir, Rvk
G71 Hanadi Abdulmalek Al Ansee INGVAR TEITSSON, Akureyri
G75 shymaa ali mohamed ALSHMEREE Kristin Asgeirsdottir Johansen, Rvk
G76 Najiba Ali Abdo Aljabal Elin Agla Briem/Hrafn Jokulsson, Trékyllissík
G77 ENTESAR YHEIA AWOUD ALRADEE Vilborg Sigurdard/Vikar Petursson, Rvk
G79 Garam Abdullah Al Sharab Ásdis halla Bragadottir, Garðabæ
G90 Nawal Mohamed Al Hymee Rannveig Gudmundsdottir/Sverrir Jonsson, Kóp
G94 SUMAH HAMEED ALHASHME Ragnhildur Árnadóttir, Rvk
G95 A'MNA KASIM REZQ ALJOFEE Hjallastefnan, Garðabæ
G97 AMANI ABDULKAREEM ALUNSEE Hjallastefnan, Garðabæ
G98 AYDA ABDULLAH MOHAMED ALANSSE GUDRUN SESSELJA GUDJONSDOTTIR, Akranesi
G101 ARZAQ YHEIA HASSAN ALHYMEE Gudbjorg Arnadottir/Gudm sverrisson, Selfossi
G102 TARWA YUOSAF MOHAMED ALSAM'E Kristin B Johannsdottir, Garðabæ
G103 ZAYNAB YAHYA ALHAYME Hjallastefnan, Garðabæ
G104 RASHA ABDULMALIK ALANSEE Helga Harðard/Sturla Jonsson, Rvk
G105 ASMA MOHAMED SHIEK SHIEK Asdis halla bragadottir, Garðabæ
G106 RANYA YESSIN ALSHEBANI Adalbjorg Karlsdottir, Garðabæ
G107 REEM YESSIN ALSHEBANi Kolbrun Vigfusdottir, Rvk
G108 HEBA YESSIN ALSHEBANI Frida Bjornsdottir, Rvk
G109 SOHA HAMEED ALHASHMEE ALHASHMEE Eva Petursdottir/Axel Axelsson, Rvk
G110 SAMEHA HAMEED ALHASHMEE ALHASHMEE Eva Petursdottir/Axel Axelsson, Rvk
G111 REHAB HUSSAN ALSHAMERI Bara olafsdottir/Eirikur haraldsson, Rvk
G113 RAQED KAMAL ALZONOME Audur finnbogadottir, Garðabæ
G114 HADEEL KAMAL ALZONOME Kolbra Hoskuldsd&Magdalena Sigurdard, Borgarf.
G118 HANAN YIHYIA GALEB ALMANSOOR HERDIS KRISTJANSDOTTIR, Seltj
G119 SHADA YIHIA GALEB ALMANSOOr Margret gudmundsdottir/Brynjolfur kjartansson, Rvk
G120 HAYET YIHIA GALEBALMANSOOR Gudbjorg Arnad/Gudmundur Sverriss, Selfossi
G121 AHLAM ABDULLAH ALKEYBSEE Birna sveinsdottir, Rvk
G122 KAHDEJA NASAER HEYLAN ALANSEE ASTA .K. PJETURSDOTTIR, Rvk
G13 Nusaiba Jamil Sharaf Alsalwee Thorgerdur Sigurjonsdottir, Rvk
G116 Thuraiaa Jamil Sharaf Alsalwee Herdis Jonsdottir, Rvk
G84 Haseina Naser Mohammed Alansee Herdis Kristjansdottir, Seltj
G44 Shada Yousuf Mohammed Alsamme Jarlsstadavalkyrjurnar, Rvk
G81 Hekmat Amin Alkamel Hervor Jonasdottir/Helgi Agustsson, Rvk
G7 Bashayeer Nabil Abbas Abbas Sindri SnorrasonRvk
G43 Reda Yehya Qaleb Anansee Maria Sigurdardottir/Jon Hjartarson, rVK
G45 Anisa Qasim Reza Aljofee Ina Illugadottir, hfj
G112 Lowza Mohammed Ahmed Omar Matthildur Olafdsdottir/Agust Valfells, Rvk
G115 Fayuma Nasser Ahmed Aljakey Eyglo & Eidur Gudnason, Færeyjum
G117 Tagreed Ahmed Abdullah Ayash Sveinbjorg SveinsdottirRvk
G123 Reem Abdullah Alhaymi Matthilldur Helgadottir Ísafirði
G124 MaramAmin Ahmed Alkamel Edda Gisladottir/Throestur Laxdal, Rvk
G125 Hanan Gihad Mohammed Alhamadi Ragnheidur Hrafnkelsdottir
Rétt í leiðinni: Læt skanna inn bréfin og myndirnar sem ég kom með til nýrra stuðningsmanna og sendi þær í næstu viku. Hyggst svo biðja Mími að lána okkur húsnæði smástund eftir viku eða svo og þar væri gaman að hitta sem flesta stuðningsmenn til skrafs og ráðagerða og einnig til að gera grein fyrir hvernig ýmsum þeirra gengur í skólanum.
Leyfi mér að minna á fullorðinsfræðsluna ef einhverjir eru aflögufærir. Ath að það er samsvarandi 250 dollurum.
Þá vil ég taka fram líka að nokkrir hafa greitt meira fyrir krakkana en umbeðið var. Nokkir hafa borgað fullan helming af upphæðinni en ég hef ekki sett nöfn þessara hjálparmanna. Ég veit að það er umdeilanlegt en stuðningsmenn fimm barna hafa ekki staðið við sitt. Sú aukagreiðsla sem nokkrir inntu af hendi er mjög þakkarverð og hún rennur til þessara fimm sem ekki hefur verið greitt fyrir. Ítreka að ég er ekki að tala um þá stuðningsmenn sem borga mánaðarlega
Ef okkur tekst ekki að safna fyrir fullorðinsfræðslunni mun ég láta sjóðinn greiða það að minnsta kosti að hluta. Hvet ykkur þó til að leggja málinu lið og alls ekki skilyrði að hver greiði 250 dollara, bara það sem menn treysta sér til.
Ætla einnig að benda á að enn er um helmingur listaverkanna eftir börnin óseldur hjá mér. Þar getur munað um og ég sendi ykkur mynd um hæl. Það eru 7 þús. fyrir stærri gerð og 5 þús fyrir minni gerð. Númerið hið sama og fyrr 1151 15 551212 og kt 1402403979
Strákarnir okkar
B2 ADEL RADWAN RADWAN 12 Gudlaug Petursdottir, Rvík
B3 Rabee Abdullah Al Sharabi Hogni Eyjolfsson Rvík
B4 Maher Mohamed Hussein AlRemee Birna Sveinsdottir Rvík
B9 AMJAD SADEQ ALI ALNAMOSSE Garpur & Ingunn Kóp
B10 Mohamed Jameel Al Selwee Eythor Bjornsson Dalvík
B15 RAAD KAMAL ALZNOME Inga Jonsd/Thorgils Baldurss Rvk
B17 Wadee Abdullah Al Sharabi Gudmundur Petursson Rvk
B18 Jamal Al Hamid Al Shamree Helga Kristjansdottir Kóp
B28 AMAR THABET ALRYASHI Kristjan Arnarss& Aslaug Palsd. RVK
B29 Husam Salman Hasan AlSharifi RIKHARD & SESSELJA, Borgarf
B30 Naef Salman Hasan AlSharifi Loftur Sigurjonsson, Rvk
B32 Abdulrahman yehia ALMASWA GUDNY OLAFSDOTTIR, Kóp
B35 MOHAMED HUSSAN ALSHari ASDIS STEFANSDOTTIR. RVK
B37 YASER YHEIA AOUD Axel Guðnason. Hfj
B40 Ahmed Abelmalek Al Anse AlAnsee Ingvar Teitsson, Akureyri
B44 Mohamed Naji Obad Edda Ragnarsdottir. RVK
B48 Galeb Yheia Saleh Al Ansee KRISTIN Sig.& GEIR Þráinsson, Svíþj.
B54 Hussein Abdullateef Magraba AnitaJonsd/Ornolfur Hrafnsson, Akureyri
B56 MAJED ABULRAHMAN ALOLUWFEE Bara and Eirikur Haraldsson, RVK
B58 MOHAMED ABDULRAHMAN ALOLUWF Bara and EirikurHaraldsson Rvk
B60 AMJAED DERHEM ALSOLWI Herdís Kristjánsdóttir, Seltj.
B61 ABDUEALAH NOMAN ALAWADI Josefina Fridriksdottir, Selfossi
B62 AHMED NOMAN ALAWADI Guðjon Gudmundsson, Akranesi
B90 YUSER ALI MOHAMED ALAMREE Hjallastefnan, Garðabæ
B104 Abdulkareem Mohamed Almatri Birna Sveinsdottir, RVk
B105 Abdulelah Sameer ALRADEE Sif Arnarsdottir, Rvk
B106 Yihya Nasser Mohamed ALANSEE Sigridur Halldorsd, Akureyri
B107 Majed Yiyhay Galeb ALMANSOOR Ester Magnusdottir, RVK
B108 Badre Yihay Hussin ALMATRI ÞoraKristjansd/Sveinn Einarss, Rvk
B109 FOUAD NAJI HUSSAN ALSALMM Rikhard & Sesselja, Borgarf
B110 BDRE ABDULKAREEM ALANSEE Sigridur Lister, Rvk
B111 ALI NAJEEB LABIB ALADEME Eva Yngvad/Sigurjon Sigurjonss Rvk
B112 IBRAHIM AHMED QARASE Hrafnhildur Baldursd, Rvk
B113 BASHEER NABIL AHMED Alma Hronn Arnardottir Rvk
B116 IUMAN YASSEN MOHAMED ALSHEBANI Margret H. Audardottir, Rvk
B120 ADNAN AHMED SALEH ALHOMBOS Petur Josefsson, Rvk
B 99 KARAM ABDULKAREEM ABDO Omear Thorb.Logi Bjornsson, Rvk
B115 Nasr Gihad Mohammed alhamadi Bara Hjaltad/ Magnus Arngrímss, Dalabyggð
B117 Jamal Sadique Mohammed Alsharabei Æsa Bjarnad/Sverrir Jakobss, Danmörk
Subscribe to:
Posts (Atom)