Wednesday, January 14, 2009

Hvað viljið þið?


Frá húsi Ananíasar í Damaskus sem hefur löngu verið breytt í undurfagra kapellu

N.k. laugardag mun Sýrlands/Jórdaníuhópurinn frá í september hittast á myndakvöldi hjá Sigríði Harðard og Páli Bjarnasyni. Skal hver borga 2 þús kr. en þau hjón elda. Ef vill hafi menn með sér drykkjarföng.

Vil einnig benda á að skemmtileg og fýsileg dagbók Péturs Jósefssonar úr ferðinni er komin á sérstakan hlekk á síðunni.

Nýjar myndir af Jemenkrökkum
Bað Nouriu að senda mér nýjar myndir af krökkunum sem við höfum styrkt frá upphafi. Allmargar eru komnar og gefi þeir sig fram sem vilja frá þær. Hún sagði það gæti verið erfitt að fá stelpurnar sem eru komnar á þann aldur að þær vilja bera blæju, til að leyfa myndatöku án blæju en hún hefur greinilega talað þær til.

Og svo er þetta aðkallandi : að menn tilkynni sig í ferðir vorsins plís

Setti bráðabirgðaverð inn á síðuna nýlega og hef fengið svör en margir hafa ekki látið mig vita. Bið þá gera það. Þarf að borga flugmiða 2 mánuðum amk fyrir brottför og flestir greiddir í evrum sem hefur aðeins lækkað.


Fréttabréfið ´væntanlegt, stútfullt af spennandi efni
Upp úr 20.jan ætti Fréttabréfið að vera tilbúið undir skörulegri forystu Dominik.
Þar skrifa Þór Magnússon um Líbíuferð, Vera Illugadóttir um líbísk hljóðfæri, Ólafur Egilsson hugleiðingar úr Sýrlandsferð, Ragnheiður Gyða um Fönikumenn og Inga Hersteinsd um Bleeding of the Stone. Og fleira. Verið svo góð að láta vita ef þið hafið breytt um heimilisföng síðan síðast. Það er aðkallandi, við höfum engin efni á að margsenda hvert fréttabréf.

Fundur þann 1.febr.
Loks vil ég biðja ykkur að taka frá smátíma 1.febr en þá verður fyrsti almenni fundur ársins. Friðrik Páll Jónsson og Egill Bjarnason munu fjalla um málefni Gaza og fleiru því tengt. Það verður ugglaust mjög fróðlegur fundur.

No comments: