Friday, January 9, 2009
Verð er ekki fullfrágengið en hér koma þó upplýsingar
Sælt veri fólkið
Vegna þess að flugmiðar eru ekki klárir get ég aðeins sett inn bráðabirgðaverð í dag en hér eru þó aðskiljanlegar upplýsingar og í fyrsta lagi þetta sem kemur áreiðanlega mörgum vel: Icelandair hefur fallist á að láta vildarpúnkta sem menn eiga ganga upp í verðið á ísl. miðanum. Full púnktaeign gæti því lækkað verð um 20 þúsund. Til flestra áfangastaða Icelandair í Evrópu þarf um 38 þús-42 þús. púnkta.´
LÍBANON
1.dagur Komið til Rafik Hariri flugvallar í Beirut. Gengið frá vegabréfsmálum. Keyrt á hótel Lancaster sem er afskaplega hlýlegt hótel á góðum stað og ekki ýkja langt frá ægissíðunni.
2.dagur. Menn taki það rólega fram að hádegi. Síðan er farið í Sjabra og Sjatilla flóttamannabúðirnar. Síðdegis í hina stórbrotnu Jeita dropasteinshella og svo í gönguferð um nýja miðbæinn í Beirut. Kvöldverður á Lancasterhóteli og gist þar
3.dagur Ferð inn í Beekadal og til Balbeck. Aftur til Beirut og borðað utan hótels
Gist á Lancaster
4.dagur Farð til norðurs og upp í cedarskóginn. Skoðað merkilegt safn um Khalil Gibran. Stórfallegt landslag. Til Tripoli og skoðun um borgina. Tripoli er m.a. frægt fyrir skemmtilegan markað og sætar kökur auk merkra sögustaða og þetta verður allt kannað vandlega. Gistum á Florida Beach prýðishóteli í fallegri vík skammt frá Tripoli. Borðað þar.
5.dagur. Keyrum til suðurs og til Sidon sem er skemmtileg leið og staðurinn frægur og m.a. athyglisverður sjávarkastali. Aftur til Beirut. Borðað á Lancaster og gist þar
6.dagur Um morguninn skoðum við Þjóðminjasafnið. Frjáls dagur eftir það. Borðað utan hótels og gist á Lancaster
7. dagur Farið til Byblos. Frjáls eftirmiðdagur. Kvöldverður utan hótels í boði Johannatravel. Gist á Lancaster
ds
Líbanskur matur er víðfrægur fyrir gómsæti
Innifalið í verði:
Flug og skattar
Gisting á Lancaster og Florida hótelum.
Morgunverður
Vegabréfsáritun
Öll keyrsla í skoðunarferðum og aðgangseyrir á skoðunarstaði
Þjórfé á hótelum og veitingastöðum
Kort og upplýsingabæklingar
Ein vatnsflaska á dag í rútuferðum
Allir kvöldverðir
Ekki innifalið:
Þjórfé til bílstjóra og leiðsögumanns í Líbanon
Drykkir
Grafhýsi Hafezar þess fræga persneska skálds
ÍRAN
Áætlun er eins og á link um Íran nema við verðum degi lengur. Stoppum í hinni fögru borg Kashan á leið frá Isfahan og komum því seinna til Teheran. Síðasta daginn förum við á Þjóðminjasafnið þar og Krúnusafnið(ef menn svo kjósa). Að öðru leyti frjáls tími í Tehran.
Innifalið í verði:
Flug, allir skattar
Gisting
Fullt fæði alla dagana
Keyrsla og inngangseyrir á skoðunarstaði.
Þjórfé á hótelum og veitingastöðum
Vatnsflaska á ökuferðum
Drykkir(óáfengir)
Kaffi og te er einnig innifalið á akstri
Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun(80-90 dollarar). Ég kalla hóp saman með mjög góðum fyrirvara þar sem menn fylla út eyðublöð og koma með nýjar myndir. ath. að konur skulu bera slæður á þeim myndum.
Ég tek síðan að mér að senda vegabréf og umsóknir utan til að unnt sé að ganga frá áritunum.
Gulla fær skvettu af heilögu vatni í Georgíu
Kákasuslöndin, Georgía og Armenía
Þetta verður 14-15 daga ferð og Azerbadjan er sleppt vegna þess að það er svo ókristilega dýrt og eins og ekki síður vegna þess að hin löndin tvö eru fullkomlega fullægjandi og heilluðu menn mun meira en Azerbadjan í þeirri ferð sem farin hefur verið.
Dagskrá í Georgíu hefur verið stytt nokkuð og verður birt nákvæmlega síðar- réttara sagt eins fljótt og unnt er.
Innifalið:
Flug, skattar
Gisting. Eina nótt er gist í heimahúsi í Georgíu
Fullt fæði. Stundum vín með mat en oftast ekki
Vínsmökkun í Georgíu og Armeníu(borðvín í Georgíu og koníak í Armeníu)
Keyrsla og aðgangseyrir á skoðunarstöðum
Þjórfé
Vegabréfsáritun til Armeníu(sé um það) og brottfararskattur í Jerevan(Armeníu)
Endurtek sem sagt að menn noti vildarpúnkta til að lækka verð á flugi frá Íslandi og heim.
Bið menn elskulega en mjög eindregið að tilkynna sig sem fyrst jafnvel þó verð sé ekki komið því það hækkar/lækkar eftir því hvað hver hópur er stór. Mun lækka verð sem ég fæ frá flugfélugum um leið og ég veit fjölda.
Þó er óhætt að segja með stórum fyrirvara
Líbanon verður varla undir 250-280, þús
Íran um 470 þús
Kákasus um 430
Miðað við að gengi evru hefur breyst úr tæpum 90 krónum í 170 og rokkar til og frá er ég mjög sátt við ef ég þarf ekki að hækka meira. Vonast til að heyra frá þeim sem hafa látið í ljós áhuga og það sem fyrst. Því fyrr get ég birt endanlegt verð. Það skal tekið fram að þetta er vonandi allt hærra en verðið endar- nema Líbanon. Það breytist trúlega ekki mikið
Minni svo enn á Jemenbarnafund í gamla Stýró við Öldugötu á sunnudag kl. 14.Stundvíslega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment