Tuesday, January 27, 2009

Við ræðum um Gaza á sunnudaginn kl. 14. Íranferð fullskipuð


Gazasvæðið er örlítill partur af Reykjanesinu að stærð

Eins og fram kemur í fréttabréfinu okkar verður vetrarfundur VIMA á sunnudag 1.febrúar kl 14 í Kornhlöðunni við Bankastræti. Þar tala þeir Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður Spegilsins á RÚV og Egill Bjarnason, blaðamaður um ástandið á Gaza og í Palestínu svo og aðdraganda og tipla á sögunni sem leiddi til þess að til varð þetta skelfilegasta og örugglega fjölmennasta "fangelsi" nútímans.

Ég er sannfærð um að VIMAfélagar láta ekki þennan mikilvæga fund framhjá sér fara.
Gestir og nýir félagar eru velkomnir og ég efa ekki að báðir ræðumenn eru tilbúnir að svara spurningum.

Minni á félagsgjöldin. Mjög óljósar ferðaáætlanir munu liggja frammi.


Mynd af okkur Pezhman Azizi leiðsögmanninum í Íransferðinni.

Fimmta Íransferðin verður sem sé að veruleika og er fullskipuð. Að vísu verðum við 17 en ekki 20 en vegna velvilja Shapar ferðaskrifstofustýru helst verð óbreytt

Hafi einhverjir til viðbótar áhuga verður að spyrjast fyrir um það og ákveða sig í einum hvelli. Ég er mjög fegin að þetta skuli hafi leyst farsællega
Hef sent Íranförunum væntanlegu beiðni um að senda mér kreditkortanúmer vegna púnktamála hjá Icelandair og ég þarf starfsheiti og vegabréfsnúmer frá nýjum félögum.

Bið menn að gæta að því að vegabréf skal vera gilt í sex mánuði eftir að ferð lýkur. Ef svo er ekki þarf að fá sér nýtt vegabréf.

Nú fer í gang þessi prósess að senda út upplýsingar um hópinn til að fá hann samþykktan - það er nú meira formsatriði- og seinni hluta febrúar hittumst við svo til að fylla út umsóknir og spjalla um ýmislegt sem að ferðinni lýtur. Mun einnig senda Íranförunum næstu daga upplýsingar um greiðslumál.

Eins og kom fram í síðasta pistli er augljóst að Kákasusferð dettur út, því er nú verr og miður. En þáttöku vantaði, það var málið og tjóir ekki að fást um það.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna. Þetta er MJÖG áhugavert.Ég mæti ef ég verð ekki á Snæfellsnesinu.Er mikið þar um helgar,svona eftir veðri.
Kveðja,

Ingunn Mai Friðleifsdóttir