Thursday, March 12, 2009

Bætist við í Jemen - kvöldnámskeið 24.mars hjá Mími


Hrafnhildur í Sahara Vera Illugadóttir tók myndina

Sæl öll
Fyrst bið ég forláts á að hafa angrað ykkur með skeyti um vírusviðvörun, það reyndist vera gabb. Kostulegt tómstundagaman.

Fjórir hafa lýst áhuga sínum á að bætast í Jemen/Jórdaníuferðina. Hef sent út fyrirspurn til Royal Jordanian og ferðaskrifstofanna. Á ekki von á svari fyrr en eftir helgi en læt viðkomandi vita þá strax. Hef sett nöfn núverandi þátttakenda bæði í Íran og Jemen inn á listann Þátttakendur í ferðum.

Minni á getraunina. Hef fengið slatta af svörum og verður æsispennandi að vita hver ber sigur úr býtum.

Ætla að nefna að þann 24.mars er fyrirhugað eins kvölds námskeið hjá Mími símenntun þar sem ég tala um sögu og menningu Miðausturlanda. Þið getið skráð ykkur hjá Mími. Vona að þátttaka náist.

Eins og ég hef getið um verður væntanlegum Marokkóförum send greiðsluáætlun fyrir næstu mánaðamót. Þar geta nokkrir bæst við.

Myndin er Hrafnhildi Baldursdóttur í Sahara var tekin í Líbíuferðinni sl. haust. Nú þarf ég að heyra hið allra fyrsta frá hugsanlegum og áhugasömum, bæði í Líbíu í október og Egyptaland í nóvember. Bið ykkur lengstra orða að vera ekki á síðasta snúningi með það.

Það er víðar kosningabarátta en á Íslandi: Nouria skrifaði mér að krakkarnir væru að kjósa 2 formenn, stelpnahópsins og strákahópsins og sýna hina mestu útsjónarsemi í baráttunni.

No comments: