Wednesday, March 11, 2009
Jemenferðin er fullskipuð! Íranfaravegabréf á leið til Noregs
Við Pezhman verðlaunagæd. Gulla eða Þóra J tók(u) myndina
Við Bab al Jemen, hliðið að gömlu Sanaa. Jk tók myndina
Mér er það mikil ánægja að segja ykkur að Jemenferðin í maí er fullskipuð því þrír bættust við í morgun og þrjá vantaði.
Ég geri örlitlar breytingar á ferðinni og mun hafa samband við alla vegna þess eftir smátíma. En við verðum sem sé átján, þar af er helmingur að fara í fyrstu VIMA ferð og hinir eru nýir. Svipað hlutfall og í Íranferð svo þetta er fín blanda. Það er einhver misskilningur í gangi þó ég hafi sagt það hundrað sinnum: fólk sem segist slá Jemenferðinni á frest og segist ætla að fara seinna virðist ekki alveg ná því að þetta verður síðasta hópferðin til Jemen.
Auðvitað höldum við stuðningsmálum okkar áfram en hópferðum lýkur við næstu áramót.
Athuga það.
Móðuramma mín, Valgerður hefði orðið 133 ára í gær, ég hallast að því að hugarorka hennar hafi ráðið úrslitum. Hún var svoddan nagli en inni fyrir sló hjarta úr gulli.
Vegabréfin á leið til Noregs
Íranfarar hittust á sunnudag og við fylltum út umsóknir og ég afhenti miða og allt það og áttum góða stund. Á mánudagsmorgun sendi ég svo út stóran pakka með vegabréfum og þessum plöggum og mörgum í viðbót til sendiráðs Írans í Osló. Þess má vænta að þetta sé um það bil að lenda í dag eða á morgun. Íslenska sendiráðið í Osló hefur lofað mér aðstoð við að sækja vegabréfin þegar þau hafa fengið stimpilinn sinn og koma þeim til mín. Stefanía Khalifeh sem bætist í hópinn frá Jórdaníu hefur þegar fengið sína áritun í Amman. Svo þetta er allt á góðu róli og ég er alls hugar fegin yfir því.
Þá hefur Shahpar sagt mér að gædinn okkar í Íran Pezhman Azizi sem verður með okkur og hefur verið í öllum ferðunum nema einni, hafi verið kjörinn besti gæd í Íran sl ár og kemur það áreiðanlega engum á óvart sem hefur verið með honum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta eru gleðifréttir það má nú alveg kætast yfir þessu. :) :)
Ég tók mydnina af ykkur Pezhman. :)
Bkv. Þóra J.
Post a Comment