Tuesday, March 17, 2009
Á fleygiferð: Íransvegabréf komin og Jemenfundur á sunnudag
Fundur með væntanlegum Jemen/Jórdaníuförum verður n.k. sunnudag kl 14. Hef sent upplýsingar til allra og bið þá sem mögulega geta að mæta. Ég get ekki fengið húsnæði á öðrum tíma vegna þess það er kennt þarna alla daga og kvöld. Þar sem Jemenhópurinn er orðinn ágætlega bústinn, 24 þátttakendur og þar af um 14 nýir finnst mér eðlilegt að við efnum í fund og skröfum saman. Einnig fá menn afhenta rétta áætlun og lista yfir þátttakendur.
Var að senda Íransförum bréf um að passarnir eru komnir í mínar hendur eftir að hafa farið til Noregs að fá stimpil. Hef einnig beðið fólk að sækja þá til mín. Vil helst láta þá í hendur fólks fremur en pósta þá vegna óhapps sem varð í fyrra en bjargaðist að visu.
Sendi á fröstudaginn greiðsluplan til Marokkófara í sept. Get bætt við 2-3 en helst ekki öllu fleirum.
Verið svo væn að láta frá ykkur heyra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment