Monday, March 23, 2009

Svör við getrauninni----

Góðan daginn og afsakið hvað ég kem með þetta seint. Týndi gleraugunum mínum í gærkvöldi og hef verið eins og blindur kettlingur. Nú eru gleraugun fundin og ráð að snúa sér að getrauninni.

Svör bárust alls 20. Þau voru undantekningarlaust afar vel unnin. Þegar ég fór að athuga þetta vandlegar eru nokkrar spurningar sem eru vafaatriði- eða réttara sagt geta verið fleiri en eitt svar við eða heimildum sem menn hafa rannsakað við fræðistörfin ber ekki saman. Þá læt ég svarendur njóta vafans.

Vegna athugasemda sem ég hef fengið í kvöld ætla ég að ítreka að það eru aðeins þrjú Arabalönd sem hleypa mönnum inn í sín lönd með stimpil frá Ísrael.
Ísraelar fá ekki vegabréfsáritun til neinna þeirra landa sem Wikipedia telur upp.

Undantekning eru nokkrir háttsettir embættismenn sem m.a. reyndu að koma á samkomulagi við Katar fyrir nokkrum árum. Þá var nokkur áhugi á samskiptum milli Ísraela og Katara.
Það hefur einstöku sinnum komið fyrir að samskonar embættismenn Ísraels hafi fengið undantekningu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.EKKI ÞÓ MÖRG UNDANFARIN ÁR

Meðal þeirra landa sem upp eru talin og sögð hleypa mönnum inn með stimpil frá Ísrael er Alsír. Það er EKKI rétt frekar en önnur en þau sem ég minntist á Katar og SAF. Bahrein hleypir fólki t.d ekki inn ef svo er. Um þetta veit ég af eigin reynslu og með þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér á staðnum.

Ég var ekki að spyrja um undantekningarnar eins og má vonandi ljóst vera.



Önnur dæmi: Yasser Arafat hefur alltaf verið í ljónsmerkinu að því er ég best vissi. Nú kemur í ljós að kannski var hann að svindla sér þangað og er etv í jómfrúrmerki.
Því er ekki dregið frá þeim sem telja hann í jómfrúrmerki.

Sama gildir með stærðina á WAdi Hawdramaut í Jemen. Henni ber ekki saman því misjafnt er hvaðan og hvernig menn mæla hann.

Í þriðja lagi var ég að spyrja um Wahibasanda í Óman sem er eina SANDEYÐIMÖRKIN þar.
Ýmsir tóku það svo að spurt væri um Rub Al Khali og er því gefið rétt fyrir hvorutveggja svör.

Hvað varðar læsi/ólæsi hafa menn flett upp á ýmsum stöðum og fengið aðskiljanlegar niðurstöður.
Ég hef til viðmiðunar niðurstöðu UNESCO frá 2009

Þá er enn eitt: Elsta stafróf sem tekist hefur að ráða og spurt var um er EKKI rúna eða myndletur. Um þetta atriði eru einnig deildar meiningar. Ég ítreka að það var ekki myndletur eða rúnaletur. Hefðbundið stafróf.

Til að koma í veg fyrir leiðindi ákváðum við Gulla að meta svörin út frá þeim spurningum þar sem túlkunar- ágreiningsatriði eru ekki fyrir hendi. Vegna þessara atriða verður nafn vinningshafa ekki birt fyrr en á morgun.

Hér koma
rétt svör skv þessum fyrirvara sem gefin er

1. Arwa Ahmedsdóttir og aðalaðsetur hennar í Jibla

2. 160x12 km. Mælingar má framkvæma á fleiri háttu og teygja dalinn bæði inn í Sádi Arabíu og Óman og þá nær hann yfir 600 km lengd Oftast er hann mældur 160x12

3. 1.september

4 Michel Suleiman og er kristinn

5 Egyptaland

6. Bani Sadr, Ali Raji, Ali Khameini, Rafsanjani, Khatami og Ahmedinejad

7. Meknes, Rabat, Fez og Marrakesj

8. 133

9. Íran

10. Kabúss bin Said 23.júlí 1970

11. Jerevan, Tblisi og Bakú

12. Íran(þá Persía) árið 1908.
Skal þó tekið fram að olíublettir höfðu löngu fundist fyrr m.a. í því sem nú er Írak en venjan er að miða við þetta ár.

13. 1)Leftis Magna b) Palmyra c) Jerash
Þar sem nokkrir nefndu Petru skal tekið fram að hún var borg Nabatea. Rómverjar komu þar löngu siðar
Ýmsir nefndu Sabratha í Líbíu og auðvitað er kannski líka rétt að nefna Kyreenea þar í landi. En flestir fræðimenn telja Leftis Magna stórkostlegasta

14. Hér var spurt um Wahibasanda sem eru 200x100 km að stærð. Oft er miðað við að stærð sé áþekk og Katar eða Wales.

En gefið rétt líka fyrir Rub al Khali sem er 650 þús ferkm.

15. Ólæsi telst mest skv. UNESCO 2009 í Írak og minnst í Jórdaníu.
Skv sömu skýrslu er ólæsi kvenna í Írak 77% og Jemen 76% Ólææsi í Marokkó er einnig mjög mikið eða um 50%.

16. 1917, Balfour, utanríkisráð'herra Bretlands

17. Asma er menntuð í tölvunarfræðum og frönskum bókmenntum

18. Arafat: Sagður fæddur frá 4.ágúst til 29.ágúst og því gefið rétt fyrir bæði ljóns og meyjarmerki.

19. Ugarit við Latakia í Sýrlandi

20. Til Jórdaníu, Egyptalands og Marokkó


Eing og sjá má harla margræð getraun og því eiginlega í fullu samræmi við Miðausturlöndin sjálf.
Er verulega hrifin af því hvað menn hafa lagt hart að sér og endilega efna í svona aftur seinna.

Það eru því meirihluti þátttakenda sem kemur til greina sem vinningshafar. Gulla Pé kemur hérna á eftir og aðstoðar mig við að fara yfir svörin aftur með hliðsjón af gerðum athugasaemdum. Um þrír fjórðu svaranna er réttur með þessum fyrirvara sem gefinn er og verður að teljast æði sveigjanlegur

Þakka svo öllum fyrir þátttökuna. Bið forláts á því að ekki var nógu skýrt að orði komist í sumum spurninga. En þar sem 16 af 20 teljast með rétt svör verður að líta á það sem góðan árangur.



Jemenfarar á fundi í gær
Notalegur fundur með Jemenförum í gær. Allir fengu sér te/kaffi og sætindi, skrafað um ferðina fram og aftur. Afhenti fullbúna ferðaáætlun og lista yfir ferðafélaga. Fáeinir höfðu tilkynnt forföll, hef sent í pósti til þeirra. Við hittumst svo skömmu fyrir brottför þegar miðar verða komnir.

No comments: