Thursday, March 19, 2009
Mér datt í hug Íransferð í haust- láta vita snarlega- ofl
Fáni Jemens
Sæl öll
Það hefur verið grátur og gnístran tanna af því ég gat ekki tekið fleiri í Íranferðina. Þær ástæður helstar: fyrirvari fólks var of skammur og þá reyndist heldur ekki gerlegt svona seint að fá flugmiða og gistingarmál hefðu farið í rugl og vitleysu.
Svo þess vegna fékk ég þessa bráðsnjöllu hugmynd að hafa aðra Íranferð í haust, EFTIR Marokkóferð.Og fyrir Líbíuferð- vel á minnst gjörsovel og láta vita um þátt í henni.
En til þess að svo geti orðið þarf ég að fá að vita hvort þátttaka fæst í hana. Heyra frá fólki snarlega og því verð ég að biðja ykkur að láta þetta ganga því ég var hætt að skrifa niður þá sem vildu til Írans þar sem þeir tilkynntu sig um seinan Hver láti genga til amk fimm. Verið svo væn.
Í öðru lagi í kvöld rennur út frestur í getraunina. Sendið því svör í dag og við rennum í gegnum þetta á morgun. Augljóst er að fleiri en einn og kannski fleiri en tveir eru með fullkomlega rétt svör og þá þarf að draga. Gæti vonandi sagt frá því á sunnudag.
Í þriðja lagi: Munið að skrá ykkur á kvöldnámskeiðið hjá Mími 24.mars um Menningu og sögu Miðausturlanda. Hringið í Mími, ég hef ekkert með skráningu að gera.
Í fjórða lagi: Ég er ekki ræðismaður þessara landa. Auðvitað er mér sönn ánægja að veita liðsinni en mér blöskrar stundum hvað utanríkisráðuneytið er óliðlegt við fólk og hefur takmarkaðar eða beinlínis rangar upplýsingar.
Enn eitt: bið Jemen/Jórdaníufara að mæta á fundinn á sunnudag kl. 14 eins og allr hafa fengið boð um. Við getum átt þar notalega stund og Gulla pé ætlar að ganga frá áætluninni, vel uppsettri og allir fá hana í hendur svo og lista yfir þá sem fara í ferðina. Hún er full og ég bæti ekki við. Hef leyst mál Guðrúnar C. Emilsdóttur.
Á morgun sendi ég svo greiðsluáætlun til Marokkófólks og bið þá sem vilja bætast við að láta heyra frá sér hið allra fyrsta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment