Tuesday, March 29, 2011

Íransmyndakvöld- göngur í Sýrlandi til stuðnings Assad- Eþíópía á aðalfundi


Íranhópurinn við hús eldsins í Jazd. Vantar ljósmyndarann Hrafn Jökulsson á myndina en lengst til hægri er íranskur blaðamaður sem ræddi við mig um ferðina

Hef sent Íransförunum í febr/mars tilkynningu um myndakvöld og vonast til að þar verði góð þátttaka og menn streymi með myndir sínar. Vænti þess að menn tilkynni þátttöku hið allra fyrsta.
Hef pantað smárétt og kaffi og við ættum að geta átt ljúfa og notalega stund enda var hópurinn sérdeilis samstilltur. Það er einhvern veginn alltaf þannig í Íranferðunum.



Forsetahjón Sýrlands
Það er eftirtektarvert að nú eru hópgöngur um Sýrland, þvert og endilangt til stuðnings Assad forseta. Enda engum blöðum um það að fletta að öndvert við flesta aðra leiðtoga Arabíuskagans nýtur hann trausts unga fólksins.
Hann mun greina frá afléttingu neyðarlaganna sem hafa verið í gildi í hátt í 40 ár og með því er auðvitað linað á ótal mörgum höftum, svo sem banni við fjöldafundum ofl. Reikna má með að hann láti ríkisstjórnina víkja í dag og skal þá ný skipuð innan sólarhrings.

Það kom til verulegra átaka í hafnarborginni Latakia og bænum Deraa rétt við jórdönsku landamærin í sl viku en stjórnmálaskýendum bar saman um að þessar óeirðir hefðu verið sprottnar af öðrum hvötum en þeim sem hafa tröllriðið mörgum Arabalöndum síðustu vikur.

Trúlegt er að hann boði einnig að leyft verði að stofna alvörustjórnmálaflokka og stórlega verði linað á ritskoðun sem er löngu tímabært.
Verði neyðarlögunum aflétt er einnig sú hætta úr sögunni að handtökur án ákæra verði liðnar.
Basjar al Assad er klókur maður og framfarasinnaður og hefur sýnt það í þessi tíu ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn í landinu að honum er í mun að færa Sýrland fram á við í flestu tilliti. Hann lét það í ljósi þegar hann tók við þó svo hann þyrfti nokkuð að hægja á breytingum þegar gömlu hagsmunaseggirnir sem höfðu hreiðrað um sig í skjóli föður hans risu gegn þeim.




Eþíópia

Við reiknum með að aðalfundur VIMA verði 7.maí n.k og þá verður að loknum aðalfundarstörfum rætt um Eþíópíu og sýndar myndir þaðan og flutt tónlist.
Mikill áhugi er á ferð þangað árið 2012 og ég fer í skoðunar og rannsóknarferð þangað 8.maí og mun síðan kynna ykkur niðurstöðu, hvernig verðlag er og fleira en ekki er vafi á því að margt fagurt er þar að skoða. Þið látið mig vita- margir hafa gert það þegar- og verður haft samband þegar ég kem heim aftur.

Svo líður að fyrstu ferðinni til Uzbekistan um miðjan apríl og annarri í september.Þær eru báðar fullskipaðar. Uzbekistanfarar í apríl hafa fengið bréf um hvenær hist verður til að afhenda miða ofl

Sunday, March 27, 2011

Íranfararnir 2011 Upplýsingar um Uzbekistan. Og Basjar heldur ræðu senn



Frá Samarkand
Nú fer að styttast í fyrstu ferð VIMA hóps til Uzbekistan. Við verðum 27 og er hópurinn vel skipaður að því er best verður séð.
Mun senda þáttakendum sérstaka tilkynningu á morgun eða hinn hvenær miðaafhending verður.
Þar sem ég hef einnig pantað rútu til að sækja hópinn á flugvöllinn í Frankfurt og fara með okkur á hótel og aftur til að flytja okkur út á völl læt ég vita um það samtímis hvað þarf að borga aukalega fyrir það. Menn geta greitt þá smáupphæð inn á ferðareikninginn 342 13 551346 og kt 441004-2220.



Forsetahjón Sýrlands

Bouthainia Shaaban, talsmaður Assads Sýrlandsforseta hefur greint svo frá að forsetinn muni ávarpa þjóðina síðdegis í dag til að segja frá þeim ráðstöfunum sem sýrlenska stjórnin hefur ákveðið að grípa til svo ekki fari allt úr böndum í landinu.
Óeirðir voru á föstudag og í gær og þá einkum í Latakia og Deraa en einnig kom til átaka í Damaskus.
Því er spáð að forsetinn muni lofa að fleiri pólitískir fangar verði látnir lausir- en það hefur lengi verið leiðinlegur blettur á Sýrlandi hversu áfjáð leynilögreglan er að handtaka menn fyrir litlar/engar sakir. Einnig að hann greini frá því að leyfð verði í alvöru að stofnaðir verði stjórnmálaflokkar sem fái að starfa í landinu, neyðarlögum sem hafa verið í gildi í áratugi verði aflétt ofl.

Það er mjög aðkallandi fyrir Basjar Assad að koma af hreinskilni fram við þjóðina til að hann haldi trausti manna. Ungt fólk virðist styðja hann í hrönnum en það er líka áfjátt í að breytingar verði gerðar á stirðnuðu stjórnarfari.

Þegar hann tók við árið 2000 sýndi hann vilja til að gera breytingar en það reyndist honum erfitt vegna þess hve hann sat uppi með hrúgu af gömlum kerfisköllum sem höfðu búið um sig í skjóli föðurins og vildu ekki missa spón úr aski sínum.




Íranhópurinn 2011. Myndin er tekin við Gerlistasafnið í Teheran.

Fremstra roð frá vinstri
Magdalena Sigurðardóttir, Þórhildur Hrafnsdóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Pezhman Azizi
Næsta röð: Hrafn Jökulsson, Margrét Snorradóttir, Bergljót Fatima Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Kristín A. Sigurðurdóttir, Jökull I Elísabetarson, Rúnar Helgi Vignisson
Þriðja röð: Vilborg Sverrisdóttir, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir, Ágústa Lárusdóttir, Sara Sigurðardóttir, Jóna Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Margrét Ásbjarnardóttir, Guðmundur Sverrisson
Efsta röð Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, Stanley Pálsson, Halldór Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Guðrún Gauksdóttir, Ólafur Jóhannesson

Vonandi hafa menn nú sorterað myndir sínar og efnt verður til myndakvölds eins fljótt og unnt er.
Ferðin var ákaflega vel lukkuð, leyfi ég mér að segja.
Á myndakvöldinu verða einnig afhentar viðurkenningar fyrir ferðasögu og stjörnumerkjakeppni.

Friday, March 25, 2011

Gæti skýrst þegar líður á daginn hvaða atburðir eru raunverulega að gerast í Sýrlandi? Og vesenisgangur í Ali Abdullah Saleh eina ferðina enn



Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens hefur nú gefið út mjög þokukennda yfirlýsingu um að hann sé tilbúinn að stíga til hliðar og afsala sér völdum í hendur þeirra "sem hæfni hafa til þess að taka við" þó ekki sé það skilgreint nánar. Ekki var heldur nein tímasetning hjá forsetanum enda ættu menn nú að vera farnir að átta sig á því að slíkt er ekki sterkasta hlið Saleh sem amk tvívegis hefur tilkynnt að nú sé hann hættur og farinn en hefur síðan "látið undan þrýstingi þjóðarinnar" og boðið sig fram aftur.

Nú hefur þó harðnað á dalnum hjá Saleh eftir að ýmsir yfirmenn hersins hafa yfirgefið hann og hvetja jemenska undirmenn sína til að skjóta alls ekki á mótmælendur í dag. Búist er við mótmælum á næstu klukkutímum og mun þá reyna á hversu hlýðnir hermennirnir eru.

Á hinn bóginn er með öllu óklárt hver mundi taka við af Saleh því viðkomandi herforingjar sem hafa stungið af eru þrátt fyrir allt hluti gömlu valdaklíkunnar og óvíst að þeir njóti hylli fólksins í Jemen þó þeir hafi séð sér þann kost vænstan að láta forsetann róa.

Saleh hefur nú leitað til Sáda um að miðla málum (!) og jafnvel leggja til hver væri hæfur til að taka við. Það er eitthvað það vitlausasta sem ég hef lengi heyrt. Sádar eru illa séðir í Jemen éins og víða annars staðar. Margir eru þeir í landinu sem hafa ekki fyrirgefið Sádum er þeir ráku frá Sádi Arabíu milljón jemenska verkamenn, allslausa þegar Saleh lýsti yfir stuðningi við innrás Íraka í Kúveit 1990. Þeir komu heim í samfélag sem var á glóðum vegna sameiningar suðurs og norðurs sama árið.


Bouthainia Shaaban, talsmaður Basjars Assads forseta ávarpar fréttamenn í gær, fimmtudag

Það er nokkurn veginn augljóst að mótmælabylgjan í arabalöndunum hefur náð Sýrlandi en á hinn bóginn eru fréttir afskaplega misvísandi. Trúlegt er að það skýrist eftir föstudagsbænirnar á eftir hversu mikil alvara er í því sem þar gerist.

Mér sýnist samt næsta víst að óeirðirnar í bænum Deraa, skammt frá landamærunum í suðri við Jórdaníu, hafa haft djúp áhrif. Þar voru mótmælaaðgerðir, menn handteknir og hópur barna sem skrifaði skammaryrði um stjórnvöld. Krafist var pólitískra umbóta í landinu og sýrlenski herinn sendi tafarlaust liðsmenn á vettvang og reyndi að koma í veg fyrir að menn kæmust inn í bæinn. Vitað er með nokkurri vissu að 25-100 (öllu nákvæmari tölur liggja ekki fyrir) létu lífið eða slösuðust alvarlega. Aftur á móti eru fréttir ekki á einn veg um hvort það hafi verið herinn eða sýrslenskar leyniskyttur sem skutu á mótmælendur.

Mönnum virðist bera saman um að mótmælin í Sýrlandi séu af öðrum toga en sums staðar annars staðar. Það er ekki ungt fólk sem hingað til hefur þyrpst út á göturnar heldur fólk á miðjum aldri sem hefur fengið sig fullsatt að ritskoðun og atvinnuleysi sem mótmælir.
Ungt fólk hefur fram að þessu stutt forsetann og virðist trúa því að hann hafi á undanförnum áratug reynt að efla frelsi í landinu miðað við þá harðstjórn sem menn bjuggu við á tímum föður hans, gamla Assads sem var illræmdur harðstjóri.

Sumir hafa þó rifjað upp atburðina í Hama 1984 þegar uppreisnartilraun var gerð í landinu og gamli Assad braut hana á bak aftur af óhemju mikilli hörku og tugþúsundir manna létu lífið.
Ólíklegt er að til slíks geti komið. Þá hafði gamli Assad möguleika á því að varna því að fréttir um þau voðaverk bærust út úr landinu fyrr en seint og um síðir. En nú eru aðrir tímar: Sýrland hefur verið að opnast og erlendir blaðamenn fá einnig að starfa þar og koma frá sér fréttum nánast að vild.

Bouthainia Shaaban, talsmaður forsetans og rithöfundur, ávarpaði erlenda blaðamenn í gær og sagði að alls konar óvinir Sýrlands hefðu átt upptökin að mótmælunum í Deraa og þeim yrði refsað hvar sem þeir næðust. Hún sagði einnig að börnunum sem handtekin voru fyrir veggjakrot hefði verið sleppt og sýrlenska stjórnin mundi grípa til ýmissa ráðstafana til að koma til móts við almenning, hvað varðar atvinnu og sömuleiðis yrði farið yfir mál pólitískra fanga og þeim sleppt sem hefðu sætt óviðunandi meðferð.

Ekki er víst að þetta dugi til en víst er þó að Bandaríkjamenn hafa verið fljótari að tjá sig um mótmælin í Sýrlandi en t.d. í Bahrein þar sem enn eru greinir með mönnum og ótal margir hafa horfið að því er fréttir herma.

Bandaríkjamönnum er ósárt um þótt menn rísi upp gegn Assad sem hefur verið þeim óþægur ljár í þúfu og verða Sýrlendingar að teljast eina ríkið í þessum heimshluta sem hafa verið sjálfir sér samkvæmir í því að standa gegn Bandaríkjamönnum að Ísraelum ógleymdum.

Trúlegt er að sýrlenska stjórnin hafi vanmetið að menn mundi standa með henni vegna þessa og sé að súpa seyðið af því nú: fólk í Sýrlandi krefst þess að pólitískir fangar verði látnir lausir og atvinnutækifæri fyrir ungt fólk verði sköpuð. Á hinn bóginn hefur Basjar Assad notið tiltrúar ungs fólks í meira mæli en víða annars staðar. Menn hafa gert sér grein fyrir því að Sýrland hefur búið við það stjórnarfar að það þolir ekki kollsteypu og að forsetinn hefur sýnt skynsemi í því hvernig hann hefur tekið á málum.

Samt er ekki víst að það dugi til. Sú mótmælabylgja sem hefur farið um þessi lönd og víðast hvar ekki að ástæðulausu hlaut að lenda á Sýrlandi fyrr eða síðar. Hvernig stjórnin vinnur úr þeim málum er enn óráðin gáta.

Monday, March 21, 2011

Ekki svo að skilja að ég styðji Gaddafi en flugbannið reynist vera árásir úr lofti og af sjó- og Saleh heldur áfram iðju sinni í Jemen



Ég hélt í einfeldni minni að Vesturlandaþjóðirnar hefðu verið að tala um flugbann á Líbíu til að koma í veg fyrir að vopn og málaliðar kæmust til Líbíu til að berjast með Ghaddafi gegn uppreisnarmönnum. Oekki.
Það reynast þá vera meiriháttar aðgerðir og skotið á "hernaðarleg skotmörk" úr lofti og flugskeytum dúndrað af herskipum úti fyrir strönd Líbíu. Enginn þarf að segja mér hvað sem kynlegum yfirlýsingum þessara manna líður að óbreyttir borgarar falli ekki í þessum árásum. Skothittnininni hefur nú ekki alltaf verið fyrir að fara hjá þessum ofurvopnvæddu þjóðum.

Auk þess gekk nú satt að segja fram af mér þegar opinberir talsmenn lýstu því yfir að stefnan væri ekki að koma Ghaddafi frá eða skipta um stjórn í landinu. Þá spyr maður sig óhjákvæmilega hver hann sé. Eru menn þá bara í ógeðfelldum stríðsleik og þegar prófuð hafa verið fullkomin flugskeyti og nýjar sprengjur á þá bara að fara heim og láta Ghaddafi hefna sín í ró og mag á uppreisnarmönnum.

Þetta er líklega pólitík en tvískinningurinn er slíkur að mann setur hljóðan við þessi ferlegu tíðindi öll.

Eiturgasi sturtað á mótmælendur í Jemen

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, hefur rekið ríkisstjórn sína- að vísu hafði bróðurpartur hennar sagt af sér í mótmælaskyni og krafist afsagnar forsetans. En mótmælaaðgerðir halda áfram og hafa verið um helgina í Sanaa, Taiz og Aden og kannski víðar.
Saleh tekur engum vettlingatökum á fólkinu og sprautar eiturgasi á mótmælendur og svo virðist sem jemenski herinn framfylgi öllum skipunum forsetans þótt einstaka hafa gengið í lið með uppreisnarhópunum.

Óljósar og misvísandi fréttir hafa borist til mín um að einhver af börnum sem við styðjum til loka þessa skólaárs hafi orðið fyrir slíkri eiturárás og m.a. stúlkan sem ég hef stutt síðan 2005. Hún mun vera á spítala og illa leikin. Einhver önnur börn hafa líka orðið fyrir líkamsmeiðingum en eiginlega ógerlegt að afla réttra upplýsinga þar sem ringulreiðin er mikil.

Og nú er boltinn farinn að rúlla í Sýrlandi
Enginn á Vesturlöndum mótmælir hernámi Sáda á Bahrein og er þar allt í voða.
Í Sýrlandi hafa verið mótmæli í bænum Daraa í suðurhluta landsins og þar hafa nokkrir fallið. Stjórnvöld í Damaskus hafa sent herlið þangað og reyna hvað þau geta að koma í veg fyrir að mótmælin breiðist út. Óljóst er hvernig það mun ganga.

En góðar fréttir frá Egyptalandi
Egyptar gengu að kjörborði um helgina og kusu um nýja stjórnarskrá. Þar virðist allt vera með sæmilegri kyrrð og vitað er að Egyptar reyna af alefli að veita aðstoð löndum sínum í Líbíu. Amr Moussa forseti Arabalandalagsins hefur hvatt til fundar Arabaríkja og hann hefur einnig sagt að Egyptar muni ekki taka þátt í hernaði gegn Líbíu.

Friday, March 18, 2011

Skelfingarnar í Jemen - umhugsunarvert "vopnahlé" í Líbíu


Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens
Skelfingar atburðir hafa gerst í Jemen í dag og hófust alvarleg mótmæli í Sanaa og breiddust síðar út, að loknum föstudagsbænum. Ali Abdullah Saleh, forseti, hefur sýnt firnamikla hörku og skipar liðsmönnum sínum að skjóta á óbreytta borgara sem hafa í frammi mótmæli.

Opinberar fréttir segja að um 20 manns hafi fallið en skv. samtali mínu við kunningja mína í Jemen núna áðan er álitið að hátt í 100 manns hafi verið drepnir og með öllu er óvíst um hversu margir hafa særst.
Saleh, hinn illa þokkaði forseti Jemens hefur lýst yfir neyðarlögum og hótar mótmælendum því versta.
Fyrir mótmælum hefur farið framarlega jemenska konan Tawakul Kerman en handtaka hennar fyrir nokkrum vikum var kveikjan að þessum mótmælum sem um hríð virust ætla að lognast út af en nú hafa Jemenar aldeilis látið að sér kveða.

Saleh hefur tilkynnt að allar byssur verði gerðar upptækar og það eitt er ærið verk í þessu dreifða landi þar sem nánast hver maður á Kalishnykov rifla

Eftir því sem heimildarmenn mínir segja hafa ættbálkahöfðingjar í austurhlutanum safnast saman og sögusagnir eru um að þær hyggist gera árás á olíustöðvar í grennd við Marib þar sem forðum daga sat drottningin af Saba.

Ættbálkahöfðingjar í norðurhlutanum þar sem oft hefur dregið til tíðinda munu einnig vera að undirbúa að komast til Sanaa og helstu bæja á leiðinni og mótmæla harðstjórn og illsku Saleh.
Stjórnarandstöðuflokkurinn Isliah hefur hvatt sína menn óspart að láta ekki deigan síga.

Fyrri hópur Íslendinga í Líbíu í október 2008

Er þetta málamyndavopnahlé í LíbíuÞegar tveir hópar Íslendinga voru í Líbíu í okt og fram í nóv 2008 var kyrrt í landinu og menn nutu dvalarinnar, hvort sem var í Tripoli, í Berbabænum Ghadames og í hinni frægu fornminjaborg Leftis Magna.

Auðfundið var að mikil þreyta var í mönnum gagnvart Gaddafi og fylgifiskum hans en sjálfsagt grunaði okkur ekki að þvílík tíðindi gerðust sem eru þar nú.

Gaddafi lét utanríkisráðherra sinn lýsa því yfir um leið og öryggisráð S.þ hafði samþykkt flugbann á Líbíu að hér með væri lýst yfir vopnahléi. Útlendingar í landinu væru öruggir og allt væri í mesta sóma.
En samtímis því er haldið áfram landhernaði af gífurlegri hörku og grimmd og menn telja tæpt að trúa orðum og Ghaddafis. Hann fær að vísu ekki öllu meiri aðstoð frá málaliðum í suðurhlutanum, en ekki skyldu menn heldur gleyma því að landamæri Líbíu eru gríðarlega löng og menn hafa alltaf átt auðvelt með að smygla sér yfir þau.

Það getur verið að Ghaddafi blási aðeins mæðinni um hríð en hæpið að leggja trúnað á orð hans. Það er miklu líklegra að hann finni leið til að ganga milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. Þeir hafa einnig sagt að þeim finnist með ólíkindum að Ghaddafi muni nú bara setjast rólegur út í tjaldið sitt.
"Hann hefur einhver tromp upp í erminni. Hann murrkar lífið úr fólki í Tripoli án þess að mikið beri á og síðan ræðst hann aftur gegn okkur," sagði einn úr hópi þeirra sem er í Banghazi.
Ekki er heldur vitað til að hann hafi skipað hersveitum sínum að hörfa frá Benghazi og við öllu má búast af honum. Hvenær sem er.

Ókyrrð í Sádi Arabíu
Konungur Sádi Arabíu er einnig hugsi og áhyggjufullur því þar kom einnig til mótmæla í gær og dag. Hann hefur lýst vilja til að huga að umbótum. Það er eins gott hann bretti þá upp ermarnar og geri umbætur fyrr en síðar.

Fari blossinn um Sádi Arabíu er málið orðið alvarlegt, ekki síst vegna þeirra hagsmuna sem Bandaríkjamenn eiga þar að gæt og mikils vinskapar við ráðamenn þar á bæ.Að ekki sé nú minnst á olíuna.

Ísraelar kunna sér ekki læti
Og á meðan þessu öllu fer fram eru Ísraelar hinir glöðustu. Enginn skiptir sér af því þótt þeir haldi áfram ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum, né heldur árásum á Gaza og önnur svæði Palestínumanna.

Thursday, March 17, 2011

Lokaorrustan um Líbíu að hefjast og Ghaddafi virðist muni hrósa sigri



Óman er það ríki Araba sem sjaldnast heyrist um og þar hefur allt verið með friði og spekt þó allt hafi logað í kring. Nú gerðist það hins vegar á dögunum amk tvívegis að efnt var til mótmæla og þótti ómanska lögreglan sýna mikla harðneskju.

Að vísu er ekki verið að mótmæla Kabúss soldán prívat og persónulega því hann nýtur mikils velvilja meðal Ómana. En menn vilja alvöru ritfrelsi, breytingar innan ríkisstjórnarinnar og númer eitt og tvö að bætt verði úr atvinnuleysi sem er mjög alvarlegt og mikið vandamál einkum meðal menntafólks í landinu.



Kyrrt er í augnablikinu í Bahrein en þar hafa Sádar hreiðrað um sig
Það hefur ekki linnt mótmælum í Bahrein að undanförnu fyrr en nú að sádiskt herlið hefur komið yfir brúna frá Sádi Arabíu til Bahrein. Sett hefur verið útgöngubann að sem stendur voga menn sér ekki út og vita sem er að Sádar muni ekki hika við að láta til skarar skríða gegn mótmælendum.

Það er varla nokkur vafi á því að Bandaríkjamenn hafa lagt blessun sína yfir þessa hernaðaraðgerð í Bahrein enda er þar stærsta flotastöð Bandaríkjamanna á svæðinu og miklir hagsmunir hins vestræna veldis í húfi.

Þar var sem sé ekki beðið jafn lengi með að berja á fólki og hefur tekið Öryggisráðið að rökræða um það hvort lítlát fólks skuli látið óátalið í Líbíu og dragi hver ályktun af því sem vill hvað veldur.



Muammar Ghaddafi hefur sýnt fáheyrða grimmd í að berja uppreisninga á bak aftur

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun Muammar Ghaddafi, leiðtogi Líbíu hrósa sigri yfir uppreisnarmönnum þar í landi. Hver bærinn, hvert svæðið af öðru hefur fallið í hendur hersveita hans, meðan Öryggisráðið og S.þ. hafa ekki getað komið sér saman um hvort ætti að setja flugbann á Líbíu.
Ghaddafi hefur eins og áður hefur komið fram fengið vopn og málaliða í stórum stíl úr sunnarverðri Afríku til liðs og þeir hafa ekki hikað við að berja líbíska uppreisnarmenn á bak aftur.

Þegar þetta er skrifað mun það aðallega vera borgin Benghazi í austurhlutanum sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu en Ghaddafi hefur lýst því yfir af alkunnri kokhreysti að hann muni hafa náð henni á sitt vald fyrir morgundaginn.

Það er eins líklegt að svo verði. Þá gæti orðið mikið blóðbað því ekki er víst að allir uppreisnarmenn geti forðað sér og eftir því hvernig Ghaddafi og liðsmenn hans hafa tekið á málunum verður þeim örugglega ekki sýnd miskunn.

Ghaddafi hefur veitt nokkrum vestrænum blaðamönnum viðtöl þessar síðustu vikur og þeim sem hafa hitt hann þykir með ólíkindum að maðurinn skuli fá stuðning - þó keyptur sé- svo vitfirrtur og kolruglaður sem hann er.

Framtíð Líbíu er því í voða í augnablikinu. Það sem virtist fara af stað með leyfi mér að segja ákveðinni gleði að losna nú loks við þennan illræmda harðstjóra er orðið að hryllingi fyrir líbíska þjóð.

Hvað með Sýrland?
Þeir einstöku atburðir hafa gerst að mótmæli hafa orðið í stærstu borgum Sýrlands, Aleppo og Damaskus. Krafist er ritfrelsis og að pólitískir fangar verði látnir lausir og gamlir spilltir kallar sem sitja í valdastöðum síðan gamli Assad réð ríkjum verði látnir víkja.
Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Sýrlandi í morgun hafa mótmælin ekki verið neitt í ætt við byltingu - að minnsta kosti ekki enn sem komið er.

Sunday, March 13, 2011

Íranhópur kominn heim


Við erum nýlent heima eftir afskaplega ánægjulega Íranferð. Hópurinn var 26 manns og afar samstilltur og skemmtilegur eins og oftast er raunar.

Við lögðum af stað um tvöleytið í nótt til Teheranflugvallar eftir kveðjukvöldverð og huggulegheit á Laleh hóteli. Ég þakkaði ferðafélögum afar góðar samverustundir og Rúnar Helgi sagði elskuleg orð um ferðina. Mohammed bílstjóra og Pezhmann gæd voru færðar gjafir sem þeir glöddust yfir. Pezhman segir nú að hann hafi mikinn áhuga á Íslandsferð næsta sumar. Sjáum til með það og hef þá samband við alla þá sem hafa verið með í ferðunum þangað.

Í fyrrakvöld eftir komuna til Teheran var smáhátíð vegna Kristínar og Jökuls sem voru í sinni brúðkaupsferð. Pezhmann færði þeim gjöf frá Arg E Jedid, ferðaskrifsstofunni okkar, og hótelið bauð upp á veglega tertu.

Daginn okkar í Teheran var ákveðið samsæri í gangi: einhverjir hefðarkettir höfðu ákveðið að koma á sömu og stundu og við í Þjóðminjasafnið svo við fengum ekki inngöngu af öryggisástæðum og hreingerningarlið hafði gert innrás í Nýlistasafnið svo ekki sáum við það. En menn létu þetta hreint ekki slá sig út af laginu, fórum í teppasafnið og glerlistasafn, keyptum sætindi í búntum og Hrafn komst í skákgarðinn þar sem menn tefldu af kappi og Þorvaldur festi á filmu að Ísland vann Íran þar 3:0

Ferðin til Teheran var ansi vel lukkuð og smásagnakeppnin var svo glæsileg að vafist hefur fyrir dómnefndinni( sem er skipuð mér) að komast að niðurstöðu. Leiðin frá Isfahan til Teheran var bara virkilega fín því allir lögðu orð í belg.

Í Isfahan héldum við líka smáveislu til heiðurs Guðrúnu Guðm. sem verður fimmtug á næstunni og fór í þessa ferð með manni sínum í tilefni þessa. Við erum svo einstaklega veisluglöð er óhætt að segja.

En nú er gamanið búið í bili og best að bíða eftir sálinni. Svo hittist hópurinn þegar menn hafa sorterað sál og myndir. Læt menn vita um það og þakka mjög vel fyrir góða samveru í þessari ferð.

Mun einnig hafa samband við Uzbekistanfara n.k. apríl innan tíðar.

Wednesday, March 9, 2011

Fra okkur i Isfahan

Sael oll
Vid erum a sidasta degi i Isfahan og nu buast menn til ad fara a bazarinn og heimsaekja teppadrenginam, smamyndalistamanninn og fleira adkallandi.
Allt hefur verid i soma og vid hofum skodad hinar fogru moskur her, Blau moskuna eda Imammoskuna, Lokatullahmosku, torgid sem er annad staersta i heimi, farid i armenska hverfid og fleira og fleira
Ohaett ad segja ad vid hofum haft nog ad gera thessa daga og menn eru afar hrifnir, heyrist mer. Thykir einnig folkid baedi her og annars stadar einstaklega blitt og ljuft og forvitid og finnst vid einstakar hetjur ad heimsaekja theirra land sem i fjolmidlum faer oft ovaegilega umfjollun.
I eftirmiddag i gaer komum vid um fjogurleytid heim a Asemanhotel eftir skodunarferd og margir foru tha i gonguferd medfram Lifgjafarfljotinu og thotti mikid til um gardana og eldgomlu bryrnar sem nu hafa allar verid gerdar ad gongubrum.
Thaer sogdu fra tvi Bergljot og Gudrun ad thegar thaer hofdu gengid naegju sina og aetludu ad snua vid og bidu vid gotu thar sem ljosid var a bilaumferd. Thegar umferdarloggan sa thessar utlensku hefdarkonur stokk hun ut a gotu og stjornadi af roggsemi og stodvadi bilaumferd svo thaer kaemust yfir gotuna.
Alls stadar maetum vid vidmoti a bord vid thetta.
Thad hefur verid nokkud erfitt fyrir mig ad komast i nothaefar tolvur svo thess vegna hef eg ekki skrifad eins oft og eg aetladi.
A kvoldin hofum vid bordad a undurfallegum stodum og matur her fellur folki vel i ged.

A morgun holdum vid svo aleidis til Teheran og a hefur verid efnt til ferdasogusamkeppni a leidinni auk thess sem vid Pezhman munum sjalfsagt leggja eitthvad bradspaklegt til mala.

Thad bidja allir kaerlega ad heilsa sinu folki-

Saturday, March 5, 2011

A leid til Persepolis

Godan dag og takk fyrir kvedjur
Hef ekki komist til ad skrifa of lengi og forlatid thad.
Erum her i Sjiraz a leid til Persepolis a eftir og menn hlakka til. I gaer var farid um Sjiraz, ad grafhysum skaldanna Hafezar og Saadi og menn dadust ad theirri fogru umgjord sem theim er buin og Pezhman utskyrdi skaldskap theirra eins og honum er lagid.
Farid var i speglagrafhysi Ali Hamsa thar sem konur sveipudu sig hvitu klaedi yfir allan annan buning, i truarskolann, fjolublau moskuna og sjalfsagt er eg ad gleyma einhverju.
Einnig var rannsoknarferd gegnum basarinn tvi vid bordudum hadegisverd i litlu veitingahusi thar.
Siddegis var svo verslunarleidangur en tho einkum til ad athuga verd og gaedi en ymsir plastpokar skutust med i rutuna.
Svolin i Jazd var vel lukkud i hvivetna og a leidinni thadan til Sjiraz skodudum vid Turn thagnarinnar tvi vid forum ofugan hring i thessari ferd af tvi vid fljugum ekki innanlands skv radleggingum.
Tvi attum vid Arnarfell og fjallafegurdina eftir og afram til Abarku ad dast ad hinu 4500 ara gamla sitrustre, vitjudum Sassan bonda og heimspekings og bordudum thar nesti okkar og hann syndi Lunddaelingum sem eru i ferdinni skepnur sinar og taekjabunad. Svo voru audvitad te og kaffistopp annad veifid.
Vid komuna til Sjiraz rakleitt a Parshotel og menn eru afar anaegdir med thann buskap.
I fyrramalid verdur svo haldid til Isfahan og thar gistum vid 4 naetur og ugglaust mun eg skrifa thadan tho mikid se ad gera.
Kvedjur i ykkar bai fra ykkur ollum

Wednesday, March 2, 2011

Iranfarar komnir til eydimerkurborgarinnar Yazd

Goda kvoldid
Vid erum komin a pafagauka og laekjarhotelid i Yazd og allt gengur eins og i sogu. Sidustu nott vorum vid i baenum Kashan, skodudum thar hefdarhus og var reyndar verid ad taka upp kvikmynd thar en engin fengum vid hlutverkin. Einnig skodudum vid undurfallegt og uppgert badhus, lobbudum um markadinn og nutum lifsins og var hvarvetna tekid af mestu vinsemd.
I morgun var lagt af stad til Yazd og komid vid i Nain thar sem vid hittum vefnadarmanninn gamla og hans godu fru, rannsokudum fostudagsmoskuna og snaeddum pikknikkhadegisverd undir berum himni rett vid moskuna. Bilstjorarnir Moihamed og Hadi utbjuggu hann og vid gerdum okkur gott af tvi ollu. Vid Pezhmann skiptum brodurlega med okkur verkum ad flytja nokkurn frodleik a keyrslunni, Pezhman taladi um hvernig stjornskipan er her i Iran, eg taladi um konur og theirra stodu og vek ad politikinni og Pezhman sagdi fra zoroastrianatru en her i Yazd er midstod thessa aevaforna atrunadar.
A morgun verdum vid um kyrrt her, sjaum hus eldsins, vatnssafnid, gongum um gomlu borgina og skodum foistudagsmoskuna oflofl. Trulegt vid bregdum okkur a sorkaniithrottaleik annad kvold.
Allt er i soma, hlyindi standa okkur ekki fyrir thrifum en vedrid er tho tiltolulega milt og blitt og spad um 15 stigum a morgun.
Allir i godu skapi og hopurinn sallafinn. Get ekki lokid thessu an thess ad geta thess ad Bergljot viridist leika ser ad tvi ad baeta i sarpinn persneskum orduym og fer lett med thad.
Vid bidjum kaerlega ad heilsa og skrifa naest fra Sjiraz eftir 2-3 daga tvi tolvan her a okkar undursamlega hoteli er ansi rolyndisleg.
Sael ad sinni