Sunday, March 27, 2011

Íranfararnir 2011 Upplýsingar um Uzbekistan. Og Basjar heldur ræðu senn



Frá Samarkand
Nú fer að styttast í fyrstu ferð VIMA hóps til Uzbekistan. Við verðum 27 og er hópurinn vel skipaður að því er best verður séð.
Mun senda þáttakendum sérstaka tilkynningu á morgun eða hinn hvenær miðaafhending verður.
Þar sem ég hef einnig pantað rútu til að sækja hópinn á flugvöllinn í Frankfurt og fara með okkur á hótel og aftur til að flytja okkur út á völl læt ég vita um það samtímis hvað þarf að borga aukalega fyrir það. Menn geta greitt þá smáupphæð inn á ferðareikninginn 342 13 551346 og kt 441004-2220.



Forsetahjón Sýrlands

Bouthainia Shaaban, talsmaður Assads Sýrlandsforseta hefur greint svo frá að forsetinn muni ávarpa þjóðina síðdegis í dag til að segja frá þeim ráðstöfunum sem sýrlenska stjórnin hefur ákveðið að grípa til svo ekki fari allt úr böndum í landinu.
Óeirðir voru á föstudag og í gær og þá einkum í Latakia og Deraa en einnig kom til átaka í Damaskus.
Því er spáð að forsetinn muni lofa að fleiri pólitískir fangar verði látnir lausir- en það hefur lengi verið leiðinlegur blettur á Sýrlandi hversu áfjáð leynilögreglan er að handtaka menn fyrir litlar/engar sakir. Einnig að hann greini frá því að leyfð verði í alvöru að stofnaðir verði stjórnmálaflokkar sem fái að starfa í landinu, neyðarlögum sem hafa verið í gildi í áratugi verði aflétt ofl.

Það er mjög aðkallandi fyrir Basjar Assad að koma af hreinskilni fram við þjóðina til að hann haldi trausti manna. Ungt fólk virðist styðja hann í hrönnum en það er líka áfjátt í að breytingar verði gerðar á stirðnuðu stjórnarfari.

Þegar hann tók við árið 2000 sýndi hann vilja til að gera breytingar en það reyndist honum erfitt vegna þess hve hann sat uppi með hrúgu af gömlum kerfisköllum sem höfðu búið um sig í skjóli föðurins og vildu ekki missa spón úr aski sínum.




Íranhópurinn 2011. Myndin er tekin við Gerlistasafnið í Teheran.

Fremstra roð frá vinstri
Magdalena Sigurðardóttir, Þórhildur Hrafnsdóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Pezhman Azizi
Næsta röð: Hrafn Jökulsson, Margrét Snorradóttir, Bergljót Fatima Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Kristín A. Sigurðurdóttir, Jökull I Elísabetarson, Rúnar Helgi Vignisson
Þriðja röð: Vilborg Sverrisdóttir, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir, Ágústa Lárusdóttir, Sara Sigurðardóttir, Jóna Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Margrét Ásbjarnardóttir, Guðmundur Sverrisson
Efsta röð Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, Stanley Pálsson, Halldór Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Guðrún Gauksdóttir, Ólafur Jóhannesson

Vonandi hafa menn nú sorterað myndir sínar og efnt verður til myndakvölds eins fljótt og unnt er.
Ferðin var ákaflega vel lukkuð, leyfi ég mér að segja.
Á myndakvöldinu verða einnig afhentar viðurkenningar fyrir ferðasögu og stjörnumerkjakeppni.

No comments: