Friday, December 1, 2006

Góðan daginn og glaðlega aðventu

Lítur út fyrir að þetta sé í þann veginn að smella: Annað heimilisfang
johannaferdir.blogspot.com

Elísabet Ronaldsdóttir mun á næstu dögum færa gamla efnið hingað og ef til vill bæti ég við ýmsu gúmmulaði. Ætti þó að taka nokkra daga uns síðan er komin í rétt horf.
En nú dregur úr vanlíðan hjá okkur öllum ef síðan kemst aftur í stand.

Bendi ykkur á nú í nýhöfnum desember að nokkrir diskar eru enn til af Ferðin til Jemen eftir Ólaf S. og tilvalið að fá sér disk í jólagjöf. Hafið samband. Diskurinn kostar 2.500 kr.

Eins og ég sagði frá gaf Hjallastefnan ehf þar sem Margrét Pála Ólafsd er frumkvöðull hundrað þúsund krónur í Fatimusjóðinn og það er fagnaðarefni og þakkavert í alla staði. Hef látið Nouriu Nagi vita um þetta og hún kættist mjög.
Við höfum ákveðið að nota þessa peninga til að styrkja fjögur börn til viðbótar, 3 stelpur og einn strák og það sem þá er eftir fer til að borga kennara í miðstöðinni.

Bið ykkur stuðningsfólkið að drífa í að senda krökkunum ykkar myndir af ykkur og kannski öðrum í fjölskyldunni ef þið hafið ekki þegar gert það. Þeim finnst mjög gaman að fá þessar myndir.

Það er gleðiefni hvað þetta blómstrar hjá okkur þó svo að við höfum ekki haldið þessu neitt að marki á lofti utan VIMA en líka ágætt að fara rólega í sakirnar og sjá hvernig þetta gengur og skilar sér hjá krökkunum.
Munið að hafa samband við Nouriu ef þið viljið frétta af ykkar krökkum, netfangið hennar er
nornagi@yahoo.com

Fólk greiðir sem óðast desembergreiðslu og takk fyrir það. Vona að allir hafi skilað sér fyrir þriðjudaginn því þá þarf ég að senda út greiðslur. Stundum finnst mér eins og menn átti sig ekki alls kostar á því að þetta þarf að vinna með löngum fyrirvara og varasjóðir eru ekki fyrir hendi.
Þá er frá því að segja að enn eru þrjú laus sæti í Íransferðina og hvet ég menn til að taka við sér og það fyrr en síðar því við erum á síðasta snúningi.

Mikil ánægja var með ferðirnar tvær á árinu og ástæða þess að fólk hættir allt í einu við er mér ekki skiljanleg. Fólk sem hefur skrifað sig sem ákveðið sig hirðir ekki um að láta vita fyrr en allt er komið í vitleysu. Mér finnst erfitt að hafa húmor fyrir þessu.

Kákasuslandaferðin er komin inn, endurbætt og eins og hún verður. Íran mun birtast kórrétt næstu daga.

1 comment:

kristian guttesen said...

til hamingju með nýju síðuna, allt annað að hafa svona bleika. :)