Friday, December 8, 2006

Stundum og stundum ekki

Hæ krakkar
þess verður ekki langt að bíða að jólaskapið komi skokkandi: eftir að hafa spilað þá klassisku plötu Krakkar mínir komið þið sæl með Ómari og jólalög með Mahailiu Jackson(tónlistarsmekkur minn er svo sérdeilis athyglisverður) finn ég léttan jólafiðring, ansi þægilegan. En ekki bakstur og hringerningarþörf. Það kemur kannski síðar.

Sendí í dag ljósrit af vegabréfssíðum Íransfara þar sem ég þurfti að gera sérstaka bragarbót til að fá áritun þar sem ekki tókst að fá tvo í hópnum síðasta til að fylgja honum. Eftir mikið streð tókst að fá sekt lækkaða en aukinnar skriffinnsku krafist og því tóku allir vel og huggulega.

Minni á að enn hafa EKKI allir greitt desember greiðslu og ekki einu sinni sýnt þau hufflegheit að gefa skýringu. Mikið finnst þér það skrítið þar sem sjálfsagt er að taka tillit til aðstæðna ef eitthvað kemur upp á.

Nouria lætur svo vita fljótlega hversu margar saumavélar við borgum fyrir stúlkurnar á fullorðinsfræðslunámskeiðinu og ég fæ fjögur ný börn til viðbótar og set nöfn og aldur inn á síðuna fljótlega. Þau njóta stuðnings Hjallastefnunnar eins og fram hefur komið.
Ath að senda krökkunum myndir af ykkur.
Addresa er
YERO
Hadda street
P.box 4785
Sanaa, Rep of Yemen

Ef menn vilja borga í sjóðinn án þess að taka að sér barn er það vel þegið eins og þið vitið þar sem við borgum kennaralaun til handmennta og tónlistarkennara.
Ath að reikningsnúmer er 1151 15 551212.

No comments: