Þá er vinkona mín, piparkökumeistarinn Elín Skeggjadóttir, búin að færa mér jólaskammtinn við mikla kæti. Jólaljósaseríur hafa hoppað upp í gluggana mína og þar með er jólaundirbúningi á þessu heimili lokið að mestu. Ætla þó ekki að bregða út af venjunni og setja gardínurnar í bað í kvöld svo hér ilmi allt af hreinlæti.
Fréttabréfsnefndin safnar nú saman efni í fréttabréfið okkar sem kemur í janúar og gengur það samkvæmt áætlun.
Nouria hefur sent mér plögg um nýju börnin fjögur sem njóta stuðnings Hjallastefnunnar 2006-2007 og ég sendi þau til Margrétar Pálu á morgun. Sömuleiðis verður þá fjárupphæðin fyrir þau svo og sem svarar 50 þúsund til handmenntakennara millifærður til YERO.
Að svo búnu til áréttingar:
Ferðaklúbbur VIMA
Áformuð ferðalög 2007
Allar upplýsingar um verð og ferðalýsingar
á jemen@simnet.is
heimasíða: www.johannaferdir.blogspot.com
sími 5514017
farsími 897 6117
1. Íran 25.febr.- 10.mars
2. Jemen/Jórdanía 25.mars-11.apr.
3. Kákasuslöndin Armenía, Azerbadjan og Georgía 1.-21.maí
4. Sýrland/Líbanon 26. ágúst-9.sept.
5. Egyptaland 11 daga ferð um miðjan október
6. Óman 26.okt.-10.nóv.
Við síðari ferðirnar tvær, þ.e. Egyptaland og Óman eru þó spurningarmerki. Ætlunin var að hafa þessar ferðir á dagskránni fyrr en þar sem þátttaka fékkst ekki blés ég þær af.
Eftir að það var ákveðið fóru menn á hinn bóginn að gefa sig fram og fýsti að fara á þessar slóðir. Það gengur hins vegar ekki, ég þarf langan fyrirvara á þessu, einkum hvað snertir Óman. Af þessum tveimur mun ég leggja meiri áherslu á Óman.
Ég hef þá á skrá hjá mér sem hafa látið í ljós áhuga á þeim og mun hafa samband við þá eftir áramótin um hvort hann er enn fyrir hendi. Þegar menn hafa svona langan fyrirvara á ættu menn líka að eiga hægara um vik að skipuleggja sig.
Það skal tekið fram að Kákasuslandaferð í haust verður ekki.
Árið 2008
Ég hef sagt áður að það árið verða ekki margar ferðir.
En þessar eru þó
Íran um páska 2008
Jemen/Jórdanía í maí – styrktarmenn Jemenkrakkanna hafa forgang
Libýa í október
Ég vænti þess að menn virði það og skilji að þeir verða að skrá sig með góðum fyrirvara – og taka þá fram hvort það er í alvöru. Of oft hefur verið brenna við að fólk lætur ekki einu sinni vita þegar það hættir við og þá er allt í fári. Slík framkoma er heldur ekki til fyrirmyndar og bakar mér aukin heldur alls konar peningaleg vandræði.
Monday, December 18, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment