Ég hef fengið fyrirspurnir um ferðir til Egyptalands og Óman árið 2007 en eins og ég hef tekið fram hefur Egyptaland verið blásið af vegna þess að ekki fékk næg þátttaka.
Leyfi mér að halda í þá von að þátttaka náist í Ómanferð í nóvember en mun engar dagsetningar setja inn á hana fyrr en hinar ferðirnar Íran í feb-mars og Kákasus í maí eru klappaðar og klárar.
Vil taka fram að eins og mál standa núna er Jemen/Jórdaníuferð um páskana fullskipuð en get skrifað fólk á biðlista ef ske kynni að einhver gengi úr skaftinu.
Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki verið lagfært er að enn hefur ekki allt efni verið flutt á nýju síðuna og það hefur verið óttalegt vesin í gangi með þann server sem á að sjá um bloggsíður Google séu í lagi. Þessu verður trúlega kippt í lag fyrr en síðar. Ef guð lofar, altso.
Sunday, December 10, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment