Friday, December 15, 2006

Ísbjörninn á Hótel Viktoriu

Ný bók eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Elísabet, dóttir mín, fékk úr prentun í gær litla bók sína, sem heitir Ísbjörninn á Hótel Viktoríu. Hér með kem ég á framfæri þessum upplýsingum og hvet auðvitað alla vel þenkjandi og bókmenntasinnaða félaga til að festa kaup á henni. Hún kostar 2 þúsund kr. og Elísabet setur hana ekki í búðir heldur selur sjálf og ef ég þekki hana rétt, af mikilli elju næstu daga. Bókin hefur að geyma nokkur minningabrot EKJ um föður sinn.
Netfang EKJ er ellastina@hotmail.com


Fékk fyrirspurn í gær um hvort Perlur og steinar- árin með Jökli, væri fáanleg hjá mér. Reikna með að það sé í framhaldi af mjög góðri grein Illuga um föður sinn. Því er til að svara : Já, ég hef nokkur eintök og get sent ykkur ef þið leggið 2.400 kr. inn á 1151 15 551130.

Að öðru: Ekki voru miklar undirtektir við hvatningu um að leggja inn á Fatimusjóðinn svo við gætum tekið að okkur fleiri jemensk börn en það gæti stafað af amstri við smákökubakstur, gjafakaup og hreingerningar. Ætla amk að vona það hafi ráðið en ekki áhugaleysi.
Það eru eftir fimm diskar með mynd Ólafs S. Ferðin til Jemen. Hvet ykkur til að stinga henni í jólapakkann.

Skrifa duggulítinn pistil um ferðirnar um helgina. Bless í bili

No comments: