Wednesday, January 31, 2007

Hver er siðfræði dauðarefsingar? Og fleira og fleira

Sælt veri fólkið

Ætla að minna ykkur vel og rækilega á fundinn n.k sunnudag kl. 2 e.h. á Kornhlöðuloftinu. Þar flytur Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, erindi um siðfræði dauðarefsingar. Hún svarar spurningum að erindi loknu.
Til fróðleiks liggur frammi upplýsingablað um æviferil Saddams Hussein fyrv. forseta Íraks

Þá er einnig vert að þarna vera áætlanir um væntanlegar ferðir og þess óskað að menn skrái sig eða láti í ljós áhuga svo haft verði samband þegar nær dregur.

Enn vantar fimm stuðningsmenn

Þó að undirtektir hafi verið lofsverðar vegna beiðni um stuðning við fullorðnu stúlkurnar okkar í Jemen eru þó enn 4-5 sem hafa ekki stuðningsmenn, þar á meðal eru þrjár sem voru á námskeiðinu í fyrra og langar að halda áfram.

En sem ég segi það þakka ég kærlega fyrir hvað margir nýir hafa komið til skjalanna og hafa ákveðið að liðsinna þessum stúlkum.

Verðlaunahafar síðasta námskeiðs, þ.e. þær sem fá saumavélar fyrir einstaklega góða frammistöðu eru þær Khan Bo Bellah(stuðningsmaður er Ragnhildur Guðmundsdóttir) og Fairouys Al Hamayari. Stuðningsmaður hennar í skólanáminu er Ragnhildur Árnadóttir en ég hef ekki fengið staðfestingu frá stuðningsmanni hennar við saumanámskeiðið hvort hún mun styðja hana áfram. Svo hún telst vera ein af 4 sem ekki hefur stuðningsmann.
Auk þess vantar upplýsingar um stuðning við Seenu Hussein sem var á síðasta námskeiði, Najeebu Safe og tvær til viðbótar. ´Þætti vænt um að heyra frá ykkur hvað þetta varðar.

Auðvitað styðjum við þessar konur. Annað kemur ekki til greina.


Gjöra svo vel að greiða inn á ferðir

Nú eru mánaðamót og ég vona að sem flestir borgi inn á reikninginn 1151 15 550908 (kt. 1402403979)
og láti það ekki dragast. Mun senda kvittanir til Íranfara og Jemenfara sem hafa lokið greiðslu um leið og ferðagreiðslum er lokið ef þeir vilja fá sér forfallatryggingu. Mæli þar með Tryggingamiðstöðinni, þeir hafa verið mjög samvinnufúsir í þessu efni.

Akureyri á döfinni

Við Gulla Pé munum setjast yfir þá aðgerð að búa til nýja diska eftir helgina til kynningar á VIMA og höfum Akureyri sérstaklega bak við eyrað. Þar eigum við góða að sem eru tilbúnir að hjálpa okkur bæði hvað snertir að auglýsa slíkan fund og aðstoða okkur etv með húsnæði.
Bið ykkur svo lengstra orða að láta síðuna ganga.

Monday, January 29, 2007

Okkur vantar stuðningsmenn fyrir ellefu -

Við erum með stuðningsfólk fyrir ellefu af 22 stúlkum sem birt voru. Sjá einnig viðbót hér fyrir neðan.

Trúi ekki öðru en ég heyri frá einhverjum í dag. Hef fengið fyrirspurnir varðandi Aminu sem Nouria telur að eigi erindi í háskólann. Það mál er óleyst því fjölskyldan leggst gegn því. Nouria beitir fortölum og hún er góð í slíku.
Það er svo gleðiefni að segja frá því að Bushra Ali hefur fengið vilyrði fjölskyldu sinnar til að fara aftur í skóla. Ég hef ákveðið að styrkja hana.
En samt vantar enn ellefu hjálparmenn. Nokkrir fyrri stuðningsmenn hafa ekki svarað, kannski í burtu en svo hafa raunar nýir bæst við svo við náum þessu með léttum leik.
INSJALLAH.

Svo er hér fyrsta áminning: Fundurinn á sunnudag kl 2 á Kornhlöðuloftinu þar sem Salvör Nordal talar um siðfræði dauðarefsinga. Sérdeilis fróðlegt efni. Meira seinna.

Sunday, January 28, 2007

Mikið og margt að frétta

Sæl öll

Var að fá í hendur lista frá Nouriu Nagi yfir 22 stúlkur á fullorðinsfræðslu og saumanámskeiðinu nýja sem er að hefjast. Af átján stúlkum sem við studdum síðast halda SJÖ áfram og það er ekki bara góður árangur, hann er stórmerkilegur

Því þarf ég að fá að vita hið fyrsta hvort menn vilja taka nýja og bið ykkur að hafa samband hið allra allra fyrsta. Sama upphæð sem svarar 200 dollurum og leggja inn á Fatimueikninginn 1151 15 551212 kt. mín 1402403979

Ég veit altjent að Inga og Þorgils vilja það því þeirra stúlka er ekki á nýja snámskeiðinu en bið þau samt að staðfesta það

Tel fyrst upp þær sem halda áfram
1.Khan Bo Bellah er 23 ára, fráskilin með 3 börn. Hún er ólæs. 7 ára sonur hennar er studdur af okkur. Stuðningsmaður Ragnhildur Guðmundsdóttir+

2.Najeeba Safe er 27 ára og á 6 börn. Eiginmaðurinn vinnur þegar vinnu er að fá. Hún sækir bæði lestrar og saumatíma. Stuðningsmaður Bjarnheiður Guðmundsdóttir/Sigfinnur Þorleifsson

3. Raefa Omar er fertug og kann að lesa og skrifa. Tvær dætur hennar sem eru fatlaðar njóta stuðnings okkar. Stuðningmaður hennar er Guðrún Sverrisdóttir

4. Seena Hussein Sayeed er 31 ár, á sex börn og von á því sjöunda. Hún var í skóla til tólf ára aldurs. Fimm synir hennar njóga stuðnings YERO. Stuðningsmaður hennar var Litla fjölskyldan á Hörpugötu.

5. Sayeda Mohammad er 39 ára. Hún er móðir fjögurra stúlkna sem við styrkjum. Hana langar að læra svo hún geti hjálpað börnum sínum. Hún vinnur fulla vinnu en sækir tíma af kappi. Stuðningsmaður Elísabet Jökulsdóttir

6. Fairouz al Hamamyari sækir einnig tíma í skóla. Hún er23 ára og hætti í skóla þegar hún giftist 15 ára. Hún á 3 börn og er fráskilin. Hana langar að afla sér menntunar svo hún geti tekið börnin til sín. Sl. ár lauk hún grunnskóla og hefur nú þegar hafið nám í menntaskóla og er einn af efnilegri nemendum. Hún vill einnig stunda saumanám til að geta séð fyrir börnunum þegar þar að kemur. Stuðningsmaður hennar á saumanámskeiðinu er Magnea Jóhannsdóttir

7. Sarkas Ali Aldawee er 27 ára, sæmilega læs og skrifandi býr við sára fátækt. Stuðningsmaður er Guðrún S. Guðjónsdóttir

Þetta er ótrúlega góður og uppörvandi árangur og nú spyr ég sem sagt þessar sex hvort þær vilji/geti haldið áfram með stuðning við þessar konur.

en fleiri eru byrjaðar og þær eru hér. Nýjar allar og vantar styrktarmann
8 Haifa Calev Al Habob er tvítug og á 10 systkini. Hún hefur lokið grunnskóla en vill hjálpa sinni stóru fjölskyldu við framfærslu og telur ekki raunhæft að stefna að mennaskólanámi í bili.

9.Eshraaq Ahmed er 27 ára og á 4 börn sem öll njóta styrks frá YERO. Eiginmaðurinn vinnur en fjölskylduaðstæður bágar

10.alwa Yusef Mohammed er 18 ára og kann að lesa og skrifa. Hún á sex stytkini. Faðirinn vinnur þegar vinnu er að fá. Hún sækir saumanámskeiðið

11 Mohmsena Farea er 29 ára og á 2 börn. Maður hennar er sjúkur. Hún er duglegur nemandi.

12. Ablah Abdo Ahmed, 34 ára, gift og á 7 börn. Tvo barnanna njóta hjálpar YERO. Eiginmaðurinn er atvinnulaus.

13. Shafeka Naji er 45 ára, gift en á engin börn. Maður hennar á fimm börn og hún vinnur í búð til að aðstoða við að framfleyta þeim.

14. Mona Mohammed Mahmod er 33 ára og á 3 börn og á von á því þriðja. Maðurinn hennar vinnur þegar vinnu er að fá. Tvö barnanna eru styrkt af YERO.

15.Hulda Farooq er 45 ára og á sjö börn. Maðurinn avinnulaus. Fjögur barna hennar njóta stuðnings YERO.

16. Monera Abd Algani er 26 ára og á 2 börn. Maðurinn vinnur þegar vinnu er að fá.

17. Fatima Ali Hamamam er 24 ára og á 2 börn, annað er styrkt af YERO. Maðurinn vinnur annað veifið

18. Maysa Abdulla er 27 ára og á eitt barn, maðurinn er horfinn og farinn. Hún býr hjá foreldri sínu. Er skarpur nemandi.

19. Nadira Taleb er 25 ára og á 3 börn. Maðurinn vinnur sem götusópari um nætur.

20. Zakya Ali Saad er 47 ára og á 9 börn. Maðurinn er látinn. Hún vinnur sem hreinsgerningarkona. Fjögur barnanna eru styrkt af YERO



21 Amina Ahhamed er 19 ára og systir nr. 12. Hún hefur lokið menntaskóla. Hún er ein 13 barna í fjölskyldu og Nouria hvetur hana óspart í háskólanám en Amina segir að fjölskyldan taki það ekki mál. Nouria segir að hugsanlegt sé að telja fjölskylduna á það en fari stúlka í háskóla er það mun dýrara. Ef einhver vill hjálpa Aminu get ég spurt Nouriu nánar um kostnaðarhliðina og hvaða líkindi eru til að þetta takist.

22. Bushra Ali er 13 ára og hætti í skóla sl. ár á einn bróður. Faðir látinn. Nouria er að reyna að fá hana til að koma aftur en hún segir að móðir sín leyfi það ekki nema hún fái einhvern stuðning.


Nouria segir ennfremur að nú séu þær stúlkur sem eru í saumanámi nær einvörðungu farnar að sauma sérstakar svuntur og borðdúka og YERO sér um að selja þær vörur og allt rennur til stúlknanna svo þær fái eilitlar tekjur.

Tvær stúlkur munu fá saumavélar fyrir einstakan dugnað. Peningar fyrir þeim eru til vegna rausnar Ólafs S. Guðmundssonar sem gaf allan ágóða Jemendisksins í það og fleira sem að þessu snýr.

Vonast eftir góðum undirtektum. Og bið þá glöðu styrktarmenn sem sjá ekki nöfn sinna stúlkna á þessum nýja lista að þegar maður þekkir til í Jemen eru aðstæður þær að ég tel nálgast stórkostlegan árangur að 7 af 18 halda áfram. Takið líka eftir hvað margar stúlknanna á sauma og lestrarnámskeiði eiga börn sem njóta stuðnings og hefur greinilega orðið þeim hvatning.


Ætla svo að minna ykkur á febrúargreiðslur. Jemenfarar eiga ýmist eftir að borga eina eða tvær greiðslur, getið sent mér imeil ef þið eruð ekki viss.

Bið Íranfara að ljúka greiðslu og sömuleiðis greiða fyrir eins manns herbergi sem er sem svarar 400 dollurum. Þrír eiga eftir að borga líka 90 dollara fyrir vegabréfsáritun. Bið ykkur gera það hið allra fyrsta því ég hef þegar greitt það.
Vegabréf hafa verið send til stimplunar í Osló og á von á að heyra frá því fljótlega. Miðar verða tilbúnir senn en bíð með að afhenda þá þar til vegabréf eru komin til baka.

Það er aðkallandi að allir sinni sínum greiðslum 1. og 2.febr. Vona þið skiljið það.

ELsku látið nú í ykkur heyra og hættum endilega að velta fyrir okkur máli eins og slæðum eða ekki slæðum.

VIÐBÓT:
Guðrún Sverrisdóttir heldur áfram að styðja Röefu Omer.
Elísabet Jökulsdóttir styður áfram Sayedu Hahammad
Guðrún S. Guðjónsdóttir styður áfram Sharkas Ali Aldawee


Aðrir stuðningsmenn sem þegar hafa gefið sig fram og staðfest stuðning
Eymar Jónsson,
Dögg Jónsdóttir
Inga Jónsdóttir/Þorgils Baldursson
Herdís Kristjánsdóttir
Margrét Kolka Haraldsdóttir
Elisabet Ronaldsdóttir og Sindri Snorrason munu styrkja Zakya Ali Saad
Guðrún Halla Guðmundsdóttir mun styrkja Hudu Farooq

Bið styrktarmenn frá í fyrra að láta vita hvort þeir geta verið með í þessu áfram

Friday, January 26, 2007

Hún er iðin við kolann

Ja, góðan daginn

Var í morgun uppi í Þjóðleikhúsi því þar er nýbyrjað að æfa verk sem gerist í Líbanon og leikarana og leikstjóra langaði að fræðast um hitt og annað. Fordómalaust.

Það er sem sé önnur grein eftir hinn margvísa sérfræðing, Steinunni Jóhannesd í morgun og eins og sést í ábendingadálki hafa orðið harkaleg viðbrögð við báðum.

Eins og ég sagði í þeim dálki er ekki púðri á þessa greinarkonu eyðandi. Þess vegna sendi ég áðan klausu til Mbl sem er um átta eða tíu línur. Að öðru leyti ætla ég ekki að svara henni. Vonast til að greinin komi á morgun.

Svo fer að líða að því að alls konar tilkynningar verði settar inn og ég bið ykkur sömuleiðis að vera ötul við að senda síðuna til vina og kunningja.

Tuesday, January 23, 2007

Undarleg fáfræði í grein Steinunnar Jóhannesd

Hæ aftur
Ég gluggaði áðan í grein sem birtist í Mbl. eftir Steinunni Jóhannesdóttur og þar var margt sem ég felldi mig ekki við.

Þessi slæðumál eru slíkt hysteríismál að engu tali tekur. Slæðan er hvorki trúar- né kúgunartákn. Slæðan byggir á hefð sem á sér ævagamla sögu og í 99,99% tilvika á hún ekkert skylt við kvennakúgun. Þetta finnst mér að manneskja sem gefur sig út fyrir að vita eitthvað um heim múslima ætti að vita.

Það eina sem ég gat sætt mig við í þessari undarlegu grein var að Sádar eru þeir einu sem skylda konur í Arabaheiminum til að nota andlitsblæjur. Það er rétt. Konur í því landi hafa heldur ekki réttindi sem við teljum sjálfsögð. En þær hafa rétt til menntunar og að vinna utan heimilis og þær telja þann rétt meira virði en það hvort þær nota andlitsblæju eða ekki.

Það er mikið gert úr því að konur í Sádi Arabíu fái ekki að keyra bíl! Það er náttúrlega stórsvakalegt en hinu skyldu menn ekki gleyma að konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu þar sem annars staðar í heimi Araba. Mér finnst greinarhöfundurinn mætti huga að því. Meira en við getum státað okkur af hér í góða landinu okkar.

Konungsfjölskyldan í Sádi Arabíu og stjórn hennar er ekki til fyrirmyndar en einmitt með því að senda konur þangað í heimsókn sýnum við ákveðna afstöðu sem er lofsverð.

Það er EKKI auðmýkt að fara að siðum þess lands sem maður heimsækir, hvort sem er um að tefla Arabaland eða annað. Það var kallað kurteisi lengst af. Og einhver undarlegur misskilningur er að tala um islamista. Rétt orð er múslimar.

Öll greinin ber vott um undarlega vanþekkingu og dómhörku sem er fyrir neðan virðingu fólks sem telur sig vita alla hluti best - og án þess að kynna sér um hvað málin snúast og hvað býr að baki hefðum viðkomandi landa.
Þetta vita þeir sem eru innan vébanda VIMA. Sem betur fer.
Og hananú.

Monday, January 22, 2007

Miðnótt og mætt frá Libýu

Gott fólk
Er rétt komin inn úr dyrunum, pakkað upp og sorterað en sálin er ekki stödd hér. Hún hefur lent á flakki í Libýu.

Eftir að hafa flogið með Alitalia mun ég heita því að gera það ekki oftar hvorki með mig eina né hóp. Flugleiðir verður 5 stjörnu í þeim samanburði, bæði hvað varðar farangursskil, þjónustu og stundvísi og þar af sést að ekki eru gerðar neitt sérlega klikkaðar kröfur.

En margt kom mér á óvart í þessari þeytingsferð til Libyu, ég tala ekki um fegurð og fornaldardýrð, heldur ekki síður spennandi nútíma, hrein hótel, fín klósett(skiptir máli), ljúft viðmót, hollan mat, fékk aldrei svo mikið sem skot í magann og eiginlega var þetta allt til fyrirmyndar nema ég hefði kosið fimm daga til viðbótar til að sjá eyðimerkurferðir. Það kemur síðar.

Ekki bárust nú ýkja margar kveðjur en takk fyrir þær sem birtust. vona að þið hafið nú fengið fréttabréf með skilum og séuð dús við það???????????? Gulla Pé á þar heiður skilinn þó hún sé aldrei sérlega gullhamrasjúk.

Muna fundinn með salvöru þann 4.febr. Minni aftur á hann síðar.

Eins og ég hef fyrr sagt fundur með Kákasusfólki fljótlega. Íranhópur og Jemen, gjörsvovel og gera upp: ef einhver vafi er þá bara imeila mér. Nú mætti einnig fara að tilkynna mér um þátttöku í haustferðum -þ.e, þeir sem ekki hafa þegar gert það.

Sunday, January 21, 2007

Sidasti Libyudagur ad sinni

Sidasti Libyudagur ad sinni og eg er eiginlega heldur hnuggin tvi eg a eftir ad sja svo margt og gera svo margt. A moti kemur ad eg hlakka til ad koma aftur naest og skoda tha medal annars eydimorkina sem er algerlega omissandi thattur i ferd um Libyu.
Sidustu tvaer naetur var eg i austurhlutanum, sidustu nott i Benghazi thar sem ferdaforstjorinn og fru hans, hin notalega Fatma snerust med mig ut og sudur, budu mer i mat og stussudu.
I morgun arla flaug eg svo til Tripoli og hef verid ad skoda markad, og hann er harla girnilegur tho hann standist ekki samjofnud vid Damaskus og Isfahan. Auk thess rannsakad hotel vegna hops eda hopa, skodad merkar byggingar i gamla baenum, m.a. thar sem voru kirkjur thegar Italir redu her og labbad medfram Midjardarhafinu. Rabbad vid folk og drukkid mikid af te og odrum heilsudrykkjum.

Midbaerinn i Tripoli er mjog sjarmerandi og sjalfir kalla Libyumenn Tripoli Hvitu borgina vid hafid og er thad nokkud naerri lagi.
Thad er gott ad rata her i grenndinni og folk er med fadaemum vinalegt. Gaedinn minn tok mynd af okkur Gaddafi og ma ekki a milli sja hvort er gladara. AD VIsu er Gaddafi bara a mynd og eg stend til prydis vid hana en naer leidtoganum kemst eg liklega ekki ad sinni. Vid keydum framhja bustad hans sem var umlukinn haum mur og ekki er leyft ad taka that myndir.
Her er vedur blitt og hefur verid alla dagana nema i gaer og fyrradag fyrir austan, tha var bara isl. sumarvedur, svona 17 eda 18 stig enda voru heimamenn i morgum frokkum og treflum vafnir.
Fer hedan a morgun og er afskaplega anaegd med thessa Libyudaga.
Skrifa sma thegar eg er komin heim, seint annad kvold

Saturday, January 20, 2007

Hjartanlega fallin kylliflot fyrir Libyu

Saelan laugardaginn
Er i augnablikinu a leidinni fra Souz til Beghazi. Vedur a thessum slodum er ekki eins blitt og i Tripoli en midad vid snjo og frost hreinasta saunavedur.
Hewr a thessum slodum Cyranae og Appoloniu gefst ahugamonnum um griska fornaldardyrd taekifaeri til ad njota sin til fullnustu. Hefdi ekki truad tvi hvad eru magnadar leifar her fra menningu Fonikumanna, Grikkja og Romaverja fra tvi sautjan hundrud og surkal. Tho a eg oseda Leftis Magna sem mer skilst sem einhver glaestasta rustaborg thessara storvelda.
En Libya er gridarstort land og fjarlaegdir herna meiri en amk eg hafdi attad mig a. Tvi hofum vid forstjorinn akvedid ad eg komi i adra kynningarferd adur en eg fer hingad med hop. Eda rettara sagt, eg akvad thad og hann tok tvi hraustlega.
Libya er 95 prosent eydimork og fimm daga ferd um eydimorkina fyrir sunnan er alveg lagmark.
Ad fara til Libyu an thess er svona eins og heimsaekja Island og sja ekki Gullfoss og Geysi.
Eg for a safnid i Tripoli adur en leidin la til Beghazi. Thad er mjog fallegt og skyrlegt en naudsynlegt ad hafa leidsogumann frodan tvi skyringatextar eru adeins arabisku og sums stadar ekki.
Eg er lika almennt mjog hrifin af Tripoli, thar er mikid af opnum svaedum og husin flest hvit enda kalla innfaeddir hana Hvitu borgina vid hafid. Thar er Graenda torgid, til minningar um byltinguna, Alsirstorgid sem var gert thegar Alsiringar bordust hvad hatrammlegast vid Frakka, Italska torgid fra timum Itala her fra 1911 og til 1931 eda svo.
Their keppast vid ad reisa ny hotel og utbua betri adstodu fyrir ferdamenn. Hingad til hafa einkum sott Libyu heim bisnessmenn en nu eru their af fleygiferd og vonast eftir ferdamonnum. Thad gengur allt svona upp og nidur enda Rom ekki byggd a einum degi segja their med stoiskri ro.
En Gaddafi hefur lagt blessun sina yfir thetta, stodugt ad lina a bodum og bonnum og stillist med aldrinum. Thad finnst Lybiumonnum lika ansi timabaert tvi aerslin i honum hafi verid full mikil lengi framan af.
Libyumenn eru einstaklega vinalegir og eg held eg yki ekki ad radi thegar eg segi ad mer hugnast thetta land einstaklega vel - og tho hef eg ekki sed nema i jadar eydimerkurinnar.
Med kvedju a ykkar bai

Wednesday, January 17, 2007

Morgunn i GHadames

Godan daginn aftur. Thetta er miklu betra netkaffi en bara faein ord.
Vid Muhammed Ali vorum ad koma ur skodun a gamla baeinum og thad var akaflega serstakt. Thessi gamli baer er nu undir yfirumsjon UNESCO og thar byr enginn. Ein fru oldrud nokkud neitadi ad fara thegar husin voru gerd upp eda byrjad var a tvi fyrir tuttugu arum. Thar sem ekki tokst ad mjaka kellu ut bjo hun i husi sinu til danardaegurs.
Byggingarlag er mjog olikt tvi sem madur ser annars stadar, kannski helst ad likja tvi vid husin i Sanaa en ekki jafn ha og ekki eins skrautleg. En ad innan eru thau hreinasta augnayndi med skreytingum og fluri upp um allt og ut um allt. Lagt til lofts um ganga gomlu borgar og haett vid madur gaeti villst thar einn a rafinu.
Muhammed Ali skyrdi allt ljomandi vel og somuleid forum vid i gott thodhattasafn, settumst nidur i te annad kastid og nu er Massud bilstjori ad fara a taugum tvi vid eigum ad vera logd af stad til Tripoli.
Matarbodid i gaerkvoldi var afar gomsaett og notalegt og eg hitti slangur af 12 bornum Muhammeds og konu hans. Gerdarleg og kurteis born og vel uti latin kona, utan um sig.
Indaelisvedur hefur verid thessa daga og allt gengid ad oskum. Libyumenn eru med dalitla kompleksa af tvi theim finnst their ekki ykja langt a veg komnir i ferdatjonustunni en their leggja sig fram og hafa upp a otrulega margt ad bjoda.
Reyni ad skrifa meira sem allra fyrst.
En best ad drifa sig af stad adur en Massud verdur arfavitlaus - allt i grini tho.

Tuesday, January 16, 2007

Eg er kominn til eydimerkurbajarins Ghadames sem er undursamlegt vinjathorp i sudvestur Lybiu ekki ykjdsa langt fra landamaerunum vid Alsir. I thorpinu bua Berbar og mer finnst einkar ljuft her. Her og i thorpunum naestu eru byggdir libyskra erba og einnig nokkur byggd Tuaregum.
Vid gaedinn minn, stutungurinn Massud keyrdum langa leid i dag fra Ghirian sem er i Al Fousa fjollum og er a tvi ad thetta se algert galdraland. Fegurdin i eydimorkinni, litbrigdin i fjollunum og vinsemd folksins og afar kurteis forvitni. Ekki skadar ad vedur er milt og solrikt. Storar myndir af brosmildum, abyrgum Ghaddafi eru vid hvert fotmal og tho eru menn oldungis ekki sammala um thann naunga en um thad allt talar madur af hinni mestu gaetni.
Thad hefur tekid mig klst ad komast inn a netid svo eg er ad verda of sein i matarbod til
Muhammeds Ali sem verdur gaedinn minn her a morgun um gamla bainn. Husagerd her i Ghadames er einstok og konur skreyta hus med allskyns broderingum Se thad betur a morgun.
Hef hins vegar ekki sed farangurinn minn enn tvi hann vard eftir einhvers stadar a leidinni en fregnadi adan ad hann hefdi skilad ser og vaeri i Tripoli.
Reyni ad skrifa meira a morgun, midvikudag

Friday, January 12, 2007

Hér með tilkynnist að Íranferðin er fullskipuð

Góðan daginn í snjónum

Íranhópurinn er fullskipaður og ef einhverjir vilja bætast við verða þeir að greiða 20 þús. kr. aukalega. Það er ekki alveg að ástæðulausu sem ég bið um að menn tilkynni sig með góðum fyrirvara. Þetta er fínn hópur sýnist mér og verður vonandi allt í lukku og kæti.
Tveir síðustu þátttakendur komu til mín í gær með tilskilin plögg og myndir og ég hef sent út til ferðaskrifstofunnar ljósrit og alls konar dótarí sem er nauðsynlegt.

Sendiráðsstarfskonan okkar góða, Estrid í Osló mun verða okkur innan handar vegna vegabréfanna þegar þau fara út.

Svo held ég til Lýbíu á sunnudagsmorgun og hlakka til að skoða mig þar um og fyrir tilstilli ferðaskrifstofunnar sem ég hef verið í sambandi við þar á bæ vonast ég til að geta notað tímann vel og séð sem allra mest. Kem heim 22.jan. og býst við að geta farið á netið öðru hverju og sent pistla.
Hikið því ekki við að hafa samband.
Einnig eru þær stjórnarkonur innan seilingar, Guðlaug Pétursdóttir, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Herdís Kristjánsdóttir og Edda Ragnarsdóttir.
Sæl að sinni. Læt vonandi heyra frá mér á mánudag eða þriðjudag. Úr ríki Gaddadis. Insjallah

Tuesday, January 9, 2007

Stórmerkilegt fundarefni - takið frá 2 tíma þann 4.febr

Fyrsti VIMA fundur ársins verður í Kornhlöðunni sunnudaginn 4.febr kl.14.

Þar mun Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, halda erindi sem nefnist Siðfræði dauðarefsinga.
Okkur þótti við hæfi að nýliðinni umdeildri aftöku Saddams Husseins, fyrv. forseta Íraks að ræða þetta mál en út frá öðru sjónarhorni en því sem hefur tröllriðið fjölmiðlum.

Til fróðleiks munum við láta liggja fram blað með helstu upplýsingum um Saddam og ævi hans.

Terturnar góðkunnu og kaffi verða seldar á viðráðanlegu verði og ferðaáætlanir liggja frammi og fólk hvatt til að skrá sig.
Það er einnig aðkallandi að menn greiði félagsgjöld annað hvort fyrir fund eða á fundinum. Þið sjáið númerið undir linknum Hentug reikningsnúmer.

Takið frá tímann og fjölmennið í Kornhlöðuna að hlusta á Salvöru.

Sunday, January 7, 2007

ÍRANSFERÐALANGAR hittust sunnudag

Hópurinn sem fer til Írans 25.febr n.k. hittist í dag til að fylla út umsóknir og skeggræða um ferðina, gæða sér á döðlum og súkkulaðirúsínum og síðan var rennt yfir áætlunina. Margar spurningar og notaleg stemning. Ég mætti á svæðið með klæðnað sem konur skulu taka mið af og eins með ýmsar gersemar sem unnt er að kaupa í Íran.

Það var ekkert hik á hópnum enda skyldu menn gæta þess að láta ekki - leyfi mér að segja - yfirgengilegar fréttir vestrænna fjölmiðla hafa of mikil áhrif á sig.
Það ER aldrei teflt í tvísýnu, slíkt er ábyrgðarhluti, en það er ekki minni ábyrgðarhluti að gleypa við rangsnúnum frásögnum og jafnvel bera þær áfram.

Þar sem ég fer til Líbýu í viku um næstu helgi getum við VIMA félagar ekki komið í kring fundum á Akureyri og Vestmannaeyjum fyrr en eftir ég kem heim. En á báðum þessum stöðum eigum við góða að sem vilja liðsinna okkur og við getum vonandi látið verða af þessu fyrir Íransferðina.

Þá fer nú senn að verða tilbúið fréttabréfið og auk þess tilkynning um fyrsta fund ársins. Læt ykkur vita um það.

Það er afleitt að ekki vera hægt að fyllt Íranferðina en í hana vantar enn tvo sem því miður forfölluðust. Ég mun ekki hækka verð þrátt fyrir þetta og bið menn lengstra orða að reyna að útvega fólk í hópinn. Vegna þess ég fer í burtu mun ég ekki senda út vegabréf fyrr en síðla janúar svo það er enn tími til stefnu. Íran er upplifun sem á sér ekki hliðstæðu. Held að þeir sem þangað hafa farið með VIMA séu sammála um það. Og verðið virðist - samanborið við það sem gerist - vera einstaklega hagstætt.

Thursday, January 4, 2007

ÁRÍÐANDI TIL YKKAR ALLRA

Sæl öll
Það voru hjón að forfallast í Íranferðina 25.febr. - 10.mars vegna veikinda og því tvö sæti laus. Bið ykkur að bregða við snarlega ef einhver hefur hug á að vera með því þessi ferð þarf nokkurn skriffinnskulegan undirbúning.
Hafið endilega samband því Íran er mögnuð upplifun. Það hygg ég að allir geti staðfest sem þangað hafa farið