Hópurinn sem fer til Írans 25.febr n.k. hittist í dag til að fylla út umsóknir og skeggræða um ferðina, gæða sér á döðlum og súkkulaðirúsínum og síðan var rennt yfir áætlunina. Margar spurningar og notaleg stemning. Ég mætti á svæðið með klæðnað sem konur skulu taka mið af og eins með ýmsar gersemar sem unnt er að kaupa í Íran.
Það var ekkert hik á hópnum enda skyldu menn gæta þess að láta ekki - leyfi mér að segja - yfirgengilegar fréttir vestrænna fjölmiðla hafa of mikil áhrif á sig.
Það ER aldrei teflt í tvísýnu, slíkt er ábyrgðarhluti, en það er ekki minni ábyrgðarhluti að gleypa við rangsnúnum frásögnum og jafnvel bera þær áfram.
Þar sem ég fer til Líbýu í viku um næstu helgi getum við VIMA félagar ekki komið í kring fundum á Akureyri og Vestmannaeyjum fyrr en eftir ég kem heim. En á báðum þessum stöðum eigum við góða að sem vilja liðsinna okkur og við getum vonandi látið verða af þessu fyrir Íransferðina.
Þá fer nú senn að verða tilbúið fréttabréfið og auk þess tilkynning um fyrsta fund ársins. Læt ykkur vita um það.
Það er afleitt að ekki vera hægt að fyllt Íranferðina en í hana vantar enn tvo sem því miður forfölluðust. Ég mun ekki hækka verð þrátt fyrir þetta og bið menn lengstra orða að reyna að útvega fólk í hópinn. Vegna þess ég fer í burtu mun ég ekki senda út vegabréf fyrr en síðla janúar svo það er enn tími til stefnu. Íran er upplifun sem á sér ekki hliðstæðu. Held að þeir sem þangað hafa farið með VIMA séu sammála um það. Og verðið virðist - samanborið við það sem gerist - vera einstaklega hagstætt.
Sunday, January 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment