Sælt veri fólkið
Ætla að minna ykkur vel og rækilega á fundinn n.k sunnudag kl. 2 e.h. á Kornhlöðuloftinu. Þar flytur Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, erindi um siðfræði dauðarefsingar. Hún svarar spurningum að erindi loknu.
Til fróðleiks liggur frammi upplýsingablað um æviferil Saddams Hussein fyrv. forseta Íraks
Þá er einnig vert að þarna vera áætlanir um væntanlegar ferðir og þess óskað að menn skrái sig eða láti í ljós áhuga svo haft verði samband þegar nær dregur.
Enn vantar fimm stuðningsmenn
Þó að undirtektir hafi verið lofsverðar vegna beiðni um stuðning við fullorðnu stúlkurnar okkar í Jemen eru þó enn 4-5 sem hafa ekki stuðningsmenn, þar á meðal eru þrjár sem voru á námskeiðinu í fyrra og langar að halda áfram.
En sem ég segi það þakka ég kærlega fyrir hvað margir nýir hafa komið til skjalanna og hafa ákveðið að liðsinna þessum stúlkum.
Verðlaunahafar síðasta námskeiðs, þ.e. þær sem fá saumavélar fyrir einstaklega góða frammistöðu eru þær Khan Bo Bellah(stuðningsmaður er Ragnhildur Guðmundsdóttir) og Fairouys Al Hamayari. Stuðningsmaður hennar í skólanáminu er Ragnhildur Árnadóttir en ég hef ekki fengið staðfestingu frá stuðningsmanni hennar við saumanámskeiðið hvort hún mun styðja hana áfram. Svo hún telst vera ein af 4 sem ekki hefur stuðningsmann.
Auk þess vantar upplýsingar um stuðning við Seenu Hussein sem var á síðasta námskeiði, Najeebu Safe og tvær til viðbótar. ´Þætti vænt um að heyra frá ykkur hvað þetta varðar.
Auðvitað styðjum við þessar konur. Annað kemur ekki til greina.
Gjöra svo vel að greiða inn á ferðir
Nú eru mánaðamót og ég vona að sem flestir borgi inn á reikninginn 1151 15 550908 (kt. 1402403979)
og láti það ekki dragast. Mun senda kvittanir til Íranfara og Jemenfara sem hafa lokið greiðslu um leið og ferðagreiðslum er lokið ef þeir vilja fá sér forfallatryggingu. Mæli þar með Tryggingamiðstöðinni, þeir hafa verið mjög samvinnufúsir í þessu efni.
Akureyri á döfinni
Við Gulla Pé munum setjast yfir þá aðgerð að búa til nýja diska eftir helgina til kynningar á VIMA og höfum Akureyri sérstaklega bak við eyrað. Þar eigum við góða að sem eru tilbúnir að hjálpa okkur bæði hvað snertir að auglýsa slíkan fund og aðstoða okkur etv með húsnæði.
Bið ykkur svo lengstra orða að láta síðuna ganga.
Wednesday, January 31, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
I want not agree on it. I think polite post. Expressly the designation attracted me to review the intact story.
Nice fill someone in on and this post helped me alot in my college assignement. Thank you as your information.
Post a Comment