Óhætt að segja að þetta hafi gengið glæsilega. Allar stúlkurnar 22 eru komnar með styrktarmenn!
Hjartanlega takk fyrir undirtektir.
Þess skal endilega getið fyrir þann stóra hóp nýrra lesenda sem þeysir nú inn á síðuna eftir að sonur minn, Hrafn Jökulsson, skrifaði um málið á sinni bloggsíðu í dag, að þessar stúlkur eru á aldrinum 20-47 ára gamlar. Sumar hafa lært að lesa og sumar eru algerlega ólæsar og óskrifandi. En allar haldnar óslökkvandi löngun til að bæta aðstöðu sína og fjölskyldna sinn með því að taka þátt í þessu sauma og lestrarnámskeiði sem er tvær annir. Sjö stúlknanna voru einnig á námskeiðinu í fyrra og styrktar þá af okkur en nú hafa fleiri bæst í hópinn.
Þó er mér ljóst að fleiri bíða og með þeim framlögum sem hafa rúllað inn á Fatimusjóðinn í dag getum við sannarlega verið hress og ánægð.
Það er mikilvægt að við greiðum einnig fyrir handmenntakennara og tónlistarkennara YERO og ég hef góða von um það.
Þó svo að skólaskylda sé í Jemen að nafninu til er ólæsi meðal kvenna um 55-65 prósent. Fjölskyldur eru barnmargar og af hálfu stjórnvalda er lítið sem ekkert gert til að hvetja og örva. Ef krakkarnir mæta ekki- af´ótal ástæðum, ekki síst vegna fátæktar fjölskyldunnar - er það látið óátalið.
Innan margra fjölskyldna er etv. elsti drengurinn sendur í skóla og síðan ekki söguna meir.
Ekki fyrr en Nouria Nagi kom til skjalanna og óhætt að segja að hún hafi lyft grettistaki þessi fáu ár sem hún hefur starfrækt menntunarmiðstöð sína.
Það er tilhlökkunarefni að hópurinn um páskana hefur innan sinna raða hóp stuðningsfólks og vonandi að þeir geti flestir hitt sínar stúlkur/stráka/fullorðnu stúlkurnar.
Nú styrkjum við sem sagt 61 barn í grunnskóla og 22 í fullorðinsfræðslunni. Og við getum vonandi fjölgað í þeim hópi. Þó er mest aðkallandi núna að geta greitt kennurum þeim sem ég nefndi og allt útlit fyrir að það takist.
Hér á eftir er listi yfir stúlkurnar á sauma og fullorðinsfræðslunámskeiðinu.
Menn geta fengið nánari upplýsingar um sínar stúlkur og ég vonast til að þið útbúið smákort með mynd af ykkur sem ég tek með um páskana. Eins getið þið skrifað beint til YERO til að leita upplýsinga.
Haifa Caleb Al Habob – Elín Ösp Gísladóttir
Esraaq Ahmed – Dögg Jónsdóttir
Salwa Yusef Mohammed – Eymar Pledel Jónsson
Khan Bo Bellah- Ragnhildur Gudmundsdóttir
Najeeba Safe – Matthildur Helgadóttir
Mohsena Farea- Jósefina Fridriksdóttir
Seena Hussan Sayeed – Ragnheiður Gyða, Guðrún Valgerður og Oddrún Vala
Raefa Omer – Guðrún Sverrisdóttir
Sharkas Ali Aldawee- Guðrún S. Gudjónsdóttir
Sayeda Mahammad- Elísabet Jokulsdóttir
Ablah Abdo Ahmed- Jóhanna Vilhelmsdóttir
Shafeka Naji – Inga Jónsdóttir/TÞorgils Baldursson
Mona Mohammed Mahmood- Margrét Kolka Haraldsdóttir
Huda Farooq- Guðrún Halla Guðmundsdóttir
Monera abd Algani- Guðrún Ólafsdóttir
Fatima Ali Hamam- Þóra Jónasdóttir
Maysa Abdullah- Herdis Kristjánsdóttir
Nadira Taleb- Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
Zakya Ali Saad- Elisabet Ronaldsdottir/Sindri Snorrason
Bushra Ali- Gunnlaugur Briem
Fairouz Mohammed Al Hamayari- Magnea Jóhannsdóttir
Amina Abdu Ahmed – Atli Ásmundsson
millifs Slatti af kvittunum út í dag
Allmargir Íranfarar hafa lokið greiðslu og sama máli gegnir með nokkra Jemenfara. Ég pósta kvittun til þeirra jafnóðum og þeir ljúka greiðslu.
Enn eru nokkrir Jemenfarar sem skulda tvær greiðslur og geta gert upp um næstu mánaðamót ef þannig stendur á.
Takk fyrir daginn. Og takk fyrir hjálpina, Hrafn
Thursday, February 1, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mér finnst þú frábær fyrir að vera alltaf óþreytt að verja málstaðinn og tilbúin að leiðrétta misskilninginn sem er í eilífum gangi og standa vaktina. Þegar vestræn augu horfa til mið-austurs, með gláku eða kalkaða augnbotna, þá er gott að eiga einhvern að, með góða sjón !
Meðan ég býð eftir Lybíuferð næst-næsta haust, þá er stefnan á S-Spán og Marokkó, sem ég hef ekki séð áður.
Hlakka til fundarins á sunnudag.
Kærar kveðjur
Erla Magnúsdóttir
Post a Comment