Saturday, February 24, 2007

Nú er að huga að haustferðum - og gjafakortahugmynd í deiglunni

Ítreka að Íransfarar verði komnir út á völl í síðasta lagi kl. 6 í fyrramálið. Helst aðeins fyrr því innritun í ótal morgunvélar hefst þá.

Nú eru ferðirnar í mars/april og april/maí sem sagt orðnar fullar og þá er að huga að haustferðunum. Til Sýrlands í ágústlok, sirka 25. ág eða svo og sú ferð hefur alltaf verið vel skipuð. Nokkrir hafa þegar skráð sig í hana og býst við fleirum og gjöra svo vel og gefa sig fram.
Síðan er Ómanferðin síðla október og af henni mega menn ekki missa. Ég hvet fólk eindregið til að gefa sig fram í hana því mun lengri fyrirvara þarf á henni en Sýrlandsferð.
Skal tekið fram að í báðar ferðirnar skal greiða staðfestingargjald 1.maí.
Þeir sem þegar hafa látið mig vita þurfa ekki að ítreka það en þeir sem hafa verið vaklandi gjörsovel og gera upp hug sinn snarlega. Þessi tími svo og febrúar er sá sem bestur er í Óman.

Þá er í deiglunni að við útbúum gjafakort og með því geta menn bæði gefið inn á ferðir þeim sem allt eiga ellegar greitt inn á Fatimusjóð t.d. við afmæli eða einhvers konar tímamót. Þetta verður vonandi tilbúið fljótlega eftir að við komum heim frá Íran.
Hef heyrt í flestum Íranförum og allir hlakka til og eru eftirvæntingarfullir að kynnast þessu stórkostlega landi og undursamlega fólki sem þar býr.
Munið að fara reglulega inn á síðuna og látið vini og aðdáendur aðra fá netfang síðunnar. Vonast til að senda fyrsta pistil frá Teheran á mánudagskvöld.

Sjáumst svo í fyrramálið.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl og blessuð íransfarar og hetjur.

Þið eruð yndisleg. Heilsið öllum í Íran. Við hugsum hlýtt til ykkar.
Hlakka til að fylgjast með ykkur á blogginu.

Kv. ER