Gott kvöld góðu félagar
Takk kærlega fyrir allar kveðjur, símhringingar, imeil gjafir og ég veit ekki hvað í tilefni þess að ég fer nú væntanlega að fá smávægilegar greiðslur úr lífeyrissjóðum tvist og bast um landið. Svo sem frá Verklýðssjóði Austurlands frá því ég vann á Jökulsárlóni, verklýðsfélagi á Þórshöfn vegna fiskvinnu, Póstmannafélaginu og að ógleymdum Lífeyrissjóði BÍ. Er reyndar farin að taka greiðslur þaðan og fæ drjúga upphæð: um 50 þúsund eftir skatta enda vann ég á Mogga í 27 ár.
Þakka mikið vel þeim sem snöruðu inn á Fatimureikninginn. Kannski bætast einhverjir við. Gladdi mig.
Síðdegis hittumst við nánasta fjölskylda sem er í bænum/á landinu og tróðum okkur út af bakkelsi og var það hið besta mál.
Þetta var kátur dagur frá morgni til kvölds. Nýi félaginn í Kákasusferð mætti til að fylla út plögg og sendiráðið okkar í London ætlar að sjá um að koma öllu til Azera þegar síðustu tveir hafa klárað sína skriffinnsku, vonandi í fyrramálið.
Er að leita að húsnæði fyrir Íranfélagafund svo þeir fái sín vegabréf og miða. Ráðleggingar ofl.
Finnst erfitt að kvabba stöðugt á Mími símennt en við sjáum til og ég læt vita.
Sofiði rótt og aftur bestu þakkir til allra sem voru hugulsamir og rausnarlegir.
Wednesday, February 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment