Síðan mín er þriggja ára í dag. Vinkona mín og ömmubarnsmóðir Elísabet Ronaldsdóttir gaf mér hana sumsé í afmælisgjöf og það fylgdi með að hún skyldi vera mér innan handar í tæknimálum - og það hef ég sannarlega oft þurft að herma upp á hana og öllu verið tekið af ljúfmennsku. Vera Illugadóttir hefur einnig reynst snjall aðstoðartæknistjóri.
Á þessum þremur árum eru heimsóknir -brúttó- um sjötíu og tvö þúsund og netto um 41 þúsund og hefur aðsókn aukist jafnt og þétt og verður svo vonandi áfram.
Var á fundi með Íransfólkinu sem fer eftir viku. Allir fengu sín vegabréf og miða og nýhannaður merkimiði á töskur verður afhentur við brottför. Gott hljóð í öllum og allir verða að vera mættir kl. 6 á sunnudagsmorgun 25 febr. út á völl svo við getum meira og minna tjekkað inn saman.
Nouria er komin heim aftur eftir för bæði til að kynna kerfið sem hún hefur unnið eftir og til Egyptalands en þangað fór hún til lækninga. Hún kveðst senda mér mynd af stúlkunum á sauma og lestrarnámskeiðinu svo og fleiri nöfn fljótlega. Ég sagði henni að við mundum borga laun kennaranna (handmennta og tónlistar)líka og vona að okkur takist það. Jemenhópurinn í mars mun svo örugglega fara í heimsókn í miðstöðina þegar þar að kemur.
Vona að allt sé í góðu standi. Akureyrarferð stendur yfir dyrum hjá okkur Gullu pé á mánudaginn.
Saturday, February 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment