Þau makalausu tíðindi hafa gerst að síðasta vegabréfið sem var til stimplunar í íranska sendiráðinu í Osló er nú lagt af stað heimleiðis. Þetta er frábær þjónusta og stundum borgar sig að vera með blíðlegar hótanir.
Varðandi Kákasusfélaga og fundinn á morgun. Það gengur ekki hvað sumir hafa verið tregir að svara hvort þeir mæta á fundinn. Það er ekki sjálfgefið að fá þetta húsnæði og þar sem nokkrir höfðu óskað eftir að fundurinn væri einmitt ekki um helgi varð þessi tími fyrir valinu. Sé að flestir hafa opnað póstinn sinn en þrátt fyrir beiði um svar hafa nokkrir ekki látið í sér heyra. Vægast sagt ómögulegt því m.a þarf að finna út úr því hvenær menn geta misst sín vegabréf eða hvort margir þurfa etv að fá bráðbirgðavegabréf.
Fékk imeil áðan frá vænum VIMA félaga sem benti mér á frétt í Mogga í morgun þess efnis að nokkrir stórir karlar ætli að styrkja ABC samtökin með digru framlagi. Það er gott mál í hvívetna. Stungið upp á að við gerðum eitthvað svoleiðis varðandi Jemenverkið. Ástæða fyrir því að ég hef EKKI verið með meiri auglýsingastarfssemi er:
1. Enginn kostnaður, bara ein stútungskona(ég) við tölvu
2. Vil kanna hvernig þetta verkefni gengur ( 2-3 ár eru nauðsynleg áður en lagst er í herferð auglýsinga
3. Skrifaði þó ráðherrum menntamála og utanríkisráðherra í gær og óskaði eftir samtals 600 þús. kr. sem eru árslaun handmennta og tónlistarkennara. Ekki krónu meira takk fyrir.
4. Kynnti verkefnið fyrir ótalmörgum félagskonum í FKA fyrir nokkrum mánuðum. Fékk ýms falleg svör og ekkert meira NEMA myndarlegt framlag Margrétar Pálu og stuðning frá Svanhildi í Varmahlíð við kynningarfund.
Svoleiðis er það.
Thursday, February 8, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert alveg mögnuð, gangi þér vel með þetta og allt í haginn !
kveðjur/Steingrímur J.
Post a Comment