Góðan daginn
Við Gulla Pé vorum að koma frá Akureyri en þar vorum við með VIMA kynningu í gær. Hún fór fram í húsnæði háskólans og var þar fjölmenni á sjöunda tug manna. Ég skrafaði um VIMA og kynnti félagsskapinn og svo voru fjögur lönd kynnt þ.e. Sýrland, Íran, Jemen og Óman. Tókst afskaplega vel, þarna var einstaklega góð blanda hvað varðar aldurshópa, mikið og skemmtilega spurt og skrafað. Við dreifðum tveimur síðustu fréttabréfum sem var greinilegt að fólk hafi mikinn áhuga á - allavega skildi enginn neitt eftir af þeim- svo og ferðaáætlanir.
Ekki sakaði að þarna mættu fyrv. ferðafélagar Ester og Bjarni og gaman að hitta þau. Ingveldur- en hún var ekki síst driffjöður í að efna til fundarins og hjálpaði okkur á allan handa máta- og Jörundur og Hólmfríður einnig fyrrum félagar buðu okkur svo heim til þeirra tveggja fyrrnefndu í þennan líka ljúffenga mat og stærstu bollur í eftirmat sem ég hef séð. Þetta var allt hið skemmtilegasta mál og var mikið skeggrætt og mikið hlegið. Þau biðja fyrir kveðjur til þeirra sem voru í þeirra hópi, þar má telja upp Katrínu Jónsdóttur, Guðberg sem nú býr í Danmörku en fylgist alltaf með, Auði og Þóri, Jónínu og Gunnar, Sigrúnu Sig, Eddu Ragnars og Elísabetu, Guðmund Pétursson, Hönnu Dóru og Gunnar, Ragnhildi Guðm. Jón Helga og Jónu, Guðrúnu Sesselju, Hertu Kr. og hugsanlega gleymi ég nokkrum en bið þá forláts: kveðjur eru til allra.
Við kynntum Jemenverkefnið okkar lítillega og núna þegar ég kom heim beið mín imeil frá einum fundarmanna sem vill taka þátt í að styrkja það og ekki var það til að draga úr ánægjunni.
Sem sagt: tókst afar vel.
Merkispjöld fyrir Íranfara senn tilbúin, læt ykkur fá þá úti á velli við brottför.
Tuesday, February 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment