Við erum með stuðningsfólk fyrir ellefu af 22 stúlkum sem birt voru. Sjá einnig viðbót hér fyrir neðan.
Trúi ekki öðru en ég heyri frá einhverjum í dag. Hef fengið fyrirspurnir varðandi Aminu sem Nouria telur að eigi erindi í háskólann. Það mál er óleyst því fjölskyldan leggst gegn því. Nouria beitir fortölum og hún er góð í slíku.
Það er svo gleðiefni að segja frá því að Bushra Ali hefur fengið vilyrði fjölskyldu sinnar til að fara aftur í skóla. Ég hef ákveðið að styrkja hana.
En samt vantar enn ellefu hjálparmenn. Nokkrir fyrri stuðningsmenn hafa ekki svarað, kannski í burtu en svo hafa raunar nýir bæst við svo við náum þessu með léttum leik.
INSJALLAH.
Svo er hér fyrsta áminning: Fundurinn á sunnudag kl 2 á Kornhlöðuloftinu þar sem Salvör Nordal talar um siðfræði dauðarefsinga. Sérdeilis fróðlegt efni. Meira seinna.
Monday, January 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Í dag hafa bæst við stuðningsmenn:
Sjöfn Óskarsd/Árni Gunnarsson
Guðrún Ólafsdóttir
Þóra Jónasdóttir
Jósefína Friðriksdóttir
Jóhanna Vilhelmsdóttir
og Ragnhildur Guðmundsdóttir hefur staðfest að hún styðji áfram stúlkuna sína sem er ein af sjö sem sækir námskeiðið annan veturinn.
Kærustu þakkir
JK
ps. Það er stöðugt haft samband út af greinum Steinunnar Jóhannesd. Ég bendi á að kíkja í Arabíukonur, þar eru ýmis svör. Einhverjir hafa minnst á að svarklausan í Mbl hafi borið vott um hroka. Það var ekki meiningin. En hver verður að taka þau orð eins og hann metur sjálfur.
Post a Comment