Gott fólk
Er rétt komin inn úr dyrunum, pakkað upp og sorterað en sálin er ekki stödd hér. Hún hefur lent á flakki í Libýu.
Eftir að hafa flogið með Alitalia mun ég heita því að gera það ekki oftar hvorki með mig eina né hóp. Flugleiðir verður 5 stjörnu í þeim samanburði, bæði hvað varðar farangursskil, þjónustu og stundvísi og þar af sést að ekki eru gerðar neitt sérlega klikkaðar kröfur.
En margt kom mér á óvart í þessari þeytingsferð til Libyu, ég tala ekki um fegurð og fornaldardýrð, heldur ekki síður spennandi nútíma, hrein hótel, fín klósett(skiptir máli), ljúft viðmót, hollan mat, fékk aldrei svo mikið sem skot í magann og eiginlega var þetta allt til fyrirmyndar nema ég hefði kosið fimm daga til viðbótar til að sjá eyðimerkurferðir. Það kemur síðar.
Ekki bárust nú ýkja margar kveðjur en takk fyrir þær sem birtust. vona að þið hafið nú fengið fréttabréf með skilum og séuð dús við það???????????? Gulla Pé á þar heiður skilinn þó hún sé aldrei sérlega gullhamrasjúk.
Muna fundinn með salvöru þann 4.febr. Minni aftur á hann síðar.
Eins og ég hef fyrr sagt fundur með Kákasusfólki fljótlega. Íranhópur og Jemen, gjörsvovel og gera upp: ef einhver vafi er þá bara imeila mér. Nú mætti einnig fara að tilkynna mér um þátttöku í haustferðum -þ.e, þeir sem ekki hafa þegar gert það.
Monday, January 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment