Wednesday, February 28, 2007

Í sólinni í Sjiraz

Sælt veri fólkið.

Í morgun fórum við í sól og blíðu í Fjolulau moskuna og síðan í trúarskólann. Þar hittum við guðsmann sem er skólastjóri þar á bæ, með svartan túrban sem sýnir hann getur rakið ættir til Muhammeds spámanns. Hann hafði engar vöflur á og bauð okkur inní húsakynni sín og þar var rætt um trúmál og hvers kyns alþjóðamál og buðsmaðurinn bað kærlega til Íslands.

Eftir að hafa hlýtt á fögur guðsorð varð að sinna mammon og því lá leið á markaðinn og þar tókst mönnum að týnast út og suður en allt fór vel og við löbbuðum í hádegismat í baðhúsi Vakils og snæddum þar hinn prýðilegasta mat eins og venjulega á þeim stað.

Nú eru menn aðeins að hvíla sig hér á Pars hóteli - þar sem allir fengu by the way svítur- og seinna í dag að grafhýsi Mafez skálds og á nokkra staði í viðbót. Á morgun er eftirmiðdagurinn frjáls en um morguninn í garðana fögru og að gröf Saadis.

Gærdagurinn í Teheran var ansi hreint surrealiskur. Við óðum krpa í teppasöfnin og nýlistasafnið, átum á Ferdowski hóteli og þar fékk Edda afmælisbarn tertu og húrrahróp og síðan tók við þjóðminjasafnið og intelligensiukaffistofan.

Eina tvo tíma tók svo að komast út á völl í létt brjálaðri umferð. Töf á flugi og það fannst mér góðs viti enda hef ég aldrei vitað til að innanlandsflug væri á réttum tíma. Voru bornar í okkur - sem höfðum þá ekki fengið vott né þurrt í eina tvo tíma - samlokur og safi til að seðja sárasta hungrið. Flugferð gekk svo prýðilega og matur beið okkar náttúrulega hérna á Parshoteli og síðan gengið til svítna.

Allir eru mjög jákvæðir og glaðir, þakka fyrir kveðjur og þykir vænt um að þið hafið auga með okkur. Hvarvetna mætum við sem fyrr hlýju og vinsemd og gleði heimamanna að sjá okkur. Hafi verið fáa túrista að sjá í fyrri ferðum eru þeir varla nokkrir nú.

Sambandid herna i tolvunni doltid klikkad og laet thetta duga ad sinni.

Monday, February 26, 2007

Nokkur gladleg ord fra Iranforum i Teheran

Gott kvold oll

Vid erum her heilu og holdnu, natturlega. I dag hofum vid skodad okkur um i Teheran, forum i Sad Abad thar sem sidustu keisarar Irans bjuggu a sinni tid. A gridarstoru flaemi sem gnaefir hatt uppi fjollunum reisti Mohammed Reza fyrri Pahlavi keisarinn ser mikla holl sem er kollud Graena hollin. Sidan byggdi hann hus og hallir yfir adskljanlega fjolskyldumedlimi og oll sjalfsagt einkar storkostleg. Vid heimsottum Hvita husid en thar tok Reza sidasti keisari a moti gestum og i badum thessum byggingum otrulegur iburdur, en afar olikt tho. Italskur still i tvi husi sem seinna var reist, og teppi ut i oll horn og otrulegur iburdur en ivid smekklegri i Hvita husinu. Thetta fannst okkur ollum hid forvitnilegasta
Sidan var keyrt ad husinu sem Khomeini truarhofdingi bjo, thar voru verdir og mikil gaesla sem var ekki a hinum stadnum enda allt tilfinningalegra thegar heimili Khomeinis a i hlut. Serdeilis fabrotid og ekki verid spandansinn a theirri fjolskyldu. Raett lengi og mikid um nutimastjornmal og margra spurninga spurt.

Fyrr hofdum vid snaett godan hadegisverd tvi fair treystu ser i morgunmat. Thad gekk tho allt ljomandi, t.e flugferd var taegileg og allur farangur skiladi ser. Sjapar kom ad taka a moti okkur og var einkum kat ad sja ommustrakinn Thorstein Mana. Flestir voru komnir til herbergja a Laleh um kl 4 i nott og i besta skapi.

Gaedinn okkar heitir raunar keisaralegu nafni Mohammed Reza tvi vegna veikinda i fjolskyldu Pezhmans gat hann ekki tekid hopinn og thad thotti mer einkar leidinlegt. En Mohammed virdist vera mikill somamadur og segir vel fra og mer virdist ollum litist vel a hann. Vid hofum sama bilstjora og sidast, Mohammed med fallega svipinn og urdu fagnadarfundir med okkur.
Nu a eftir bordum vid her a hoteli. I fyrramalid a Teppasafn, Nylistasafn og sidan i hadegisverd. Einn tattthakenda a afmaeli a morgun og faer tertu en thad er leyndarmal enn. Svo forum vid flugleidis til Sjiraz sidegis og tha mun Mohammed saeti vaentanlega taka a moti okkur.
Thad eru allir gladir og spraekir og hlakka til naestu daga og bidja fyrir bestu kvedjur til sinna

Saturday, February 24, 2007

Nú er að huga að haustferðum - og gjafakortahugmynd í deiglunni

Ítreka að Íransfarar verði komnir út á völl í síðasta lagi kl. 6 í fyrramálið. Helst aðeins fyrr því innritun í ótal morgunvélar hefst þá.

Nú eru ferðirnar í mars/april og april/maí sem sagt orðnar fullar og þá er að huga að haustferðunum. Til Sýrlands í ágústlok, sirka 25. ág eða svo og sú ferð hefur alltaf verið vel skipuð. Nokkrir hafa þegar skráð sig í hana og býst við fleirum og gjöra svo vel og gefa sig fram.
Síðan er Ómanferðin síðla október og af henni mega menn ekki missa. Ég hvet fólk eindregið til að gefa sig fram í hana því mun lengri fyrirvara þarf á henni en Sýrlandsferð.
Skal tekið fram að í báðar ferðirnar skal greiða staðfestingargjald 1.maí.
Þeir sem þegar hafa látið mig vita þurfa ekki að ítreka það en þeir sem hafa verið vaklandi gjörsovel og gera upp hug sinn snarlega. Þessi tími svo og febrúar er sá sem bestur er í Óman.

Þá er í deiglunni að við útbúum gjafakort og með því geta menn bæði gefið inn á ferðir þeim sem allt eiga ellegar greitt inn á Fatimusjóð t.d. við afmæli eða einhvers konar tímamót. Þetta verður vonandi tilbúið fljótlega eftir að við komum heim frá Íran.
Hef heyrt í flestum Íranförum og allir hlakka til og eru eftirvæntingarfullir að kynnast þessu stórkostlega landi og undursamlega fólki sem þar býr.
Munið að fara reglulega inn á síðuna og látið vini og aðdáendur aðra fá netfang síðunnar. Vonast til að senda fyrsta pistil frá Teheran á mánudagskvöld.

Sjáumst svo í fyrramálið.

Thursday, February 22, 2007

Á leið til Úranlands- meina Íran. Vinir og ættingjafjöld fái netfang og fylgist með

Sæl hér

Nú hef ég sent Jemen/Jórdaníuförum svo og Kákasusfólki bréf um að vera svo vinsamlegt að borga á réttum tíma. Full greiðsla af öllu tagi hefur verið send út vegna fyrrnefndu ferðarinnar og nauðsynlegt að menn klári að borga á réttum tíma.
Sama máli gegnir náttúrlega um Kákasusfólk. Vil taka fram að vegabréfin okkar koma heim trúlega í næstu viku og Edda Ragnarsdóttir varaform. VIMA hefur tekið að sér að hafa samband við alla Kákasusfara og láta þá vita og þá þætti mér vænt um að menn gætu sótt bréfin til hennar. Ef ekki láta vita hvaða hátt þeir vilja hafa á þvísa máli.

Íranfarar skella senn ofan í töskur og við fljúgum um Amsterdam að þessu sinni og er vonandi skárra en London eins og málum er háttað núna. Allir skulu vera mættir út á Keflavík ekki síðar en kl. 6 á sunnudagsmorguninn.

Ég hvet líka Íranfara til að skilja eftir netfang síðunnar og etv senda kveðjur til okkar. Þær mælast vel fyrir. Býst við að skrifa inn á síðuna alltaf öðru hverju en hef ekki tök á því að tilkynna það hverju sinni. Bið ykkur endilega að vera ötul við að kíkja á frásagnir.
Ræðismaðurinn okkar í Teheran er ekki í bænum, skilst mér, og förum því á mis við hans athyglisverðu nærveru og myndarlega boð. En við höfum það væntanlega af.
Ekki meira að sinni.

Tuesday, February 20, 2007

Akureyringar áhugasamir um Miðausturlöndin

Góðan daginn
Við Gulla Pé vorum að koma frá Akureyri en þar vorum við með VIMA kynningu í gær. Hún fór fram í húsnæði háskólans og var þar fjölmenni á sjöunda tug manna. Ég skrafaði um VIMA og kynnti félagsskapinn og svo voru fjögur lönd kynnt þ.e. Sýrland, Íran, Jemen og Óman. Tókst afskaplega vel, þarna var einstaklega góð blanda hvað varðar aldurshópa, mikið og skemmtilega spurt og skrafað. Við dreifðum tveimur síðustu fréttabréfum sem var greinilegt að fólk hafi mikinn áhuga á - allavega skildi enginn neitt eftir af þeim- svo og ferðaáætlanir.

Ekki sakaði að þarna mættu fyrv. ferðafélagar Ester og Bjarni og gaman að hitta þau. Ingveldur- en hún var ekki síst driffjöður í að efna til fundarins og hjálpaði okkur á allan handa máta- og Jörundur og Hólmfríður einnig fyrrum félagar buðu okkur svo heim til þeirra tveggja fyrrnefndu í þennan líka ljúffenga mat og stærstu bollur í eftirmat sem ég hef séð. Þetta var allt hið skemmtilegasta mál og var mikið skeggrætt og mikið hlegið. Þau biðja fyrir kveðjur til þeirra sem voru í þeirra hópi, þar má telja upp Katrínu Jónsdóttur, Guðberg sem nú býr í Danmörku en fylgist alltaf með, Auði og Þóri, Jónínu og Gunnar, Sigrúnu Sig, Eddu Ragnars og Elísabetu, Guðmund Pétursson, Hönnu Dóru og Gunnar, Ragnhildi Guðm. Jón Helga og Jónu, Guðrúnu Sesselju, Hertu Kr. og hugsanlega gleymi ég nokkrum en bið þá forláts: kveðjur eru til allra.

Við kynntum Jemenverkefnið okkar lítillega og núna þegar ég kom heim beið mín imeil frá einum fundarmanna sem vill taka þátt í að styrkja það og ekki var það til að draga úr ánægjunni.
Sem sagt: tókst afar vel.

Merkispjöld fyrir Íranfara senn tilbúin, læt ykkur fá þá úti á velli við brottför.

Saturday, February 17, 2007

Síðan á afmæli - Íranfarar hittust. ofl

Síðan mín er þriggja ára í dag. Vinkona mín og ömmubarnsmóðir Elísabet Ronaldsdóttir gaf mér hana sumsé í afmælisgjöf og það fylgdi með að hún skyldi vera mér innan handar í tæknimálum - og það hef ég sannarlega oft þurft að herma upp á hana og öllu verið tekið af ljúfmennsku. Vera Illugadóttir hefur einnig reynst snjall aðstoðartæknistjóri.
Á þessum þremur árum eru heimsóknir -brúttó- um sjötíu og tvö þúsund og netto um 41 þúsund og hefur aðsókn aukist jafnt og þétt og verður svo vonandi áfram.

Var á fundi með Íransfólkinu sem fer eftir viku. Allir fengu sín vegabréf og miða og nýhannaður merkimiði á töskur verður afhentur við brottför. Gott hljóð í öllum og allir verða að vera mættir kl. 6 á sunnudagsmorgun 25 febr. út á völl svo við getum meira og minna tjekkað inn saman.

Nouria er komin heim aftur eftir för bæði til að kynna kerfið sem hún hefur unnið eftir og til Egyptalands en þangað fór hún til lækninga. Hún kveðst senda mér mynd af stúlkunum á sauma og lestrarnámskeiðinu svo og fleiri nöfn fljótlega. Ég sagði henni að við mundum borga laun kennaranna (handmennta og tónlistar)líka og vona að okkur takist það. Jemenhópurinn í mars mun svo örugglega fara í heimsókn í miðstöðina þegar þar að kemur.

Vona að allt sé í góðu standi. Akureyrarferð stendur yfir dyrum hjá okkur Gullu pé á mánudaginn.

Thursday, February 15, 2007

Kákasusvegabréf lögð af stað í smáferðalag - Íransfarar ath. að tilkynna ykkur

Kákasusvegabréfin eru lögð af stað í ferðalag til að verða sér úti um stimpil. Íslenska sendiráðið í London mun aðstoða við þetta og ýta á Azerana ef þurfa þykir. Læt ykkur fylgjast með. Annað hvort væri nú.

Allir skiluðu öllu sem beðið var um og nú er að sjá hvað þeir eru snarir í snúningum þarna í útlöndunum. Bið menn að athuga að þó ferðin hækki ekki fyrst við fengum einn félaga í viðbót er þó aukadagurinn ógreiddur. Ég hef ekki fengið upplýst hvað það hann kostar, gæti verið svona um 7.500kr. Sjáum til með það þegar nær dregur. Áritun gefa Azerar hreint ekki ókeypis, en þessi greiðsla hefur þegar verið innt af hendi. Það er hugsanlegt að við þurfum ekki áritun inn í Georgíu og þá jafnast þetta þokkalega út.

Þá hef ég sent imeil á hópinn sem er að leggja af stað til Írans 25.febr. Við þurfum að hittast svo allir fái sína miða og vegabréf og svo verða ugglaust einhverjar spurningar í lokin. Bið menn að tilkynna þátttöku á fundinum.

Fundurinn á Akureyri verður á mánudag kl. 17 og Ingveldur VIMAfélagi hefur verið betri en engin í að arransjera og dóminera þar. Vona að þetta verði vel kynnt og við fáum fleiri félaga og kannski ferðafólk líka. Hef góða trú á Akureyringum og nágrönnum. Látið vita ef þið þekkið einhverja á svæðinu. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri og allir velkomnir.

Hefur kætt mig óspart að þó nokkrir hafa lagt inn á Fatimusjóð í dag. Hvorki utanríkisráðherra né menntamálaráðherra hafa svarað beiðni um styrk að upphæð samtals hvorki meira né minna en 600 þúsund krónur (árslaun handmennta og tónlistarkennara) en eins og ég sagði í gær hefur þegar náðst upp í laun fyrir annan og hitt mjatlast vonandi.

Wednesday, February 14, 2007

Takk fyrir allar kveðjur og greiðslur á Fatimusjóð

Gott kvöld góðu félagar
Takk kærlega fyrir allar kveðjur, símhringingar, imeil gjafir og ég veit ekki hvað í tilefni þess að ég fer nú væntanlega að fá smávægilegar greiðslur úr lífeyrissjóðum tvist og bast um landið. Svo sem frá Verklýðssjóði Austurlands frá því ég vann á Jökulsárlóni, verklýðsfélagi á Þórshöfn vegna fiskvinnu, Póstmannafélaginu og að ógleymdum Lífeyrissjóði BÍ. Er reyndar farin að taka greiðslur þaðan og fæ drjúga upphæð: um 50 þúsund eftir skatta enda vann ég á Mogga í 27 ár.

Þakka mikið vel þeim sem snöruðu inn á Fatimureikninginn. Kannski bætast einhverjir við. Gladdi mig.

Síðdegis hittumst við nánasta fjölskylda sem er í bænum/á landinu og tróðum okkur út af bakkelsi og var það hið besta mál.

Þetta var kátur dagur frá morgni til kvölds. Nýi félaginn í Kákasusferð mætti til að fylla út plögg og sendiráðið okkar í London ætlar að sjá um að koma öllu til Azera þegar síðustu tveir hafa klárað sína skriffinnsku, vonandi í fyrramálið.

Er að leita að húsnæði fyrir Íranfélagafund svo þeir fái sín vegabréf og miða. Ráðleggingar ofl.
Finnst erfitt að kvabba stöðugt á Mími símennt en við sjáum til og ég læt vita.
Sofiði rótt og aftur bestu þakkir til allra sem voru hugulsamir og rausnarlegir.

Tuesday, February 13, 2007

Kátt í koti

Einn hefur bæst við í Kákasus svo ekki þarf að hækka ferð. Gott mál og farsælt.
Við verum komin með nóg inn á Fatisjóð til að borga einum kennara. Var á fundi h´já þingeyskum Valkyrjum í kvöld sem vill taka að sér eina stúlku. Saumaklúbbur einn hefur gefið sig fram, og tveir VIMA félagar þeyttu 30 þús. inn á sjóðinn í kvöld. Mikið gleðiefni.
Svo á ég afmæli í dag og ef einhver vill gefa mér afmælisgjöf gjörsovel og leggja duggusmott inn á Fatimureikning 1151 15 551212 kt. 1402403979. Sem svarar góðri rós eða svo. Írangögn tilbúin og bíða afhendingar uns ég fæ svar frá Mími um húsnæði.

Ein lítil pollyönnuharmsaga: Við eyðimerkurljónið lentum á áreksti á ljósum Grensásvegar og Miklubrautar á sunnudag. Blessuðs stúlkan á eftir mér var með vininn sinn í bílnum og hefur ekki haft fulla aðgæslu. EN allt fór vel og bíllinn minn komin í viðferð.
Bara þetta núna Góða nótt

Aldrei hefur hann kynnst jafn vinalegu höfðingsfólki og í Íran

Góða kvöldið
Þetta bréf fékk ég fyrr í dag frá fyrverandi arabískunemanda mínum, Einari Val Gunnarssyni. Hann er mikill ferðadrengur og var m.a. nýlega á flakki í Íran. Ég vona hann taki það ekki illa upp þó ég birti þetta en mér finnst ástæða til þess þar sem ýmsilegt sem hann segir um fólkið sem varð á vegi hans á erindi til fólks, einmitt um þessar mundir.

Skrifa svo meira seinna í kvöld

Sæl Jóhanna.

Er kominn frá Íran þar sem ég eyddi 3 vikum einn á flandri og gisti á
allra ódýrustu hótelunum. Byrjaði á því að fljúga til Ahvaz sem er nú
svosem ekki merkileg borg uppá að skoða en hefur ríka sögu. Fór til
smábæjarins Shush sem hefur að geyma líkneski Daniels. Einnig er þar að
finna virki sem Franskir fornleifagrafar byggðu. Fór svo út fyrir bæinn að
sjá Choqa Zanbil.

Því næst kom ég mér til Shiraz og skoðaði borgina (t.d. karim Khani virkið
og dvalarstað Hafez ljóðskáldsins) ásamt að sjá Persapolis. Þar næst fór
ég til Yazd og skoðaði gamla hlutann, virki alexanders mikla og fleira.
Fór til Chak Chak sem er mikilvægasti zoroastrian pílagrims staðurinn í
Íran og einnig til Meybod að skoða Kamel stoppistöðina fornu, pósthúsið,
dúfnahúsið og "ísskápinn". Endaði Yazd hringinn á því að skoða gömlu
borgina í Karanaqh.

Svo var komið að Esfahan. Hún er náttúrlega stórglæsileg og toppurinn á
ferðinni. Skoðaði einnig armenska hluta borgarinnar og Vank kirkjuna.
Því næst fór ég til Kashan að skoða khan-e Tabatabei og khan-e Ameriha
íbúðirnar. Kom svo við í borginni Qom og endaði ferðalagið í Tehran þar
sem ég skoðaði nánast öll söfn borgarinnar og allt sem hægt var, enda 5
daga í henni.

En það sem stendur náttúrulega uppúr eftir þessa ferð er fólkið! Þvílík og
önnur eins gestrisni hef ég aldrei kynnst. Ég fékk heimboð og
heimagistingar, Mér var fylgt í gegnum borgi og bæi án nokkurrar
þóknunnar. Ræddi um allt við jafnt unga sem aldna og meira að segja einn
Mullah sem var samferða mér frá Qom til Tehran. Ég fékk mikla innsýn inn í
hugarheim Írana enda ómetanlegt að vera boðið inná heimili þeirra í mat
og gistingu. Umræðan var um jafn viðkvæm mál einsog stjórnmálin frá bæði
hlynntum og andvígum, frelsið, atvinnuleysi, réttindi kvenna, áfengið,
fíkniefnavandann, bandaríkin, kjarnorkuna, osfrv. Ég fékk að vita mikið
um byltinguna bæði fyrir og eftir, já og hvernig trúarofstækismenn frá
borgunum Qom og Mashhad komast til valda á kostnað fólks með menntun og
hæfileika, einsog einn sagði. Ég gæti haldið endalaust áfram.
En gestrisnin og hjálpsemin er það sem stendur uppúr og kynntist ég
frábæru fólki sem ég mun halda sambandi við í framtíðinni. Ég á nánast
heimboð í hverri einustu borg er ég fer næst til Íran. Algjörlega
ógleymanleg ferð.

Kveðja,
Einar Valur

Friday, February 9, 2007

Gaddafikökur etnar upp til agna- Íranfarar hugsi senn sinn miða og passagang

Góða kvöldið
Kákasusfarar hittust í dag og fylltu út eitt stykki vegabréfsumsókn. Farið yfir það helsta sem þurfti að vita og mér heyrist ferðin leggast vel í menn. Enda erum við að fara á fagrar slóðir í maí.
Bið þá LENGSTRA ORÐA sem ekki skiluðu inn vegabréfum - ég minnti nú raunar ekki á það svo ég tek slatta á mig - og öðru, svo sem ljósritum og myndum að koma þeim til mín um helgina því ég fæ svar frá Ferðaskrifstofunni okkar í Azerbadjan hvenær á að senda passana og hvenær má búast við þeim til baka.
VINSAMLEGAST MUNA ÞETTA OG LÁTA passa og fleira smálegt fljúga hérna inn um póstkassann. Svo allt verði nú í lagi.

Þá geta Íranfarar senn búist til farar, því ég veit ekki betur en farmiðar verði til á mánudag eða þriðjudag og þá er ekki til setunnar boðið að afhenda þá ásamt hinum undursamlegu vegabréfum. Nú er mynd af viðkomandi látin fylgja stimplinum. Það hefur ekki verið áður og er ansi hreint tilkomumikið.

Fékk fyrirspurn um fyrirlestur Salvarar og hann kemst vonandi inn upp úr helgi. Einnig er Nouria væntanleg til Sanaa í næstu viku og þá sendi ég ykkur nöfn á nýjum fósturbörnum. Allir virðast nú hafa gert upp fyrir sínar eða amk. hafið greiðslur ef þeir skipta þeim, svo það er allt í stakasta.

Á morgun ætlum við Gulla pé að ljúka diskatörninni fyrir Akureyrarkynningu sem verður að líkindum þann 19.febr.

Þjóðmálaumræðu og harmsögur - vísa til kláðablaða (orðalag Braga bróður míns) og milljón blokksíðna. Nú ætla ég hins vegar að skúra gólfin.
Margblessuð

Thursday, February 8, 2007

Vegabréf-Kákasusmál-nokkur orð um Jemenverkefnið

Þau makalausu tíðindi hafa gerst að síðasta vegabréfið sem var til stimplunar í íranska sendiráðinu í Osló er nú lagt af stað heimleiðis. Þetta er frábær þjónusta og stundum borgar sig að vera með blíðlegar hótanir.

Varðandi Kákasusfélaga og fundinn á morgun. Það gengur ekki hvað sumir hafa verið tregir að svara hvort þeir mæta á fundinn. Það er ekki sjálfgefið að fá þetta húsnæði og þar sem nokkrir höfðu óskað eftir að fundurinn væri einmitt ekki um helgi varð þessi tími fyrir valinu. Sé að flestir hafa opnað póstinn sinn en þrátt fyrir beiði um svar hafa nokkrir ekki látið í sér heyra. Vægast sagt ómögulegt því m.a þarf að finna út úr því hvenær menn geta misst sín vegabréf eða hvort margir þurfa etv að fá bráðbirgðavegabréf.

Fékk imeil áðan frá vænum VIMA félaga sem benti mér á frétt í Mogga í morgun þess efnis að nokkrir stórir karlar ætli að styrkja ABC samtökin með digru framlagi. Það er gott mál í hvívetna. Stungið upp á að við gerðum eitthvað svoleiðis varðandi Jemenverkið. Ástæða fyrir því að ég hef EKKI verið með meiri auglýsingastarfssemi er:
1. Enginn kostnaður, bara ein stútungskona(ég) við tölvu
2. Vil kanna hvernig þetta verkefni gengur ( 2-3 ár eru nauðsynleg áður en lagst er í herferð auglýsinga
3. Skrifaði þó ráðherrum menntamála og utanríkisráðherra í gær og óskaði eftir samtals 600 þús. kr. sem eru árslaun handmennta og tónlistarkennara. Ekki krónu meira takk fyrir.
4. Kynnti verkefnið fyrir ótalmörgum félagskonum í FKA fyrir nokkrum mánuðum. Fékk ýms falleg svör og ekkert meira NEMA myndarlegt framlag Margrétar Pálu og stuðning frá Svanhildi í Varmahlíð við kynningarfund.
Svoleiðis er það.

Tuesday, February 6, 2007

Halló öll - vegabréf komin- Kákasusfundur ofl

Vegabréfin vegna Íransfarar komu í morgun. Eitt eftir en það var sent út seinna og góðu stúlkurnar í ísl. sendiráðinu í Osló fylgja því eftir.

Hef sent Kákasushópnum tilkynningu um fund n.k föstudag og bið þá lengstra orða að tilkynna sig. Reikna með að allir mæti. Eiginlega aðkallandi. Svo eigum við góða stund vona ég og myndadiskar frá Kákasuslöndum rúlla, okkur til innblásturs, meðan við fyllum út umsóknir og etum smákökur og döðlur frá Gaddafilandinu.

Fólk er ötult við að borga inn á Fatimusjóðinn og bestu þakkir. Nokkrir ættu þó að láta vita; þ.e. þeir hafa tekið að sér að styrkja stúlkur en ekki greitt neitt enn.

Þá hefur einn elskulegur VIMA félagi lagt inn andvirði saumavélar og gerir það í minningu móður sinnar. Kæra þökk fyrir það.

Sunday, February 4, 2007

Fullt út úr dyrum með Salvöru í dag Sunnudag.

Komiði fagnandi sæl

Fundurinn okkar í dag þar sem Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, hélt erindi um siðfræði dauðarefsinga var í einu orði sagt stórgóður. Fullt út úr dyrum og getum við VIMA fólk þó ekki kvartað undan mætingu.

Mörður Árnason var fundarstjóri og stóð vitanlega fyrir sínu og vel það. Erindi Salvarar var einstaklega áhugavert, hún talaði um hinar ýmsu kenningar siðfræðinnar hvað varðar dauðarefsingar og gerði það á skýran og flottan hátt, skilgreindi hverja fyrir sig. Það hefði mátt heyra saumnál detta meðan hún talaði.

Salvör ætlar að leyfa okkur að fá erindið og birta það á síðunni og þar geta menn kynnt sér það nákvæmlega. Læt ykkur vita þegar ég set það inn.

Að erindinu loknu báru menn upp aðskiljanlegar spurningar og urðu umræður svo líflegar að það gleymdist lengi vel að gera kaffiogtertuhlé. Það var spurt um ótal atriði, tilfinningalega dauðarefsingu, refsingu sem pólitískt tæki og allt þar á milli. Salvör svaraði af stakri kúnst, konan er þannig máli farin að allir skilja og ekki er öllum sú náðargáfa gefin. En hún á náttúrlega ekki langt að sækja málsnilldina.

Á borðum lágu ýms plögg með t.d. æviatriðum Saddams Hussein, fyrv forseta Íraks, enda óhjákvæmilegt að talið beindist um stund að því máli.

En einnig voru ferðalýsingar og menn gátu skráð sig í ferðir, gerst félagar eða bara skeggrætt og skemmt sér þegar fundarstjóri ákvað loks að nú væri þetta orðið gott í bili. Salvöru var þakkað með miklu lófataki. Hvet ykkur til að kynna ykkur erindið jafnótt og ég hef fengið það í hendur og sett það á síðuna.

Gulla Pé hafði nóg að gera að taka á móti félagsgjöldum og nokkrir nýir gengu í félagið.

Jemenverkið okkar gengur ekki bara vel heldur glimrandi. Við erum með styrktarmenn fyrir sjö stúlkur tilbúna og þeir fá nöfn og upplýsingar um sínar stúlkur fljótlega. Nouria þurfti að bregða sér af bæ en kemur aftur heim seinna í vikunni.

Svo vil ég benda væntanlegum Íranförum á að vegabréfin okkar hafa verið stimpluð og eru nú í höndum starfsmanna íslenska sendiráðsins í Osló sem munu senda þau heimleiðis á morgun. Þær Estrid Brekkan og Karí Jónsdóttir hafa reynst ómetanlegar hjálparhellur.
Læt ykkur vita hvort við sláum afhendingu þeirra saman við það þegar ég hef fengið miða.
Tveir eða þrír eiga eftir að greiða síðustu greiðslu og alla vega einn eins manns herbergisgreiðsluna, gjörsovel og gera það snarlega.Því nú hafa allar greiðslur verið inntar af hendi af minni hálfu svo það er beinlínis aðkallandi.
Það er hugsanlegt að 1-2 bætist við í Íranhópinn. Hef sent fyrirspurnir út þar að lútandi og vonast til að fá svar ekki síðar en á morgun enda ekki langur tími til stefnu og skriffinnskan það eina sem ég set út á Íranina.

Vil svo geta þess að fundur með Kákasusförum verður í kringum 10.febrúar. Þá verður farið yfir áætlun, skoðaðir myndadiskar og rabbað. Og ég á í pússi mínu nokkrar líbýskar smákökur og döðlur sem mætti gæða sér á.

Thursday, February 1, 2007

Styrktarmenn Jemenstúlkna á fullorðinsfræðslunámskeiði 2007-2008

Óhætt að segja að þetta hafi gengið glæsilega. Allar stúlkurnar 22 eru komnar með styrktarmenn!

Hjartanlega takk fyrir undirtektir.

Þess skal endilega getið fyrir þann stóra hóp nýrra lesenda sem þeysir nú inn á síðuna eftir að sonur minn, Hrafn Jökulsson, skrifaði um málið á sinni bloggsíðu í dag, að þessar stúlkur eru á aldrinum 20-47 ára gamlar. Sumar hafa lært að lesa og sumar eru algerlega ólæsar og óskrifandi. En allar haldnar óslökkvandi löngun til að bæta aðstöðu sína og fjölskyldna sinn með því að taka þátt í þessu sauma og lestrarnámskeiði sem er tvær annir. Sjö stúlknanna voru einnig á námskeiðinu í fyrra og styrktar þá af okkur en nú hafa fleiri bæst í hópinn.

Þó er mér ljóst að fleiri bíða og með þeim framlögum sem hafa rúllað inn á Fatimusjóðinn í dag getum við sannarlega verið hress og ánægð.



Það er mikilvægt að við greiðum einnig fyrir handmenntakennara og tónlistarkennara YERO og ég hef góða von um það.

Þó svo að skólaskylda sé í Jemen að nafninu til er ólæsi meðal kvenna um 55-65 prósent. Fjölskyldur eru barnmargar og af hálfu stjórnvalda er lítið sem ekkert gert til að hvetja og örva. Ef krakkarnir mæta ekki- af´ótal ástæðum, ekki síst vegna fátæktar fjölskyldunnar - er það látið óátalið.

Innan margra fjölskyldna er etv. elsti drengurinn sendur í skóla og síðan ekki söguna meir.

Ekki fyrr en Nouria Nagi kom til skjalanna og óhætt að segja að hún hafi lyft grettistaki þessi fáu ár sem hún hefur starfrækt menntunarmiðstöð sína.

Það er tilhlökkunarefni að hópurinn um páskana hefur innan sinna raða hóp stuðningsfólks og vonandi að þeir geti flestir hitt sínar stúlkur/stráka/fullorðnu stúlkurnar.



Nú styrkjum við sem sagt 61 barn í grunnskóla og 22 í fullorðinsfræðslunni. Og við getum vonandi fjölgað í þeim hópi. Þó er mest aðkallandi núna að geta greitt kennurum þeim sem ég nefndi og allt útlit fyrir að það takist.

Hér á eftir er listi yfir stúlkurnar á sauma og fullorðinsfræðslunámskeiðinu.

Menn geta fengið nánari upplýsingar um sínar stúlkur og ég vonast til að þið útbúið smákort með mynd af ykkur sem ég tek með um páskana. Eins getið þið skrifað beint til YERO til að leita upplýsinga.

Haifa Caleb Al Habob – Elín Ösp Gísladóttir
Esraaq Ahmed – Dögg Jónsdóttir
Salwa Yusef Mohammed – Eymar Pledel Jónsson
Khan Bo Bellah- Ragnhildur Gudmundsdóttir
Najeeba Safe – Matthildur Helgadóttir
Mohsena Farea- Jósefina Fridriksdóttir
Seena Hussan Sayeed – Ragnheiður Gyða, Guðrún Valgerður og Oddrún Vala
Raefa Omer – Guðrún Sverrisdóttir
Sharkas Ali Aldawee- Guðrún S. Gudjónsdóttir
Sayeda Mahammad- Elísabet Jokulsdóttir
Ablah Abdo Ahmed- Jóhanna Vilhelmsdóttir
Shafeka Naji – Inga Jónsdóttir/TÞorgils Baldursson
Mona Mohammed Mahmood- Margrét Kolka Haraldsdóttir
Huda Farooq- Guðrún Halla Guðmundsdóttir
Monera abd Algani- Guðrún Ólafsdóttir
Fatima Ali Hamam- Þóra Jónasdóttir
Maysa Abdullah- Herdis Kristjánsdóttir
Nadira Taleb- Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
Zakya Ali Saad- Elisabet Ronaldsdottir/Sindri Snorrason
Bushra Ali- Gunnlaugur Briem
Fairouz Mohammed Al Hamayari- Magnea Jóhannsdóttir
Amina Abdu Ahmed – Atli Ásmundsson
millifs Slatti af kvittunum út í dag
Allmargir Íranfarar hafa lokið greiðslu og sama máli gegnir með nokkra Jemenfara. Ég pósta kvittun til þeirra jafnóðum og þeir ljúka greiðslu.
Enn eru nokkrir Jemenfarar sem skulda tvær greiðslur og geta gert upp um næstu mánaðamót ef þannig stendur á.

Takk fyrir daginn. Og takk fyrir hjálpina, Hrafn