Sunday, April 29, 2007

a la Jón Baldvin

Sæl öll
Minni á:

1. Vera stundvís í fyrramálið, kæru Kákasusfarar. Hálf sex. Muna vegabréf og farmiða

2. Sýrlandsáhugamenn drífi sig í að tilkynna sig og borga staðfestingargjald
Fer alltaf inn á póstinn öðruhverju

3. Ómanfarar muni eftir staðfestingargjaldi og taki fram hvort þeir vilja vera í eins manns eða tveggja manna herbergi og þá með hverjum

4. Muna eftir Fatimusjóði, nokkrir eiga eftir að borga fyrir sína krakka

5. Muna að kíkja inn á bloggið því ég sendi fregnir eins oft og því verður viðkomið

Bless í bili

5 comments:

Anonymous said...

Sæl mín kæra - var að koma frá þínum heimahaga fyrir norðan (Grettislaug + Drangey + jarlinn í logni og 17°), var með námskeið í gærkvöldi - náði sem sagt ekki á aðalfund en var með í huganum. Góða ferð til Kákasus, hvenær sem þú sérð þetta.
Dominique

Unknown said...

Sæl,
Varðandi stelpurnar í Jemen. Á ekki bara að borga einu sinni á ári? kv. Svala

Anonymous said...

Bíð óþreyjufull eftir fréttum af ferðinni. Vona að pabbi hafi ekki orðið frekar meint af kvefinu. Héðan er allt gott að frétta öllu góðu lofað á kosningarvori.
Kær kveðja,
Inga

Anonymous said...

vona allt gangi vel í kákasus, hér frumsýndi ég dansverk í dag, gekk vel og var gaman, flottir dansarar, vor í lofti, jökull að koma heim á morgun, bless-sus frá Elísabetu

Anonymous said...

Var ad skrifa inn a siduna. Vona thad birtist senn,
Vardandi fyrirspurn Svolu, ju einu sinni a ari ef heildarupphaed er greidd tha hun er sem fyrr 200 dollarar
Til Ingu allt i godu med foreldrana se thau sitja herna fyrir utan undir trjaskrudi og drekka te
EKJ
Til lukku med dansverk og bid ad heilsa
kvedja
JK