Wednesday, July 18, 2007

Góður gestur í haust og fleira fýsilegt.

Sæl öll.
Þessi mynd er frá Libyu en mikil eftirspurn er í þá ferð. Hef sagt ykkur að ég hyggst fara þangað viku í septemberbyrjun og ganga frá endanlegri áætlun fyrir ferðina í október 2008. Gjöra svo vel og láta frá ykkur heyra - þ.e. nýir áhugamenn. Hef ansi digran hóp þegar á lista en má bæta við eða hugsa sér tvær ferðir.

Ferðir ársins 2008 eru óðum að fyllast: get bætt við í Egyptalandsferðina, Íransferðin er uppseld en skrifa á biðlista. Nokkrir geta komist í Jemen/Jórdaníu með vorinu. Vinsamlegast hafið samband.

Eins og áður hefur komið fram boðum við til myndakvölds Kákasusfarar fljótlega eftir verslunarmannahelgi og Ómanhópur hittist vonandi um svipað leyti til skrafs og ráðagerða.
Þá er ástæða til að fagna því að margir hafa tekið þeirri áskorun vel að greiða árgjaldið og vonandi verða enn fleiri sem drífa í því. Minni aftur á reikninginn 1151 26 2443 og kt. 441004-2220.

Mér finnst sömuleiðis gaman að segja frá því hversu rösklega menn hafa tekið við sér í gjafa og minningarkortamálum. Bara hringja í mig eða senda mér póst. Ef ekki er svarað er ráð að senda til Gullu, gudlaug.petursdottir@or.is
Það væri gaman að því að koma kortunum á nokkra staði aðra og ef einhverjir hafa aðstöðu til þess væri það stórgott.

Þá væri ráð að senda Helgu Þórarinsdóttur kærar kveðjur okkar í tilefni merkisafmælis hennar 14.júlí sl. Hún var akkúrat að skrá sig í Libyuferðina.
Þá eru þau tíðindi gagnmerk að við höfum lagt drög að Nouria Nagi forstöðumaður og frumkvöðull YERO í Sanaa komi hingað í lok september. Meiningin er að kynna verkefnið -þ.e. kaup á nýrri og stærri miðstöð og hana langar að hitta einnig fleiri úr styrktarmannahópnum og mætti hugsa sér að hafa einnig annan fund þar sem verkefnið og almenn starfssemi YERO yrðu kynnt rækilega.
Ég vona mönnum lítist vel á þetta.

Þakka Fríðu Björnsdóttur góða umfjöllun í sunnudagsblaði Moggans. Hún hefur vakið verulega athygli.
Og svo hefur Fatimusjóður grætt nokkur þúsund auka á þessari grein: ég fór til augnlæknisins míns góða, Haraldar í dag að láta plokka hluta af saumum úr auganu og hann tók ekkert gjald og sagði mér að láta það renna í sjóðinn. Þetta var til eftirbreytni.

2 comments:

Anonymous said...

já, mamma láttu bara taka saumana sem oftast, ha ha ha...góðan daginn jóhanna hér, ég þarf að láta taka saumana,

ellastína prellaprina

Anonymous said...

Gjöra svo vel og athuga: þegar fólk sendir mér tilkynningu í tölvupósti um að það vilji fara í þessa tilteknu ferð svara ég ALLTAF mjög fljótt.
Ef það kemur ekki svar frá mér hef ég ekki fengið póstinn og þá er að hringja í mig.
Þetta er sagt að gefnu tilefni sem tókst þó að leysa- vona ég
kv. Jóhanna