Monday, July 9, 2007

Petra

Mér er sönn ánægja að tilkynna VIMA félögum og öðrum áhugamönnum okkar að galdrastaðurinn Petra í Jórdaníu hefur verið valinn einn af sjö undrum veraldar í nýrri atkvæðagreiðslu. Mjög að verðleikum eins og ég efa ekki að allir séu einróma um. Þegar síðasti hópur var í Jórdaníu var okkur sagt frá þessari "kosningabaráttu" og ég veit til að allmargir drifu sig í að kjósa Petra.
Ég er ekki viss um hversu oft ég hef komið til Petra. Fyrsta skiptið var í byrjun nóvember 1980 þegar ég fór í fyrsta skipti til Arabalands. Þá bjuggu bedúínar enn inni í borginni, uppi í hellunum sem flestir eru raunar gömul grafhýsi frá tímum Nabatea.
Þá var maður fimur á fæti svo ég klifraði upp í klettana og var boðið í tedrykkju hjá bedúínakonu og börnum hennar(vísa til kafla í bókinni minni Fíladans og framandi fólk) þar sem er mynd frá þessum merka atburði). Síðan hafa allir verið fluttir burtu og reist þorp fyrir þá sem bjuggu í borginni, það er ekki ýkja langt frá staðnum þar sem farið er inn í Litlu Petra.

Myndin sem birtist hérna með var tekin í maí s.l. af Ingu Jónsdóttur. Þar sést vagninn með Sveini Haraldssyni og Veru Illugadóttur rétt kominn gegnum skarðið.

Þakka miklar og góðar undirtektir við nótu sem ég sendi til flestra sem eru á póstlista og mun svo birta hvar eru laus sæti fljótlega. En þið getið alltaf haft samband um málið og stundum er svo sem hægt að bæta við þegar skemmtilegt og fróðleikfúst fólk á í hlut.

Verið svo hjartanlega blíð að láta síðuna ganga.

Seinna í vikunni verða einnig skýrð plön um Jemenverkefnið okkar og fljótlega settur inn hlekkur um Uzbekistan og Kyrgistan.

OK Þorsteinn Máni var að setja upp reykskynjara fyrir mig og nú var Kristjón Kormákur að mæta á svæðið svo það er eins gott ég er enn í peysufötunum. Heyrumst

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er nú ekki neitt, - mér finnst það ætti að velja Drafnarstíg eitt af sjö undrum veraldar.

:))))) Elísabet

Anonymous said...

eins gott að ég kaus svona oft í Petru !!! tek þetta á mig að Petra hafi sloppið inn sem eitt af 7 undrum veraldrar!