Wednesday, September 26, 2007
Jemenkæti í Lundarreykjadal
Sæl öll
Er nýkomin ofan úr Borgarfirði en þangað þeysti ég í gær, nánar tiltekið að Krossi í Lundarreykjadal til að halda pínulítinn kynningarfund um Jemen/Jórdaníuferðina n.k. vor því Sigrún, húsfreyja á Krossi, hafði áhuga á ferðinni og þóttist vita að svo væri um fleiri vinkonur hennar.
Er ekki að orðlengja það að tíu eða tólf kátar konur komu að Krossi og við röbbuðum um ferðirnar, Jemenverkefnið og fleira. Ég útdeildi fréttabréfinu og seldi slatta af kortum og svo skráðu sig- segi og skrifa sex í ferðina og ein til viðbótar með spurningamerki. Ég held að þetta sé hæsta hlutfall sem náðst hefur og er sallakát.
Þetta var einstaklega skemmtilegt kvöld og kannski mætti gera meira af þessu til kynningar á ferðunum og þá er málið ekki snúnara en svo að hafa samband og finna tíma.
Ég gisti svo hjá Kolbrá, yngri stelpunni minni á Hvanneyri og Magdalenu og Megasi (það er heimilishundurinn smái og knái) í nótt í besta yfirlæti.
Nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli á heimleið í morgun en ekki að spyrja að Eyðimerkurljóninu.
Þar með virðist fyrri Jemen/Jórdaníuferðin vera fullskipuð. En það eru enn nokkur sæti laus í seinni ferðina.
Að ógleymdu Íran, þar má bæta við þremur og Egyptaland þolir amk 2-4 í viðbót.
Um Líbíu: Ég skrái fólk niður í hana þó hún sé eftir ár. Fólk þarf að staðfesta sig í hana með greiðslu um miðjan febrúar. Ekki síðar.
Ég vona að sem flestir hafi nú fengið nýja fréttabréfið.
Minni Ómanfara á fundinn á laugardaginn. Kl. 14 stundvíslega.
Hvet menn til að borga skilvíslega inn á ferðir um mánaðamótin
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
góðan daginn Jóhanna!
Rakst á síðuna í leit að heimildum fyrir verkefni sem ég er að gera í ferðamálafræði...vantar smá ráðleggingar, væri í lagi að senda þér nokkrar línur??
Kv Júlía
Auðvitað, Júlía og vel það.
jemen@simnet.is, annars geturðu sent póst gegnum síðuna
kvJK
Post a Comment