Sæl enn aftur tiltölulega blíðlega og þó nokkuð í vafa
Sumt skil ég, sumt alls ekki:
Kennarar sem hafa farið í VIMAferðir báðu mig lengstra orða að hafa Íranferð um páska svo þeir kæmist þangað í sínu fríi enda er það land sem er hvað magnaðaðist að öðrum ólöstuðum.
Sagan og núverandi mannlíf verður þeim ógleymanlegt sem kynnist því. EKKERT neikvætt hefur komið fyrir enda mundi ég ekki fara með hóp þar sem ég teldi einhverja hættu vera á ferð og ættu menn að hafa það hugfast að ég hætti til dæmis við ferð til Líbanons þegar ég áleit að slík ferð kynni að vera varasöm
Svo ég setti Íranferð inn um páska og fylltist sú ferð eins og vettlingi væri veifað léttilega. Ég sendi út tilkynningu, ferðin troðfull, bað um aukasæti og bárust svör um að allt yrði gert. Tilkynnti nafnalista með góðum fyrirvara, borgaði flugmiða og var sæl og glöð.
Þegar kom að því að borga staðfestingargjald fyrir páskaferð skullu ansi hreint margir á hnakkann og allt í einu komu upp persónulegar ástæður, alls engar eða óskilgreindar þó og ég veit ekki hvað.
Ég skil ekki hvað er í gangi og hallast að því að gagnkvæmur misskilningur sé á ferð.
Íran býður ykkur heim og bíður ykkar og svo detta menn í þá gryfju að trúa því að þar sé eitthvað ferlega hættulegt á ferð.
Leyfi mér að biðja Íranfara fyrri ferða að tjá sig.
Því hvað var ég að gera með því að ákveða Íransferð um páska og svo hrynja kennararar- sem eiga að vera fordómalausir og forvitnir- frá. Sem betur fer eru nógu margir skynsamir sem skilja og vita að við förum ekki í einhverja hættuferð Við erum að fara til Íran og þar er þægilegra og ljúfara en á flestum stöðum.
Ég er yfirgengilega sár og súr en til Íran verður farið um páska og í þeim hópi eru nokkrir einstaklega vogaðir- en ég hlýt að taka með varúð héðan í frá því því sem menn segja úr kennarahópi. Þetta á auðvitað ekki við um alla sem betur fer en ansi margir hafa valdið mér vonbriðgum. Og sumir sem ég bjóst ekki við og þekkja þennan heimshluta harla vel.
Það var þetta sem ég vildi sagt hafa.
Friday, September 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Ég skil ekki málið. Hreint út sagt.Hvað er þetta. Vita menn hverju þeir missa af??? Efast um það. Ofsalega eru margir vitlausir.
Kv. VG
Já Bush stýrir allt, inn í hausinn á okkur líka - hann lætur leka að hann ætlar að sprengja Íran og við skelfum eins og hríslu í stormi. Hvað er að okkur? ég ætla til írans, það er búið að vera langur draumur og það er svo margt þar sem er gjörsamlega óháð Bush sem hefur hvort sem er ekki skilning um menningarheima araba, bara olíulindir. Verðum sjálfstæð. Hvar er gamla íslendingasálin sem þorir og ákveður?
Nú er ég hissa!!! Trúir því nokkur maður, sem hefur áður ferðast með Jóhönnu eða þekkir einhvern sem svo hefur gert, að hún fari með fólk útí einhverja ófæru!!! Ég er ein þeirra sem hef farið til Íran og ekki datt mér í hug í eitt skipti að ég væri ekki örugg. Það eina sem ég hafði áhyggjur af, áður en ég fór, var að þurfa að ganga með slæðu alla daga, en maður tók því eins og hverju öðru hundsbiti og merkilegt nokk, ég upplifi það ekki sem neitt skelfilegt. Að ganga með Lífgjafarfljótinu í Isfahan og skoða mannlífið er nokkuð sem enginn, sem á annað borð hefur áhuga á ólírki veröld (en þar var þó svo venjulegt fólk) ætti að láta fram hjá sér fara. Eins og annað sem Jóhanna býður uppá, er heimsókn til Íran stórkostleg upplifun. (og kænske ekki víst hvað bjóðast mörg önnur tækifæri til að fara þangað)
Og Bush kallinn!! dettur einhverjum í hug að fari að gera einhverjar rósir í Íran hálfu ári fyrir kostningar!!! Ekki líklegt!!!
GG
Íran er ógleymanlegt, það er engu líkt að komast til Persíu, sem við lærðum um í mannkynssögunni, sjá með eigin augum ævafornar tæknilausnir, listaverk, tákn margvíslegra trúarbragða, sem njóta virðingar heimamanna, - almennings jafnt sem stjórnvalda. Íranar telja sig píslarvotta í heimsyfirráðastefnu Bandaríkjanna, þeir telja sig eiga fullan rétt til að verjast áreitinu. Klerkastjórn múslima tók völdin af gerspilltum keisrara, fyrir fáeinum áratugum, og er ónáð Bandaríkjanna. Hún má hafa sig alla við að tryggja lífskjörin, en eins og Kúba sætir Íran bandarísku viðskiptabanni. Þetta jafngildir nánast heimsviðskiptabanni, þótt Íranar geti haft lífleg samskipti við þjóðirnar í austri.
Landið sjálft er ægifagurt, snæviþaktir fjallstindar gnæfa yfir höfuðborginni Teheran sem er í svipaðri hæð og Vatnajökull. Sjálf hreifst ég sérstaklega af fornum vatnsveitum og loftkælingu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að tryggja lífsafkomuna.
Allt skipulag var til fyrirmyndar, og leiðsögn heimamanna afar fræðandi. Ég mæli með Jóhönnu-ferðum, og tel reyndar að skylda ætti kennara til að takast á hendur ferðir um múslimalönd.
Virðingarfyllst - Hildur Bjarnadóttir
Óvðíða hef ég fundið mig öruggari í útlöndum en í þeim Mið-austurlöndum löndum sem ég hef komið til með Johanna Travel.Enda treysti ég dómgreind Jóhönnu fullkomlega þegar þessi heimshluti er annars vegar. ´
Það var ævintýri líkast að koma til Íran. landið fagurt með sína háu fjallatinda í ótrulegum litum, heillandi sögustaðir eins og Persepolis og fólkið fallegt, gestrisið og elskulegt. Isfahan er einhver sú fallegasta borg sem ég hef komið til með sitt Lífgjafarfljótsem rennur gegnum borgina miðja og fagurt og heillandi mannlíf á bökkum fljótsins. Þessi ferð var ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af Birna Karlsdóttir
Taekifaerid gefst nuna, gr�pid thad! Ekki spurning!
THID MUNID EKKI SJA EFTIR THVI, �VI LOFA EG.
IRANSferdin var einstok innsyn i lif folks i thessum heimshluta og folkid er einstaklega vingjarnlegt og landslagid storkostlegt.
Folkid vill hafa sama frelsi og vid.
Landid, menningin, listirnar, taekni�ekkingin - allt thetta kom mer a ovart.
Helst vildi eg fara � hverja ferd �anga� me� Johonnu.
J�hanna m�n, vantar �ig nokku� a�sto�arfararstj�ra?
Inga Hersteinsdottir
inga@vsi.is
Jemen-, Jordaniu-, Syrlands- Iransfari og bradum Omanfari med meiru!
Þetta er stórkostleg ferð sem enginn ætti að missa af! Fólkið einstaklega vingjarnlegt og sjaldan hef ég fundið mig jafnörugga, ekki ástæða til að hætta við þess vegna. Jóhanna fylgist vel með ástandinu í gegnum sambönd sín þar og myndi aldrei tefla fólki í hættu. Grípið tækifærið ef þið getið!
Guðrún Ólafsdóttir, Íransfari og tilvonandi Jemensfari
Ég þakka mikið vel þeim sem þegar hafa skrifað inn á síðuna og vona að mark verði tekið á því sem þeir segja.Þetta er allt fólk sem er ferðavant og vesenislaust með öllu.
Þakka enn og aftur og kannski bætast fleiri við. Því tveir hættu við í morgun! Ég var að hugsa um að fá grátkast(!!!) af frústrasjón en svo dreif ég mig bara út í SPRON og borgaði síðustu Ómangreiðsluna.
Íranfararnir sem komnir eru afbragðs fólk og nú geta sumsé nokkrir bæst við og ættu ekki að bíða með að tilkynna sig.
Kv/JK
Post a Comment