Tuesday, September 18, 2007

Nuria væntanleg- fréttabréfið á leiðinni og margt fleira að frétta



Sælar veriði heillirnar
Nouria Nagi, frumkvöðull YERO í Sanaa kemur til landsins fyrstu dagana í október. Hún talar á haustfundinum okkar í Kornhlöðinni sunnudag 7.október. Þar vonast ég sannarlega eftir að sjá sem ALLRA FLESTA, bæði úr hópi styrktarmanna barnanna okkar og aðra félaga.
Ef einhverjir skólamenn hafa hug á að fá Nouriu til að kynna Jemen og þetta starf sem hún vinnur, vinsamlegast hafa samband. Það er um að gera að sem flestir fræðis um málið og allir verða að leggjast á eitt að hjálpa til.
Nouria mun stoppa sirka viku og gæti verið að hún hefði tök á því að fara víðar um höfuðborgarsvæðið svo menn ættu að láta vita HIÐ SKJÓTASTA.
Hún sagði mér að hún væri með ýmsa smámuni, teikningar og fleira sem krakkarnir hafa gert ef menn vildu festa kaup á því.
MUNIÐ AÐ TAKA FRÁ SUNNUDAG 7.OKT Í KORNHLÖÐUNNI. Fundur hefst að venju kl. 14



Gaman að segja frá því hvað gjafakortin okkar hafa fengið góðar undirtektir hjá félögum og fleirum sem vilja láta gott af sér leiða með því að styrkja Fatimusjóð
Hvet ykkur eindregið. Fimm kort í pakka kosta 10 þúsund kr. því hér eru sem sagt verið að gefa GJAFIR með þessum kortum.

Mig langar að segja frá því að rausnarkona ein sem ég held að kæri sig ekkert frekar um að láta nafns síns getið hefur gefið í Fatimuverkefnið kr. 350 þúsund krónur. Munar hressilega um það og hef þakkað henni vel fyrir.

Fréttabréfið okkar, stórt og myndarlegt 16 bls. að þessu sinni kemur úr prentun á morgun og verður póstað til ykkar um leið og við höfum slegið utan um það. Hafi einhverjir breytt um heimilisföng eru þeir beðnir um að láta tafarlaust vita.
Meðal efnis er grein um fyrstu Kákasuslandaferðina okkar, grein um Ferghana dalinn í Uzbekistan, mataruppskriftir, dagatal múslima, klausa um Jórdaníukynningu, myndir af gjafakortunum, skrif um bók o.fl.ofl.

Á næstunni verður sett inn fullburða Líbíuáætlun. Læt ykkur vita um það.
Og upp úr 10.okt. munú Ómanfarar koma saman og fá sína farmiða og ferðagögn. Ég er með smásætindi frá Líbíu sem við gæðum okkur á í leiðinni.

Ég þakka góð og mikil viðbrögð við síðasta pistli. Hef ekki minnstu áhyggjur: það er skemmtilegt og fróðleiksfúst fólk þegar skráð og fleiri munu bætast við.
Þakka svo væntanlegum ferðafélögum sem eru farnir að borga inn á ferðirnar. Það er til fyrirmyndar en ég hef ekki heyrt frá tveimur Egyptalandsförum Ásdísi Stefánsdóttur og syni og býst við að þau séu í burtu og birtist á hverri stundu. Sömuleiðis langar mig að biðja Daníel Gunnarsson að hafa samband við allra fyrsta.

Menn breyta um heimilisföng og imeil og stundum eru vanhöld á að menn láti vita. Gjöra svo vel og athuga það.

5 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna, glæsilega að verki staðið að fá hana hingað.

Við Sjöfn mætum að öllu óbreyttu,
kv Arni

Anonymous said...

Vill / getur kannski eitthvert skólafólk bjóða henni að skoða skóla hér?



Kær kveðja,

Inga

Anonymous said...

Góð hugmynd, hún mun hitta Margréti Pálu Ólafsdóttur og svo gæti verið forvitnilegt að kennarar eða skólamenn gæfu sig fram.
Kv/JK

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna við Jón Helgi erum í startstöðu og sjáum planið þegar við hittumst 7 okt. Inga og Þorgils eru í Skotlandi en koma heim á þriðjudaginn. Er með uppástungu um heimsókn í Listasafnið til Ingu þegar Nuria er hér þar er hægt að fá gott kaffi t.d. og ég er með mitt heimili opið
Hittumst og kætumst
Jóna

kalli said...

AMMA TIL BLA BLA GRÍN AMMA TIL ÞÍN

SVAKA FJÖR Á SÍÐUNNI ÞINNI


Í DAG 3/OKTÓBER 2007

KV ÍSLEIFUR