Thursday, August 7, 2008
Koma svo-------------
Góðan dag
Það er opið í Síðumúla 15(gengið niður fyrir húsið austanmegin) milli 11-13 í dag til að taka á móti varningi á markaðinn. Drífa sig í skápana og síðan upp í Síðumúla. Þetta gengur afskaplega vel. Næsti opnunardagur er svo á þriðjudag milli 16-20. Hvet alla velunnara til að leggjast á eitt.
Varningur frábær er þegar kominn, vantar meira, elskurnar mínar.
Bið alla bakarana að láta mig vita hvort þeir ætla að gera FATIMUKÖKU og þá etv tvær?
Uppskriftir liggja frammi í Síðumúla og einnig get ég sent ykkur uppskriftina.
Var að koma úr bankanum að senda fyrsta skammtinn til Nouriu, fyrir 30 börn.Vil svo biðja þá sem ætla að borga í einu lagi að gera það fljótlega, sendi næst um 20.ág.
Svo eru nýir foreldrar sem fá plögg um börnin sín í pósti á morgun. Aðrir fá þau þegar skráningu lýkur
En ég furða mig óneitanlega á því að enn skuli vera um 30 börn sem ekki hafa stuðningsmenn. Hvar eruð þið? Verið svo góð að láta mig vita ef þið viljið gera hlé á stuðningi. Nú eða fá nýja. Innan tíu daga eiga öll börnin að vera komin með stuðningsmenn. Hvernig væri að stefna að því???
Ég sagði ég liti á það sem persónulega óvirðingu við mig ef Líbíu og Sýrlandsfarar greiddu ekki skv. áætlun. Flestir hafa borgað. Aðrir ekki. Það er akkúrat.
Hyggst hafa sameiginlegt myndakvöld fyrir Jemenhópana s.l. vor. Líður að því ég fari að safna þátttöku.
Nú ætla ég á Strandirnar. Sæl að sinni
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Sæl Jóhanna
Við viljum gjarnan fá að gerast stuðningsaðilar.
Sendu okkur upplýsingar á vinakot@gmail.com. Aðalheiður og Braga Stefaný
Það líst mér afskaplega vel á.
Er stödd á Ströndum en kem í bæinn á sunnudag og verð strax í sambandi.
Bestu þakkir.
Jóhanna
Allt gott af Ströndum. Krökkt af berjum. Fjöldi ferðamanna. Fjöllin há.
Nokkrir til viðbótar hafa gefið sig fram til að styrkja börn. Takk fyrir það. Læt menn vita um sín nýju börn og upplýsingar þegar ég kem suður seint í kvöld.
Þakka virktavel
JK
Post a Comment