´
Það stóðst á endum, okkur tókst að ljúka við að tjalda fyrir sólsetur
Upp og niður sandöldurnar
Tíu þúsund ára gamlir kettir í Wadi Medkandúsj
Hrafnhildur í Sahara
Sæl öll
Myndakvöld Líbíuhópanna tókst öldungis prýðilega í gærkvöldi og mæting var fín. Við gæddum okkur á kjúklingasalati og fengum okkur kaffi á eftir og svo voru það myndirnjar! Og þvílíkar myndir
Þessar sem hér birtust eru af diski Veru Illugadóttur og hún gerði nokkra í viðbót og hafi fólk áhuga á að kaupa disk á þúsund kall er ég með fáeina.
Svo voru myndir Ingu Jónsdóttur látnar rúlla og rúsínan var náttúrlega 40 mínútna mynd Ólafs S. sem gerði stormandi lukku. Mjög að makleikum.
Fólki fannst gaman að hittast, sýndist og heyrðist mér á öllu. Skáluðum óspart fyrir ferðunum, Líbíu og okkur og til lífs og til gleði.
Maja Heiðdal hefur ákveðið að fara aftur til Líbíu og það gætu fleiri þurft að gera ef tekst að hafa aðra næsta haust.
Fleiri voru með myndir og mér fannst athyglisvert að sjá hversu ólík sjónarhorn voru hjá mönnum, hvort sem var úr fyrri eða seinni ferð þótt myndamótívin væru stundum svipuð.
Vel lukkað kvöld. Allir fengu svo hópmynd og ánægja með það. Hulda og Örn færðu mér disk með sínum myndum og það ætlar Herdís að gera líka og vonandi fleiri því það er mjög nauðsynlegt fyrir mig að eiga sem flestar myndir til notkunar, annað hvort á síðunni eða til almennrar kynningar.
Svo kvöddust allir með jólaóskum og fögnuði og þetta var í alla staði hið gleðilegasta mál.
Munið að hafa samband ef þið viljið fá ykkur Verudiskinn.
Annað mál líka
Nú fer ég sem sagt til Jemen á fimmtudagsmorgun - og þarf aðeins að klára að strauja tísjörtin og brókaðikjólana-og Edda og Gulla Pé munu axla ábyrgð á diskum, gjafa eða minningarkortum þessa daga sem ég er í burtu. Hafið endilega samband við þær.
Ég skrifa örugglega frá Jemen og fundum okkar Nouriu en sendi ekki tilkynningar svo ég hvet fólk til að sýna frumkvæði og fara inn á síðuna eitt og sjálft.
Tuesday, December 9, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
28 comments:
Frábært.... þetta áttu svo sannarlega skilið...!!!
Guðrún
Jóhanna mín kæra, vorum að horfa á tilnefninguna og þetta átti þú svo sannarlega skilið að vera kona ársins 2008. Deild gleði, tvöföld gleði, til hamingju og góða ferð til Jemen, Jóna og Jón Helgi.
Til hamingju með að vera kostin kona ársins..knús Herta
Frábært frábært,til hamingju Jóhanna mín.
Kv: Hrönn
Til hamingju Jóhanna með heiðurinn - það var alveg kominn tími til. Gangi þér allt í haginn.
Gleðileg jól.
Hólmfríður Björns.
það var algjör tilviljun elsku vinkona að ég var með Bylgjuna á í beinni útsendingu áðan og fékk að heyra um útnefninguna þína. Ég fékk bara tár í augun og gleðst svo innilega með þér duglega kona.
Hlakka til að vinna með þér áfram, nú fær verkefnið þitt byr undir báða vængi........
Ég er stolt yfir að hafa fengið að vinna með þér......
Helga Sverrisdóttir
TIL HAMINGJU.
Innilegar hamingjuóskir með titil við hæfi. Þér mæltist líka afar vel eins og endranær.
Kær kveðja,
Sigr. Ásg.
Hjartanlega hamingjuóskir kæra Jóhanna
frá okkur hjónum - þetta er í fyrsta sinn sem við fögnum þessu vali.
Linda & Mörður
Sæl Jóhanna
Til hamingju með að vera valin KONA ÁRSINS. Kemur okkur hér ekki á óvart. Baráttukveðjur frá Suðurnesjum J
Með bestu kveðju
Anna Lóa Ólafsdóttir
Verkefnastjóri/Ráðgjafi
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Til hamingju Jóhanna. Þú ert glæsileg. Góða ferð til Jemen, og gangi þér
allt í haginn.
Kveðja Bára og Maggi.
Hæ (Lang)Amma mín og okkar:)
Okkur langaði bara að óska þér til hamingju,
ég og Embla Karen sátum hérna og horfum, Embla hoppaði til þegar þú komst á skjáinn og skríkti og hló þegar þú byrjaðir að tala.
Við hlökkum til að sjá þig þegar þú kemur heim... með fötu af piparkökum með í för !! :)
--
Garpur Ingunn & Embla Karen
þú átt þetta svo sannarlega skilið,
svo glæsileg, skemmtileg, vitur og yndisleg,
góða ferð til Jemen eða Jóhannaníu
þín dóttir Elísabet
Heil og sæl mín kæra,
Mikið gleðst ég yfir vali Nýs Lífs á konu ársins. Þú átt sannarlega skilið að fá titilinn eftir frábært starf undanfarinna ára. Innilega til hamingju með þetta. Haltu áfram að láta gott af þér leiða, bæði í þágu málstaðarins og ekki síður til að vera mikilvæg fyrirmynd annarra sem fá þannig hvatningu til að bæta samfélagið.
Bestu kveðjur,
Ásdís Halla
Kona ársins, til hamingju !!!
Ég sat ein við sjónvarpið og klappaði.
Kær kveðja
María Vilhjálmsd.
TIL HAMINGJU ÞETTA ER GLÆSILEGT.gÓÐA FERÐ OG KVEÐJUR TIL JEMEN, HERDÍS
Kæra Jóhanna
Til hamingju með titilinn - KONA ÁRSINS
þú átt það svo sannarlega skilið
og ekki verra að það sé opinberlega staðfest áður en þú ferð til Jemen, til Nouríu og barnanna í Yero!
Við erum stolt að þekkja þig og að hafa notið góðs af þinni eljusemi og fróðleik.
Kærar kveðjur,
Inga og Þorgils
Sæl Jóhanna.
Innilegar hamingjuóskir með titilinn Kona ársins.
Þú ert svo sannarlega kona ársins (og margra ára ef út í það er farið)
Bestu kveðjur úr sveitinni
Ásdís
Ásdís Haraldsdóttir
Álftanesi
Sæl Jóhanna
Til hamingju með útnefninguna.
Við erum stolt af þér.
Kveðja Bergþór og Margrét
Sæl mín kæra og hjartanlega til hamingju með þessa tilnefningu - ég hugsa að allir sem þekkja þig og hafa farið með þér í ferð eða unnið með þér eru hrikalega stoltir af þér og gleðjast fyrir þína hönd.
Þú átt þetta svo sannalega skilið - og meira til.
Góða ferð til Jemen !
Kær kveðja
Dominique
Sæl og blessuð
Var að glugga í blöðin í morgun og rak augun í þá frétt að Nýtt líf hefði heiðrað þig.
Óska þér hjartanlega til hamingju með verðugan titil.
Bestu kveðjur til þín, Elísabetar og tvíburanna ásamt ósk um gleðileg jól og farsæld á næsta ári.
Þóra Kristín
Jóhanna mín!!
Hjartanlega til hamingju með titilinn. þú ert vel að honum komin.
Það var gaman og er gaman að taka þátt í þessu góða framtaki þínu
og nú höldum við ótrauðar áfram. Góða ferð, gleðilega hátið og allt með sykri og rjóma.
Kveðja frá Helga og Hebu
Til hamingju með titilinn. Þú átt þetta skilið. Kveðja og óskir um gleðileg Jól.
Gerður
Blessuð og sæl
Við Þórhildur óskum þér til hamingju með titilinn.
b.kv.
Ingibjörg
Ágæta Jóhanna
Til hamingju með nafnbótina. Þú ert sannarlega
vel að henni komin.
Kveðja
Margret Ing.
Sæl Jóhanna
Við óskum þér hjartanlega til hamingju með útnefninguna "Kona ársins" þú verðskuldar það virkilega.
Svava Ágústsdóttir og
Ólafur Sigurðsson
Amma,
ég var að frétta að þú hafir verið valin kona ársins heima og langaði að óska þér til hamingju með það. Það er geðveikt!
Kvedja fra Kristinu
Jokull
Til hamingju með þessa upphefð. Þú hefur unnið til hennar. Góða ferð til Jemen.
Guðm. P.
Kæra Jóhanna: Til hamingju með titilinn Kona Ársins. Megi þetta útspil hleypa nýju lífi í starfið í Jemen. Kveðja, Rúrí
Post a Comment