Sunday, December 14, 2008

Malverk til solu- frettir fra Sanaa

Saelt veri folkid

Er herna i YERO midstodinni og skrifa meira a morgun eftir tvi tolvan herna er svo haeg ad hun slaer ut gomlu tolvuna mina.
Bara til ad segja ykkur ad eg hef keypt milli 20 og 30 myndir eftir krakkana okkar og vona thid latid mig vita hvort thid viljid ekki festa kaup a theim, thaer eru prydilegar jolagjafir til daemis. Thau kosta svona fra 5-8 thusund og verdi hagnadur mun thad natturlega renna i sjodinn okkar.

Vid Nouria hofum att godar og gagnlegar samraedur og i gaer hitti eg konurnar a fullordinsfraedslunamskeidinu og var virkilega gott ad sja dugnadinn og ahugann. Tha hefur verid stofnadur her i YERO smar banki svo konur geta fengid lan til ad setja a stofn sitt eigid litla fyrirtaeki tvi ekki hafa allar adstaedur til ad koma her og thaer sem syna ahuga a thessu hafa allar verid her a namskeidunum.

Krakkarnir byrjudu svo i dag eftir hatidina og var lif og fjor i tuskunum her. Thyska sendiradid hefur veitt Nouriu styrk til ad festa kaup a rutu til ad saekja litlu krakkana en thau eldri fa greidda straetopeninga.

I vikubladinu Yemen Today var i gaer stor og mikil grein um YERO og finar myndir. Thad er augljost ad thetta er farid ad vekja mikla athygli her. Samtimis var i Yemen TImes grein um thad ad tridja arid i rod vaeru jemenskar konur nedstar a lista i heimi vardandi hversu haegt midar ad koma konum i stjornunarstodur her. Aftur a moti hafdi astandid i menntunarmalum stulkna skanad litillega og er thad jakvaett.

Tonlistarkennsla hefst sennilega thessa onn og ahugi er a ad krakkarnir stofni svo hljomsveit YERO med tid og tima.
Ekki meira nuna. Nouria bidur kaerlega ad heilsa og krakkarnir sem eg hef hitt lika.
Thakka somuleidis kvedjur vegna vali Nys lifs a konu arsins sem eru enn ad berast.

7 comments:

Anonymous said...

Sæl og blessuð kæra Jóhanna mín.



Hjartans hamingjuóskir með þennan flotta titil “Kona ársins”. sem þú verðskuldar svo sannarlega. Er stolt af þér og stolt af því að hafa fengið að koma aðeins við sögu í þessu dæmi og stolt af því að vera vinkona þín (hef reyndar alltaf verið það – þarf hvorki þennan titil né aðrar vegtillur til).

Vona að ferðin hafi gengið vel til Jemen og allt sé í góðum gír hjá YERO krökkunum okkar.

Bið að heilsa stelpunni minni henni Ahlam Jahya Mohamed ef þú sérð hana Bestu kveðjur,

Birna K

Anonymous said...

Sæl Jóhanna:

Till hamingju með útnefningu Nýs lífs, kona ársins 2008!

Bestu kveðjur,
Albína.

Anonymous said...

Jóhanna og Nuria eru mínar konur og ánægjulegt hvað Jóhanna okkar er fundvís að gera veröldina bjartari. Ég kaupi að sjálfsögðu mynd en er ekki heima fyrr en eftir 11 jan 09. Er mín dóttir með mynd? ég kaupi hana ,annars eftir hverja sem er sem er í boði, Kærar kveðjur í YERO Jóna Einarsd.

Anonymous said...

Til hamingju, Jóhanna, með titilinn "kona ársins" sem þú berst með rentu, og ekki bara þetta ár í ár!
Ég bið á heilsa kærlega BUSHRA SHARAF ALKADASEE (G46) ef hún sækir ennþá skólann.
Bestu kveðjur,

Catherine

Anonymous said...

Heil og sæl Jóhanna mín - kona ársins!

Til hamingju með þennan flotta titil, þú ert svo sannarlega vel að honum komin.
Gaman að heyra hvað gengur vel með YERO. Ef þú rekst á litla drenginn
hann Jaman Hamid Alshamree
þá væri gaman að fá fréttir af honum hvernig hann spjarar sig í
skólanum. Svo bið ég auðvitað að heilsa honum.

Gangi þér vel með allt saman og kærar kveðjur til Nouriu
Helga

Anonymous said...

Kæra Jóhanna

Innilegar hamingjuóskir með titilinn Kona ársins.

Þú ert vel að honum komin.

Bestu kveðjur

Hulda

Hulda Ólafsdóttir

framkvæmdastjóri

Anonymous said...

lessuð og sæl,

Ég óska þér til hamingju með titilinn kona ársins. Vertu svolítið löt í nokkra daga, sofa út og svoleiðis ef þú getur, smá kæruleysi.

Síðan kveðjur til Nouriu.
Kv.
Gulla