Wednesday, January 21, 2009
Gefið ykkur tíma til að lesa Fréttabréf sem er á leiðinni til VIMAfélaga
Góðan dag á skrítnum dögum
Öll þjóðin er á hvolfi, annaðhvort er hún á Facebook eða að mótmæla.
Samt er vonandi að einhverjir hafi tíma til að kíkja á síðuna.
Fréttabréfi var pakkað í gær og Gulla pé póstaði öll í morgun svo þau ættu að berast senn. Sá að villa var á forsíðu. Bókin á náttborðinu var enn Laxveiðar í Jemen í stað Bleeding of the stone sem Inga Hersteinsd skrifaði. Beðist velvirðingar á þessu.
Annars er fréttabréfið afar efnisríkt og ég vona menn lesi það upp til agna.
Það er vert að minna á fund okkar um aðra helgi og meira um það seinna.
Ég sé varla fram á neinar ferðir í vor, fólk afpantar í búntum. Það virðist oftast vera vegna peningamála.
Læt vita um það nánar innan tíðar hverjar lyktir verða.
Er óhress með að fólk er ekki nógu duglegt að fara inn á síðuna nema þegar ég sendi tilkynningar. Bið menn lengstra orða að senda slóðina áfram, þannig gætum við náð til fleiri sem etv gætu hugsað til ferðalaga og einnig mundi það vekja áhuga á VIMA og veitir ekki af á þessum viðsjárverðu tímum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hvað getur maður sagt annað en: Skal gert!
Láta fólk vita af síðunni, skólanum í Arabíu, ferðalögum og fróðleiksbrunnum.
Þó það nú væri. Það hljóta allir að geta litið sem snöggvast upp frá byltingunni.
Byltingin er hvort sem er staðreynd (sem bara örfáir eiga eftir að viðurkenna) og til hamingju með það.
En hvernig er það: þorir enginn að skrifa inn á síðu minnar ströngu móður? Verið óhrædd, það er gæðablóð í æðum hennar.
Hrafn, Trékyllisvík.
Sæl!
Ég sá á síðunni þinni áðan að þú sért ekki bjartsýn á framvinduna með ferðir í vor. Fólk sé að afpanta. Ég vil halda mínu nafni inni varðandi Jemenferðina. Þú lætur mig vita hvaða aðrir möguleikar geta verið í stöðunni.
kv.
Eyþór
Post a Comment